27.01.2009 21:59

Hækkandi sól.

 



   Þó ég leggist nú ekki í neitt svartnætti í skammdeginu læt ég það stundum fara í pirrurnar á mér.

 Nú þegar daginn tekur að lengja, lifnar yfir manni og þegar síðan kemur hver góðviðrisdagurinn á fætur öðrum þá finnst manni allt vera á réttu róli.

      
  Nú er svo ný ríkisstjórn að taka við og þó hún taki nú örugglega ekki flugið svona glæsilega og hafi takmarkaða tiltrú undirritaðs, verður fróðlegt að sjá hvernig þeim gengur að vinna saman, þessum ólíku flokkum.

  Í dag er alhvítt yfir, stillur,  frostlítið og ný ríkisstjórn sem ætla að redda málunum, og daginn lengir ört. Hvað er hægt að biðja um meira eftir þetta myrkastra skammdegi sem elstu menn muna.

  Þótt það hafi nú verið af mannavöldum.



  Svona leit sólin út fyrir rúmum mánuði síðan um hádegisleitið.




  Þessi mynd er nú reyndar líka tekin núna í skammdeginu með tungl  á lofti um hádegisbil.,




    Horft norður Stóra Langadalinn í fyrravetur. Skyldi koma svona færi í vetur?






 Já það þýðir ekkert að barma sér, en allt í lagi að tuða dálítið öðru hvoru. emoticon



 

 




 

25.01.2009 21:32

Maður dagsins.



  Háttvirtur viðskiptaráðherra er maður dagsins.

Ekki kannski vegna þess að hann standi fyrir það sem mér finnst trúverðugt  í stjórnmálum .
  Heldur vegna þeirrar stjórnmálalegu kænsku að yfirgefa ráðherrastólinn á síðustu metrum stjórnarinnar og sleppa því við það hlutskipti félaga sinna, að daga uppi eins og náttröll í fyrstu ríkisstjórn á Íslandi sem hrökklast frá völdum vegna gríðarlegrar andstöðu almennings.


 Það verða allir fljótir að gleyma því að þetta átti að gerast svona 100 dögum fyrr.emoticon

  Og nú er eina vitið að skipa utanþingsstjórn til að reka batteríið fram að kosningum.


25.01.2009 00:16

Svo lengi lærir sem !!!!



       Námskeiðið hjá Magga Lár. í dag var mjög fínt.

  Það var verið að meta og dæma ótamin trippi og spá í  framtíðarhorfur þeirra.
Fyrst og fremst var skoðað veturgamalt og eldra sem þáttakendur höfðu með sér.




  Taktur Hágangsson ( glófextur) frá Dalsmynni var ekki skoðaður enda gert ráð fyrir 1.v.og eldra.
      Það var líka óþarfi þar sem ræktandinn og eigandinn( heimasætan) vita bæði, hvað þarna er á ferðinni.

 
Þó maður setti smá spurningamerki við ýmislegt, er Maggi alveg hafsjór af fróðleik og tryppið sem hann var með í taumi fyrsta klukkutímann sem hann var að kjafta við okkur. var orðið ótrúlega þjált.

  Fyrir margt löngu var ég á nokkurra daga námskeiði norður á Hólum þar sem hann fræddi okkur um allt viðkomandi töltinu og þá trúði ég nú næstum öllu sem hann sagði okkur.

  Honum fannst vanta næga breidd í tryppin, þ.e. einhver mjög erfið eða afbrigðileg í byggingu eða skapi til að sýna okkur muninn.

  Funi minn var sóttur í rúlluna frá félögum sínum og lagður í dóm meistarans og hópsins.



  Þrátt fyrir einbeittan brotavilja nokkurra í kviðdómnum varð það nú samt sameiginleg niðurstaða, að trúlega væri nú rétt að kosta allavega upp á hann grunntamningu þegar hann fengi aldur til.

  Ætli maður verði þá ekki að láta sig hafa það.emoticon 


Flettingar í dag: 850
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 435532
Samtals gestir: 40208
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 22:07:39
clockhere