HUNDATAMNINGAR.. Leiðbeiningar.


    

                                                  Dropi 7 mán. 


                                        https://youtu.be/EUljY4PYVtE


                          Dreki frá Húsatóftum Flautuskipanir.                                           

           
http://www.youtube.com/watch?v=_aBKgwwEDQA

     

  

                             Spaði frá Dalsmynni eftir tveggja vikna tamningu.
                            
                              http://www.youtube.com/watch?v=pFN5vjYgwHo                             Innivinna Reynt að bæta vinnufjarlægð.
                           
                              http://www.youtube.com/watch?v=PRxkUYOOmmI

 
     
                                      Tamning inniaðstaða

                             http://www.youtube.com/watch?v=3GuJUs86DpE
                                              Leiðbeint við tamningu.

                     Það er mikið haft samband við mig símleiðis, í pósti eða bara á
                 förnum   vegi og ég er spurður um námskeið og leiðbeiningar í
                 tamningu fjárhunda.

                  Ég hef því ákveðið að prófa að bjóða upp á einkatíma hér heima,
                  við að  leiðbeina fólki með tamningu á fjárhundum. Bæði
                  einstaklingum og fleiri  saman t.d 2 - 4 þáttakendum.

                  Verð og tímalengd samkomulag.

                 Það t.d. gæti hentað vel þeim sem búa lengra frá að taka sig
                 saman 3-4   og fá 4 - 5 tíma spjall og hundavinnu.

              Rétt er að taka fram að ég hef enga menntun í fræðunum, annað  
             en  nokkur námskeið, grúsk í bókum og myndböndum og svo            
             eigin  reynsla við      tamningarvinnu á hundum.

                                        
    
                  Hafið samband í
[email protected]  eða í síma 6948020.


                     Hópnámskeið undirritaðs metin styrkhæf             
                          af  Starfsmenntasjóði Bænda.

   
                       Sæll Svanur.
 

                       Stjórn Starfsmenntasjóðs hefur fjallað  um   
                          fyrirspurn þína.


                    Við teljum að umrædd  námskeið séu 
                 styrkhæf og bændur geti því sótt um styrk í  
                     sjóðinn vegna þeirra.


                    Kveðja,
                   Ásdís Kristinsdóttir
                Bændasamtökum Íslands
                  Bændahöllinni v/Hagatorg
                   107 Reykjavík
                                               

                           Hvolpauppeldið.

   Hvolpurinn yfirgefur móðirin oftast 6 - 10 vikna gamall og nýr stjórnandi tekur við uppeldinu. Þessi tími er honum mjög mikilvægur því þarna kynnist hann aga og hlýðni.

  Það er svo umhugsunarefni hvernig móðirin heldur í raun heraga á hópnum á ákveðnum sviðum,  þannig að það greinist varla.

   Það er síðan ákaflega þýðingarmikið ef tekst að færa hlýðnina og undirgefnina  við móðirina yfir á nýja eiganda og halda henni við í uppeldinu.

 Mörgum okkar hættir við að líta á hvolpinn/hundinn sem  vin og félaga og umgöngumst hann þannig.  Oftar en ekki verður leiðtogahlutverkið  þá dálítið óljóst sem skapar svo ýmis vandræði áður en lýkur.

 Strax er því byrjað á því að venja hvolpinn á að setjast hjá eig. ( ekki flaðra) þegar kallað er í hann, og fá ákveðna stroku  niður bakið og smá hól.
   Öll þekkjum við það, að þegar hundurinn kemur til okkar sveiflar skottinu og biður um kjass, við föllum gjarnan fyrir því og kjössum hann.

   Þegar þetta gerist erum við að láta hann ráða ferðinni og stjórna okkur ( verðlaunum hann fyrir það).  Sterkasti leikurinn er að leiða þetta hjá sér og ussa á hann ef aðgangsharkan er of mikil. Strax og hundurinn er farinn að hugsa um annað eða hefur róast niður, getum við kallað hann til okkar og kjassað hann ef kjassþörfin hjá okkur  er mikil, án þess þó að æsa hann upp..
 
Svona smáatriði safnast saman og ef hvert tækifæri er notað til að skerpa á leitogahlutverkinu, án einhverra láta og sviðsetninga, verður lífið auðveldara.
  Hvolpurinn á að setjast og bíða meðan verið er að taka til matinn hans og gefa honum.

Ágætt að tengja komuflautið matargjöf eða einhverju skemmtilegu meðan hvolpurinn er vaninn á að hlýða því alveg skilyrðislaust.
  Hann á að sitja og bíða meðan verið er að opna dyrnar/ búrið/bílinn og fær ekki að fara út fyrr en honum er leyft.
 Þegar áhuginn á kindum vaknar  verður hann mjög ákafur að komast inn í fjárhúsin.
 Hann verður að sætta sig við að vera á eftir leiðtoganum inn í húsin að fénu o.sv. frv.

 Það er farið að teyma hann3 -4 mán. og kenna honum að ganga við hæl.

Honum er kennt að leggjast bæði hjá eiganda og fjarri honum . Ekki koma til eig. og leggjast þar.

 Ágætt að byrja þessa æfingu með hvolpinn í löngu bandi svo hann geti ekki forðað sér.

  Þegar vinnuáhuginn fer að vakna þarf að gæta þess að skemma ekki neitt.  Bannað er að elta bíla, fugla og fénað í stjórnleysi. Ef hann sækir í að glefsa í búpening er best að halda honum frá honum  fram að tamningu, eins ef hann sýnir mikinn æsing eða liggur frosinn og einblínir á skepnurnar.

  Oftast er hvolpurinn tilbúinn að byrja í kindavinnunni  7 - 11 mán  en það er þó misjafnt hvenær rétti áhuginn.

 

 

                   Leiðbeiningar við frumtamningu fjárhunda.

 

         Í tamningunni hafa menn fyrst og fremst röddina og látbragðið til að koma unghundinum (sem í flestum tilvikum er fullur áhuga á því að vinna fyrir eigandann) í skilning  um hvað á að gera og hvernig á að vinna verkið.Röddin á að hljóma hvetjandi eða letjandi því talsvert  er í að beinar skipanir skiljist.

Áður en byrjað er að vinna með hvolpinn í fé, þarf þrennt að vera í lagi.

 

1.     Hvolpurinn þekki vel nafnið sitt og flaut. Komi hratt um leið og kallað er í hann. 

2.     Hann  á að setjast (stoppa/leggjast) umsvifalaust  hvar sem er ( ekki koma til manns) við skipun og bíða sé honum sagt   það.

3.      Kindurnar þurfa að vera þjálar og fara greiðlega undan hvolpinum án átaka.

 

    Séu þessir hlutir í lagi og hvolpurinn að öðru leyti tilbúinn, á tamningin að ganga tiltölulega greitt, þannig að oftast sést einhver árangur eftir hverja kennslustund.

Það er grundvallaratriði að kindurnar séu aðgengilegar til þjálfunar.

 

  Tilbúnar í stíu að vetri eða vera með hóp úti í rúllu.(Kemur mjög vel út.). Hafa hólf nálægt bæ að sumri, þannig að hægt sé fyrirhafnarlaust að taka tíma með hvolpinn. Best að nota gemlinga (4-8+) við þjálfunina, (stærri hópa öðru hvoru).

 

Í byrjun tamningar er hvolpurinn látinn stoppa hópinn af, halda honum saman og að smalanum. Við tamninguna skal tala stöðugt. Í hvetjandi tón ef vel er gert en aðfinnslutón við mistök hundsins. Tala sem lægst svo hvolpurinn læri að hlusta eftir skipunum. (Yfirleitt hækkar röddin samt verulega).

Border Collie hundar eru mjög misjafnir í tamningu. Allt frá því að  þurfa stöðuga hvatningu og þola ekki harðar leiðréttingar upp í  að þurfa  heraga  (dugar ekki til). 

  

Tamningarferli á hvolp.

Ef stefnt er að því, að láta hundinn hlýða flautuskipunum eru þær notaðar samhliða töluðum skipunum, um leið og hundurinn fer að skilja þær og hlýða þeim vel.

Farið að vinna í kindum.

Hér er miðað við að byrjað sé með um 9 mán. hvolp sem er tilbúinn í tamningu. (Nægur áhugi og þroski.) Ef hvolpurinn er með skottið upp í loft meðan hann vinnur að kindunum er trúlega of fljótt að byrja með hann. (Er að leika sér.) Eftirfarandi ferli gæti lokið á 8 til 12 mánuðum og þú ert komin/nn með öflugan fjárhund!!

 

1. Skipunin SÆKJA. (Hvolpurinn sendur út á hægri eða vinstri hönd)Fara fyrir hóp og stoppa hann af (Hvolpinn á skilyrðislaust að stoppa þegar hann er kominn fyrir.) Til að byrja með er hvolpurinn samt látinn hringfara hópinn og halda honum að smalanum.

 

 

2. Skipunin NÆR/KOMDU.(Ganga beint að hópnum).

 

Látinn koma með hópinn beint til  smalans. Leiðréttur(stoppaður) ef hann sikksakkar eða ætlar fram með hópnum. Koma rólega og halda sig vel frá hópnum.

 

3. Byrja á hægri/vinstri skipunum með hinu.

 

4. Skipunin NÆR er notuð til að láta hundinn reka hópinn eitthvað. (Hundurinn á að ganga beint að hópnum þaðan sem hann er og reka hann beint áfram).

 

5. Á þessu stigi ( tamningin komin vel á veg)  á hundurinn að stoppa skilyrðislaust við skipun. Hann á að hægja á sér/stoppa standandi við aðra skipun og bíða við þá þriðju.T.d.Stopp,rólega og bíddu/kyrr.

 

6.  Komdu(gegn) og aftur.(Síðari stig tamningar)

Hundinum kennt að skipta hóp og yfirgefa kindur sem hann er að vinna við og leita að kindum fyrir aftan sig.Honum er kennt að ná kindum frá húsvegg/girðingu .(hægri/vinstri skipun.)

 

7. Aðrar skipanir. Farðu, (farðu út,farðu heim,í sama tón og komdu!) Hopp (uppí bíl, yfir girðingu) Togaðu/taktu í (tekur í kind sem stendur framaní) 

                                       

Ræktunin.

 

Það eru margir erfðaþættir sem við leitum eftir í vel ræktuðum border collie hundi. Hjarðhvötin er grunnurinn sem ræktunin byggir á.

 

1.               Vinnuáhugi (Hjarðhvöt).

2.               Hlýðnihvötin (Undigefni).

3.               Kjarkurinn. (Harður eða linur).

4.               Augað (næmi)! Hvernig hann ber sig að , vinnufjarlægð.

5.               Bygging og útlit.

6.               Almennt viðmót. (Við gesti og heimamenn.)

 

Þessir erfðaþættir tengjast ekkert hvor öðrum í raun. T.d. eru kjarkur og grimmd tveir óskyldir eiginleikar. Grimmur hundur getur verið ragur við að ganga framan að kind en annars sauðmeinlaus hundur gæti verið mjög ákveðinn við kind sem stendur framan í honum eða ræðst á hann.

Draumahundurinn er áhugasamur, hlýðinn, kjarkmikill, með hæfilegt auga.

Hann á að vinna vel að kindum og vera laus við umgengnisvandamál (rólegur)  gagnvart gestum og heimamönnum. Um útlit og byggingu geta menn svo haft skiptar skoðanir.

Ræktun hér á landi er þannig, að öruggast er að fá hvolp undan góðum tömdum foreldrum ef menn vilja koma sér upp góðum fjárhundi.

     

 Til þess að geta metið hæfni hundanna og komið lagi á ræktunina þarf góð tamning og þátttaka í fjárhundakeppnum að verða miklu almennari en nú er.

 

              Dagskrá á eins dags námskeiði.

 

1.    Farið yfir helstu skipanir. Sýnt með tömdum hundi hvernig unnið er eftir þeim og hvernig grunnkennslan fer fram.

2.    Farið yfir bókleg grunnatriði við hundatamningar.Skoðuð kennslumyndbönd

3.    Farið með hvern hund í kindur og sýnt hvert er næsta framhald við þjálfun hans..

      Minnispunktar við tamningu unghunds.

 

1.   Margar tamningaleiðir.

2.   Grunnþekking á hugsanaferli hundsins.Nefna dæmi.

3.   Leiðrétting. Nefnd dæmi.

4.   Dæmi um leiðréttingar.

        Grundvallaratriði að hundurinn hlýði   stoppskipunum.

6.   Aðstaða við tamningar.

7.  Skipulagning tamningastundarinnar?

      Kenna nýjar og vinna með þekktar skipanir í bland.

8.  Fara minnst 3 sinnum í viku. Má fara tvisvar á dag (15-20 mín).

9.  Viðhalda vinnugleðinni með hóli.

Brjóta upp tamninguna með stærri hóp öðruhvoru eða með einhverri      verulegri tilbreytingu..

11. Hvernig nota á taminn hund. (ekki ofnota).

 

Minnispunktar frá námskeiði með Glyn Jones í okt.2007.

1. 3 skipanir,stopp(kyrr,leggstu) hundurinn stoppar alveg.

                                Bíddu.Hundurinn hægir á eða stoppar standandi.

                     Kyrr. Bíður.

2.Láta hundinn fara vel yfir toppinn í úthlaupi til að byrja með.

   Ná fram góðri fjarlægð.(t.d. vera við hópinn þegar hundurinn vinnur að honum).

3.Láta hundinn ekki komast upp með að hlusta ekki.

4.Stoppa tafarlaust við skipun.

5. Sem fjölbreyttast í tímum koma alltaf inná lærðar skipanir líka.

6.Skipta hóp. Ljúka tímum þannig að hundurinn komi beint í      

   gegnum stóran hóp.

7.Skipting og skipunin "aftur".Í lagi að kenna þetta jafnhliða með 

   því að nota "aftur" skipunina  öðruhv       

  

 

                                                      Annað

                                            Ýmsar greinar. 

 

 

                         http://smalahundur.123.is/page/25790/

Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 151395
Samtals gestir: 7041
Tölur uppfærðar: 27.11.2022 13:03:11
clockhere