Færslur: 2017 September

22.09.2017 09:55

Fjárrögunardagurinn mikli.


 Eftir að búið er að ná fénu saman ( þriggja daga leit) er tekinn dagur í rögunina. 



  Þar sem notast er við taðfjárhús er enginn afsláttur veittur á þurrviðrisdegi.
 
   Lömbin eru tekin undan . Veturgamalt og sláturfé tekið frá . 

  Lömbin vigtuð og grófflokkuð fyrir ómskoðun og líflambaval. 
  
  Þó fjárbúið sé ekki stórt ( 150 vetrarfóðrað) og húsakosturinn velhannaður fyrir fjárragið  þarf útsjónarsemi til að þetta gangi á einni dagstund.
  Hópnum er rennt þrisvar í gegnum rögunarganginn. Fyrst eru ásetningsærnar skráðar og teknar úr. Síðan veturgamalt og þær ær sem ekki verða settar á. 

   Rögunargangurinn er að sjálfsögðu heimasmíðaður og svínvirkar náttúrlega. emoticon

  Að lokum er svo lömbunum rennt í gegn,vigtuð og þau sem verða ómskoðuð og stiguð merkt. Þau eru fljót að læra og við vigtunina eru þau farin að renna  greiðlega gegnum ganginn.


 
Úr vigtinni fara þau út í réttina og svo bíður hausthólfið eftir þeim.

 
   
Já , svo er það líflambavalið í næstu viku og síðan er ein sending í hvíta húsið aðra vikuna í okt.



 Já. Þau ánægjulega umskipti fylgdu þessari aðstöðu að árlegir bakverkir steinhættu algjörlega að gera vart við sig. emoticon
  Samkvæmt skilgreiningu sumra félaga minna í sauðfjárræktinni flokkast þetta víst undir hobbýbúskap en skítt með það emoticon

 Tókuð þið svo nokkuð eftir því að það var bara ekkert minnst á hunda í þessu bloggi.  emoticon

 

18.09.2017 20:00

Bokki til sölu.

                     8 mán. hvolpur Bokki frá Dalsmynni  er til sölu.
                                              Seldur

                     F. Sweep innfl.  M. Frekja frá Ráskukoti.


 Bokki er einstaklega yfirvegaður , rólegur og vandamálalaus í daglegri umgengni. 

   Hlýðinn og þægilegur.  

   Hann er kominn aðeins af stað í kindavinnunni.  

Meðfylgjandi eru slóðir á 3 myndbönd af honum 5- 6 og 7 mán. í æfingartímum.  
  Þar sést hversu yfirvegaður en ágengur og vandamálalaus hann er og verður væntanlega  í tamningu. 

    Þetta er hundur sem fyrst og fremst  þarf að kenna að bregðast við skipunum. 

Annað sem þarf til að gera hann að góðum fjárhundi er mestallt eða allt  til staðar í kollinum á honum.

Og það er engin hætta á að hann forði sér heim þó þjálfaranum verði það á að hækka röddina verklega  emoticon .

 Vegna þess hversu yfirvegaður hann er,gætu menn haldið að vantaði í áhugann.
 Það er alls ekki og ef ég met hann rétt á eftir að bæta vel í hann. 

Þetta er hundur sem gæti munað um næsta haust ef vel er haldið á spöðunum.

 Verðið á honum í dag er aðeins kr. 160.000 + vsk. 

 Eftir 3 vikna frí er  tamningavinnan að fara í gang aftur. Það mun þýða verðbreytingar  sem gætu orðið nokkuð örar ef væntingar ganga eftir.

Slóðin á hann 5 mán.       Smella hér.
 
Slóðin á hann 6 mánaða . Hér er hægt að spá í hversu 
ákveðinn hann verður.     Smella hér. 

 Slóðin á hann 7 mán.     Smella hér.

 Bokki ættartré.
 

 Upplýsingar í s. 6948020 eða í skilaboðum á fésinu . ( Svanur H. Guðmundsson. )

10.09.2017 09:39

Bonnie til sölu.

                    Alvöru smala og ræktunartík til sölu.

       Bonnie frá Dalsmynni er til sölu,  f. 14 -05 - 2015.



      F. Dreki frá Húsatóftum.  M. Korka frá Miðhrauni.

   Mjaðmamynduð með niðurstöðunni GOOD.
   DNA CEA testuð með niðurstöðunni NORMAL.

  Skráð í SFÍ og ISDS .

  Bonnie er mikið tamin ( flaut og tal) , ákveðin, yfirveguð og örugg með sig.
Sérlega skemmtilegur karakter, dálítið sjálfstæð en ekki til vandræða. 

 Hún er ekki slípuð í smalamennskum en er þannig týpa að það kemur hratt með notkun.

 Henni fylgir 1 tollur undir Sweep.

Sú  pörun ætti að gefa  hvolpa með það andlega atgerfi  sem svo margir leita að í dag.

 Bonnie  er tík sem yrði fljótlega ómissandi á góðu fjárbúi auk þess að geta gefið tekjur á við þó nokkrar rollur í höndum góðs ræktanda.

Slóð á nokkur vinnuskot. Smella hér.

Tekin úr sölu ,- í bili a.m.k.

Verðið er kr 750.000 + vsk.

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581568
Samtals gestir: 52774
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:52:34
clockhere