27.11.2012 20:56
Útidund í veðurblíðunni.
Veðurblíðan er notuð til að klára ýmislegt sem lenti aftarlega á forgangslistanum í fjárhúsinu.
Smiðurinn mætti á ný fullur starfsorku eftir að hafa verið í öðru síðustu vikurnar.

Það var gengið frá samtengingunni við gömlu fjóshlöðuna og byrjað á að setja kjölinn á sinn stað.
Eins og sést er keyrsluhurðin fjarri góðu gamni en hún á í einhverjum erfiðleikum með að skila sér í hamingjuna hér vestra. Síðustu fréttir voru þær að brautirnar hefðu ekki lifað af flutninginn til landsins svo nú er beðið átekta eftir næstu tíðindum.

Þrátt fyrir nýrúið fé hafa allir gluggar móti suðri verið opnir upp á gátt síðustu dagana.
Í dag var mænirinn opnaður þar sem strompurinn á að koma, málbandið tekið upp og að lokum var strompurinn hannaður og teiknaður upp . Þetta eru orðin velþekkt vinnubrögð í þessari byggingarframkvæmd.

Vatnið var ekki sótt yfir lækinn í þetta sinn en eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að sækja það í fjóslögnina í stað þess að fara að leggja það innan í gömlu byggingunum með tilheyrandi veggja og gólfbroti. Í leiðinn var rústað einum jarðkapli sem var akkúrat þar sem hann átti ekki að vera.
26.11.2012 22:14
Fagurt á fjöllum.
Ekki gefið á þessum árstíma að fá gott skyggni og annaðhvort auða eða alhvita jörð til að skanna fjöll og dal í leit að fé.

Og þó einhverjum finnist fjöllin alltaf eins, þá eru þau það náttúrulega aldrei, frekar en við.
En þau eldast samt töluvert betur.

Fyrst þið eruð að skoða þetta á annað borð er best að lofa ykkur sjá Skyrtunnuna í návígi í jólafötunum sínum.

Og Svörtufjöllin sem eru alltaf nefnd í fleirtölu þó aðeins eitt þeirra sjáist, bera nafn með rentu þó lítið fari fyrir því í dag. Ég hef þó rekist á nafnið Svartafjall á einstaka korti yfir þetta fjall hér sem er syðsti hluti á móbergshrygg sem liggur austan Skyrtunnu.
Það sást ekkert kvikt á svæðinu og tófuslóðin sem sást var orðin meira en sólarhringsgömul.

Svona leit svo óðalið út bakatil og búið að klambra einum kofa við til viðbótar síðan síðasta mynd var tekin.

Mjólkurbíllinn á suðurleið, hrossin í skógræktinni og nú er ekki snjólag á landinu til að halda því klakalausu eins og í fyrrahaust enda komin um 20 sm.klakaskán í ógróið land.
Ekki ólíklegt að byggfræið komist talsvert seinna niður næsta vor en það síðasta.
,
20.11.2012 20:06
Fjárgeymslan fyllt af lausafé.
Á meðan stór hluti landsins er undirlagður illviðrum og snjó erum við allavega lausir við snjóinn.
Fullorðna féð hefur haft það ágætt úti meðan verið var að klamra saman vetrarhíbýlum fyrir það.
Nú var helgin tekin í að taka inn , klippa og vígja eitt og annað í fjárhúsunum.
Hér bíða þær þess að komast í hendurnar á ærsnyrtinum, til vinstri grillir í Atla Svein að raða saman seinni gjafagrindinni.
Steinar Haukur gerði sér grein fyrir því, að nú yrði að vanda sig í nýjum húsakynnum og gerði það svikalaust.
Hér er gjafagrindin vígð. Þetta er endurbætt útgáfa af sérhannaðri grind sem var fyllt af traktor með rúlluhníf. Þessi er einföld og látlaus, enda komið á daginn að hún svínvirkar.
Ég sá ekkert merkilegt við þessa mynd, en eftir að hún villtist inn á fésið komst ég að því að þetta væru spikfeitar rollur og læraholdin á sumum væru sérlega áhugaverð.
Þær báru sig nokkuð vel í nýja húsnæðinu í dag þrátt fyrir hávaðarok og drullukulda utandyra.
Sem betur fer kemst hjörðin ágætlega fyrir í húsinu þrátt fyrir að hún væri stærri en ég hélt og ágætt að vera svo fjáður að vita ekki stöðuna á lausafénu.
Það eru gerðar mjög ákveðnar kröfur í lífgimbravalinu en lágmarkið í lærastiguninni er þó enn 17.5. Vonandi verður hægt að hækka það uppí 18. næsta haust .( 7-9-13)
Ef smálambið t.h. væri ekki í ullinni, sæist trúlega hvernig þetta leit út fyrir einhverjum áratugum.
Já, nú er bara að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga meðan að þessi illviðrakafli er að hrista úr sér ólundina.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334