Færslur: 2013 Mars

31.03.2013 21:07

Hvolpar að kanna heiminn.

 Hvolparnir fóru út í fyrsta sinn í dag. Alltaf gaman að fylgjast með Því, Þó ég hafi nú ákveðnar efasemdir um að mikið sé hægt að spá í framtíðina við  Þá athöfn.

  Til að sjá Það.  Smella hér.



 Hér er svo mamman að siða hálfsystir sína til fyrir um ári síðan. Ég hef nú ekki séð hana beita Þessari aðferð  enn við afkvæmin, en urrið hjá henni er býsna ógnvekjandi ef Þeir eru of uppivöðslusamir.

30.03.2013 20:07

Bændur, hundar og dótakassar.

 Þessar vikurnar taka bændur víðsvegar á skerinu sig saman, safna í rútu og heimsækja stéttarbræður sína í öðrum héruðum eða landsfjórðungum.

 Þetta eru gert í nafni búnaðarfélaga, sauðfjár eða nautgripafélaga eða nefndu Það bara.

 Þegar hefðbundna skoðunarstaði Þrýtur fara menn í hugmyndabankann og fatta uppá einhverju sem hægt er að nota til uppfyllingar með ölinu.

 Nú virðast fjárhundarnir vera inni og eftir að ég missti af skemmtilegum laugardagseftirmiðdegi með sérlega áhugaverðum hóp fyrir stuttu, tók ég Því i með mikilli ánægju að mega ljúga einhverju að bændum sitthvoru megin Hvalfjarðar.



 Það tókst með miklu harðfylgi að ná megninu af hópnum saman í lok áningar í Söðulsholti en ég held að Þetta hafi verið  akkúrat eina augnablikið sem hópurinn hamdist kyrr.



 Daníel fararstjóri  hafði vakandi auga með mannskapnum og  reyndi að halda kontrolnum á tímasetningum.



 Belgsholtsbændur mættu og fylgdust áhugasöm með fjárhundum leika listir sínar enda slíkt ekki daglegur viðburður í sauðfjárleysinu á Þeim bænum.

 

  Og Halli er trúlega að ræða nýjasta ölárganginn úr Belgsholtsbygginu við nágrannann.



   Eftir áhuganum að dæma mætti halda að Þarna væri eitthvað eitthvað krassandi í gangi.



  Þessi baukur innihélt að sjálfsögðu léttöl, Því annars væri Þetta ólögleg auglýsing. 
 


 Þessari ánægjulegu heimsókn var svo slúttað í dótakassanum  hans Einars  en  bændahópum sem rekast heim í Söðulsholt finnst  hann alltaf jafnáhugaverður.


Gaman að Þessu.

25.03.2013 20:36

Óhappið og eðalmerkið.


 Aron Sölvi er dótafíkill fram í fingurgóma enda uppeldið litað af áhugamálum föðursins.

 Dótaleikirnir taka óhjákvæmilega mið af Því hvað er í gangi í bústörfunum og vélaflotinn samhentur í dagsins önn hvort sem um alvöru eða minna alvöru dót er að ræða.


 Þar sem enginn sturtuvagn er í dótasafni yngsta bóndans var nærtækast að grípa Þennan Þegar sá eldri hætti loksins að nota hann. Það rétt náði að mynda verktakann áður en verkið hófst.

 Dráttarvélin sem verið er að tengja við vagninn var í nánast stöðugri notkun allt sl. sumar og ótrúlegt úthaldið hjá ökumanninum að berjast áfram í drulluslörkum og brjótast  upp brekkurnar sem voru samt alltaf jafn freistandi aðra leiðina.

 En óhöppin gera ekki boð á undann sér og á dögunum lenti dráttarvélin góða í Þeirri ógæfu að vera staðsett aftan við heimilisbílinn Þegar hann lagði af stað í mikilli skyndingu í neyðarútkalli.

 Sem betur fer var ökuÞórinn staddur undir húsveggnum að virða brottförina fyrir sér en vélin góða var ekki einungis óökufær eftir óhappið heldur alónýt.

 Og tryggingarnar ekki í góðu lagi.

 Ég held að áfallið hafi verið svo mikið að Það tók kappann nokkra daga að átta sig á Þessum nöturlegu staðreyndum, enda liðu 3 dagar Þangað til hann fór að segja mér Þessa sorgarsögu.

 Stundum gerist Það enn sem betur fer, að samtryggingin tekur við Þar sem tryggingarnar Þrjóta og svo fór nú. 

 
 
 Fyrstu sólahringana var gripurinn nú hýstur inni í húsi og hafður við rúmstokkinn um nætur svo hægt væra að klappa ofaná húddið í svefnrofunum. 

 En svo var maður kominn í páskafrí frá leikskólanum og Þá var nú ekki eftir eftir neinu að bíða.




 Og hér er hann að benda afa á hvað sé langbesta traktorsmerkið í öllum heiminum.

Afi vissi reyndar allt um Það mál.
 

Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581711
Samtals gestir: 52779
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 02:36:21
clockhere