08.03.2016 21:00

Kjarkaður, - grimmur nú eða bara helv. aumingi.

Nr. 1 , 2 og 3 vil ég bara hafa hann nógu djöf. grimman sagði viðmælandinn ákveðinn.

 Hann hafði hringt í mig til að vita hvort ég vissi einhversstaðar af hundi sem hentaði honum í pörun.

 Taldi upp ýmsa kosti sem tíkin hans var gædd en það vantaði alveg kjarkinn.

  Svona símtöl koma alltaf öðru hvoru og stundum verða þau bæði löng og ánægjuleg. 
  Sérstaklega þegar viðmælandinn veit alveg nákvæmlega hvað hann vill og farið er að stúdera ættfræðina og skiptast á skoðunum um viðfangsefnið og hugsanlegan árangur.

Og næstum allir eru að leita að hundi sem er nægilega kjarkmikill og ágengur til geta haft sem fullkomnasta stjórn á aðstæðum

 Sumir eru sammála mér um að það sé mikill munur annarsvegar á yfirvegun og kjarki, til að taka vafningalaust á kind sem ræðst á hundinn eða stendur framaní. Hundi sem sleppir strax og kindin gefur eftir.

 Hinsvegar á grimmum hundi sem ræðst á kind til að hanga í henni og tjóna hana, stundum í taugaveiklun eða einhverskonar stresskasti.

 Hundi sem mér finnst stundum að skapi fleiri vandamál en hann leysir.

 Tamningin spilar að sjálfsögðu alltaf inn í það hvernig spilast úr þessum eiginleikum, en suma hluti ræð ég allavega ekki við þó það segi nú kannski ekki mikið.

 Ég ákvað að leggja ekki í rökræður um grimmd eða ekki grimmd , sagðist því miður ekki muna eftir neinum fólgrimmum hundi í augnablikinu og óskaði náunganum velfarnaðar í leitinni.


 Félagi Vaskur er sá algrimmasti sem ég hef tamið og átt. Réðist bæði á menn og dýr jöfnum tönnum. 
  Hann hefur trúlega átt 9 líf eins og kettirnir því hann flaut á kostunum gegnum lífið þrátt fyrir nokkur grafalvarleg brot fyrrihluta ævinnar. En hann var ekki notaður í ræktunina.

 Já, þó mér gangi langoftast illa að rækta hinn fullkomna hund þá kemur fyrir að detti inn  hjá mér eintök sem mér finnst ásættanleg í framræktun. 

 Það er svo að sjálfsögðu alltaf sama lotteríið hvernig spilast úr þeim eintökum. 

 En eitt af forgangsatriðunum svo eintökin sleppi gegnum nálaraugað er góð samsetning af ágengni og kjarki.

 Skortur á því gengur ekki .

Hér er slóð á einn sem mér líst vel á ennþá.


 
  

15.02.2016 20:40

Útskriftardagur er málið.

     Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig hundatamning skilar sér til eigandans, ekki síst til þeirra sem hafa kannski ekki reynslu af tömdum hundum.

 Oft geri ég myndbönd sem sýna út á hvað tamningin gengur.  

Stundum með nokkrum útskýringum á hvað beri að varast eða leggja áherslur á í framhaldinu.

Allt góðra gjalda vert en ???

 Á sunnudaginn setti ég upp dagsnámskeið með eigendum 7 hunda sem ég hef tamið, mismikið að vísu.


        Brúnó frá Dalsmynni   og Bassastaðabóndinn höfðu báðir gott af deginum þó allt hefði verið í góðum gír hjá þeim.

 Fjórir þessara hunda voru frá mér, þrír afhentir um 9 vikna, til handvalinna kaupenda sem keyptu síðan mánaðartamningu í fyllingu tímans.


 Máni frá Dalsmynni  sem var búinn að vera  viku hjá hugsanlegum kaupanda, vann fyrir hann með miklum tilþrifum.

Þann fjórða hafði ég alið upp og tamið töluvert.  Hann var búinn að vera í viku reynsluvist hjá hugsanlegum kaupanda sem var mættur til að vinna með hann á námskeiðinu.

 Hin þrjú höfðu verið í tamningu hjá mér frá 1 - 4 vikur.

 Þetta fannst mér alveg sérstaklega velheppnað uppátæki.

 Ekki síst fyrir mig, að kynnast því rækilega að þetta er ekki einfalt mál hvorki fyrir eigandann né hundinn. 


 Rollunum var nú farið að finnast þetta orðið gott, um það er lauk.                    Lilli frá Dalsmynni þurfti að vinna úr því.

Eigandann að átta sig á hvernig ætti að vinna þetta  og hundinn að vera að hlusta á allt aðra rödd og áherslur  en notað hafði verið við tamninguna.


 Dagbjartur á Hrísum mætti með Frekju sína  frá Hrísum, nýútskrifaða eftir viku tamningu. Snilldarpar þar á ferðinni.

 Já, ég sannfærðist um það að í langflestum tilvikum er full þörf á því að fá eigendur tamingadýra frá mér,  á námskeið eða í heimsókn til að slípa þá/þau almennilega saman.

26.01.2016 20:30

Já. Maður spyr ekki að myndarskapnum !!


 Mér finnst hún nú dálítið stórgerð eða hundsleg . Ég vil hafa tíkurnar fínlegar sagði vinur minn spekingslega.

 Eftir á að hyggja hefur hann trúlega verið að ná mér niður á jörðina eftir að ég hafði verið að lýsa því með mörgum orðum hvað hún Skessa min væri alveg rosalega góð og skemmtileg.

 Ég var fljótur að átta mig, varð alveg sérdeilis trúverðugur til augnanna og sagðist (alveg grafalvarlegur) hafa mikla og örugga reynslu fyrir því að þessar stóru, myndarlegu tíkur,væru undantekningarlaust alveg afbragðs fjárhundar.

 Ekki síst ef þær væru hreinlega bara hundslegar í útliti.

Klikkaði bara ekki. emoticon

 Vinur minn þagði við smástund og vék síðan fimlega frá þessu umræðuefni emoticon

 Þetta samtal átti sér þó stað þegar Skessa var upp á sitt besta fyrir um 10 - 12 árum og vinur minn átti nú að vita að ég hefði ákaflega takmarkað vit á hundum emoticon.

 Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking mín á hundum hefur aukist nokkuðemoticon.

 Og ég er nú farinn að hallast að þeirri skoðun að þetta hafi nú kannski ekki verið eins mikið  bull og það átti að vera á þessum tíma.


  Það verður ekki um það deilt að Skessa var mikil myndartík emoticon .


                      Og algjör snillingur í vinnunni.



  Korka er aðaltíkin í dag og toppar allar tíkur sem ég hef átt, eða unnið með um dagana.

Afbragð í umgengni og vinnu. emoticon



  Það verður ekki sagt um hana að hún sé mjög pempíuleg í útliti emoticon .

 Ég er að ala upp og byrjaður að temja 3 tíkur undan Korku.
Þær eru rúmlega 8 mán í dag.



 Ein þeirra Bonnie, er talsvert frábrugðin systrum sínum. stærri og myndarlegri og bara ekki nærri eins fínleg í útliti og þær.

 Og það er engin spurning um það, að henni verður haldið eftir í ræktunina.

 Við það val horfi ég númer 1, 2, og 3 á hæfileikana sem ég sé í þeim.

Íhugunarvert emoticon.

 Skemmtilegt emoticon 

Hvort sem þið trúið þessu nú eða ekki. emoticon

 
 
 
Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 953
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 436106
Samtals gestir: 40258
Tölur uppfærðar: 12.5.2024 11:10:30
clockhere