03.08.2010 07:59
ýmsar myndir. Vestfirðir.
Á flakki um vestfirðina finnst manni stundum að þau býli sem ekki heita Laugaból heiti Kirkjuból.
Þetta er að vísu aðeins ýkt en samt.
Í Önundafirðinum eru Kirkjubólin 3 og hér er kirkjan sem er í hlaðinu á Kirkjubólinu í Valþjófssdal.
Það var enginn heima svo Guðmundur Steinar slapp við að gefa mér kaffi í þetta sinn.
Réttin við fjárhúsin hjá honum, vakti sérstaka athygli á þessu snyrtilega býli.
Hún hefði sómt sér kringum hvaða húsgarð sem var.
Það var svo komið við í Vatnsfirði, því mín heittelskaða er mikil áhugakona um kirkjur.
Mér fannst hinsvegar hjallurinn ekki síður áhugaverður en hann er ekki byggður til einnar nætur.
Veggþykktin var svona út í gegn.
Mannlífið í Ísafirði breyttist á augabragði þegar ferðalangarnir úr þessum farkosti hér flæddu um staðinn. Mest eldra fólk.
Hér falla öll vötn til Dýrafjarðar en ekki er mælt með því, að gamli vegurinn inn fyrir fjörðinn sé ekinn.
Og svona litu bláberin út í einum Ketildalanna, en berjasprettan vestra er ekkert sérstök miðað við mokið hér á Nesinu.
Ætli sé ekki best að enda þetta með einni af fyrstu myndunum sem var tekin í ferðinni.
Þessi hógværa lækjarbuna leyndist í Veiðileysufirðinum spölkorn frá veginum.
Ég þakka svo lesendunum samfylgdina í þessari vestfjarðabloggferð, ánægður með að geta á nýjan leik snúið mér að daglega amstrinu í sveitinni.
01.08.2010 07:48
Selárdalur. Listasafn og afhelguð kirkja.
Vegurinn út Arnarfjörðinn var vondur og aumkvunarvert að sjá skuldahalana í loftköstum aftan í jepplingunum á þessum vegum sem þeir eru alls ekki gerðir fyrir. Við tókum veginn hins vegar ekki nærri okkur og vorum mætt árla morguns í Selárdal þar sem byrjað var á að skoða listasafn og byggingar Samúels Jónssonar.. Þarna er búið að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu enda er gífurleg umferð á staðinn. Það er langt komið að gera þetta hús upp að utan en það stendur læst enn um sinn. Ég kom hérna síðast fyrir um 12 árum en þá var allt í mikilli niðurníðslu. Einhvernveginn fékk maður á tilfinninguna að listamaðurinn hefði haft frekar óljósa fyrirmynd þegar ljónin voru gerð. Og Vaskur taldi rétt að kanna hvað verið væri að gefa selnum. Kirkjan sem Samúel reisti utan um altaristöfluna sína, eftir að sóknarnefndin hafnaði því að setja hana upp í kirkjunni í Selárdal bíður uppgerðar. Og afritið af altaristöflunni sómir sér vel þarna ásamt ýmsum verkum Samúels. Glæsilegt. Kirkjuloftið sýnir ákaflega vel hvaða efni stóðu að baki þessum framkvæmdum hjá listamanninum. Þarna er eitthvað í gangi sem ég kann ekki skil á. Kirkjan í Selárdal sem var of góð til að hýsa altaristöfluna hefur að því er mér skilst, verið afhelguð og bíður nú örlaga sinna, hver sem þau munu verða. Séð heim að Uppsölum frá Selárdal. |
30.07.2010 08:06
Kúvíkur í máli og myndum.
Það er nauðsynlegt fyrir Vask að fá smá hreyfingu sagði mín heittelskaða.
Það hafði lengi verið einbeittur ásetningur hjá henni að ganga að þeim forna verslunarstað Kúvíkum í Reykjarfirði, og nú stóðum við og horfðum á skiltið sem sýndi mér til mikils léttis að það var einungis 1 km. á staðinn.
Reyndar er nýbúið að leggja veg að sumarbústað á staðnum en það haggaði ekki gönguáformum frúarinnar.
Við skelltum okkur í gönguskóna og í stað þess að þramma götuna var farið beint út hlíðina enda finnst mér eins og hagyrðingnum og úrsmiðnum snjalla á Akureyri best að " ganga götulausa græna jörð" .
Það renna ýmsar hugleiðingar í gegnum kollinn á manni þegar horft er á svona stað þar sem aðalverslunarstaður strandamanna var öldum saman og jafnframt skapaði lifibrauð tuga fólks sem lifði þarna á landsins gæðum eftir að verslun var aflögð.
Þarna hefur staðið seinni tíma fjárhús með böðunarkari og grindum, trúlega fyrir um 50 fjár, um það er búsetu lauk.
Hér gætu verið það sem eftir er, af svona tveggja kúa fjósi og hlöðu.
Og íbúðarhúsið hefur eflaust verið gjörnýtt í fólksfjölda á fermeter nokkuð fram á síðustu öld.
Fjöruborðið ber það með sér að þarna er ekki brimasamt við ströndina, enda staðurinn væntanlega orðið fyrir valinu sem verslunarstaður vegna góðrar aðstöðu sem skipalægi.
Líkt og á fjölmörgum útvegsbýlum á vestfjörðum hefur verið erfitt um heyskap og afkoman byggst á sjósókn og ýmsum hlunnindum.
Meiri fróðleikur hér.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334