Færslur: 2018 Desember

21.12.2018 21:35

Mikilvæg skipun eða ??

    Það hefur talsvert vatn runnið til sjávar síðan helstu hundaskipanirnar hjá mér voru " urrdan eða bíttann ". 

    Nú er auðvelt að rökstyðja það að ýmsar skipanir séu þýðingarmeiri en aðrar.  Í reynd er það þannig þegar menn hafa kynnst góðum tömdum hundum  er erfitt að segja að þessi eða hin skipunin sé minna virði en önnur. 

   Ein af þeim skipunum sem ég nota ótrúlega oft er " aftur " skipun. Þ.e. hundurinn er látinn snúa frá kindum sem hann er að vinna við og finna kindur sem ýmist hafa orðið eftir í hita leiksins eða verið utan sjónsviðs hundsins í upphafi. 

  Þegar kominn er á ríkur skilningur milli smala og hunds er ótrúlega auðvelt að vísa hundi í rétta átt .  

  Þá skiptir litlu þó langt sé í kindurnar og hundurinn muni ekki sjá þær fyrr en eftir talsvert úthlaup.

  Hér er örstutt myndbrot sem sýnir þessa skipun  í vinnu. 

   Það sýnir jafnframt hvernig tveir tamdir hundar hafa lært af sjálfum sér að vinna saman að ýmsum verkefnum. 


 Það er svo sáraeinfalt að kenna þessa skipun og lítill tími sem fer í það.

17.12.2018 17:32

Já. vilt þú keppnistamningu eða ???


 Tamning og tamning getur alveg verið sitthvað. 

             Þegar hvolpur er tekinn í 7 - 30 daga tamningu  reynir maður að komast eins langt og hægt er með það sem nýtist eigandanum best. 

Allt snurfus og pjatt er látið bíða. 

    Það fer svo eftir því hvernig hæfileikum nemandinn er gæddur hversu miklu tamningin skilar.  
   Í algjörum undantekningartilfellum spyr ég eigandann hvort það sé stefnt að því að keppnistemja dýrið.  Þó ég viti kannski  svarið skapast umræðugrundvöllur fyrir spjall um vandaðri  tamningu.

    Keppnistamning er bara orð sem ég nota fyrir metnaðarfulla tamningu sem skilar hundi sem ræður við fjölhæfa nákvæmnisvinnu við allt sem kemur uppá við notkun á einum hundi. 

   
  Keppnisbrautin er alltaf spennandi viðfangsefni en er fyrir mér lítils virði miðað við það sem alvöru/ erfiðar smalamennskur bjóða uppá .

Tekið skal  fram að sé hundurinn ekki þeim kostum búinn að ráða við slíka vinnu skal  leita að betri ræktun í verkefnið.

   Hér er örstutt myndband af rúmlega 5 mánaða hvolpi sem er tilbúinn í létta grunntamningu.  

   Eftir nokkur skipti í kindavinnu þykist ég  nokkurnveginn vita hvað hægt sé að gera úr honum.( Er sá fyrsti úr þriðja gotinu sem ég tem undan Sweep. emoticon )

   Ég mun temja hann þegar  gefur, emoticon fram á sumar . Í júlí mun hann væntanlega fara í reynsluvist til kaupanda. Næsta haust mun hann svo geta sitthvað í haustraginu, - ef guð lofar.emoticon  

   Þegar ég er að spá í hvolpana í upphafi er ég með allskonar viðmiðanir sem ég hef fyrir mig. 

   Þessi á bandinu  Seigur frá Dalsmynni, er t.d. með einkunnina ákveðinn,- eða mjög ákveðinn fyrir eiginleika sem ég legg mikið uppúr.

 Maxið  hjá mér í því geni, er " glerharður.
 
   Sú einkunn hentar ekki öllum notendum og næsta einkunn fyrir ofan er " bilaður í hausnum".  

Ég er vaxinn uppúr því að leggja vinnu í dýr sem eru í þeim einkunnarskala.emoticon

 Á þessu stutta myndbandi hér á eftir sjáið þið Seig sem er með gott vinnulag ( fyrir það sem hann er hannaður fyrir emoticon . )

   Yfirvegaður með ásættanlega hlýðni. Ekkert stress.emoticon

  Mjög mikinn vinnuáhuga sem á eftir að aukast ,- samt án vandræða.

  Þarna eru engin vandamál á ferðinni sem munu tefja tamninguna. 

 Dæmigert Sweepsafkvæmi með tíkum úr Tinnalínunni.. ( Með sárafáum + eða - undantekningumemoticon emoticon

   Smella  Hér.




 
  • 1
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 401903
Samtals gestir: 36535
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:20:11
clockhere