26.11.2012 22:14

Fagurt á fjöllum.

  Ég stóðst ekki veðrið, hætti að úrbeina hrossið og stalst til fjalla eftir hádegið.

 Ekki gefið á þessum árstíma að fá gott skyggni og annaðhvort auða eða alhvita jörð til að skanna fjöll og dal í leit að fé.



 Og þó einhverjum finnist fjöllin alltaf eins, þá eru þau það náttúrulega aldrei, frekar en við.
 
En þau eldast samt töluvert betur.



 Fyrst þið eruð að skoða þetta á annað borð er best að lofa ykkur sjá Skyrtunnuna í návígi í jólafötunum sínum.



 Og Svörtufjöllin sem eru alltaf nefnd í fleirtölu þó aðeins eitt þeirra sjáist, bera nafn með rentu þó lítið fari fyrir því í dag. Ég hef þó rekist á nafnið Svartafjall á einstaka korti yfir þetta fjall hér sem er  syðsti hluti  á móbergshrygg sem liggur austan Skyrtunnu.



 Það sást ekkert kvikt á svæðinu og tófuslóðin sem sást var orðin meira en sólarhringsgömul.



 Svona leit svo óðalið út bakatil og búið að klambra einum kofa við til viðbótar síðan síðasta mynd var tekin.



 Mjólkurbíllinn á suðurleið, hrossin í skógræktinni og nú er ekki snjólag á landinu til að halda því klakalausu eins og í fyrrahaust enda komin um 20 sm.klakaskán í ógróið land.

Ekki ólíklegt að byggfræið komist talsvert seinna niður næsta vor en það síðasta.
,
Flettingar í dag: 672
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 402413
Samtals gestir: 36599
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:36:20
clockhere