Færslur: 2015 Desember

02.12.2015 21:14

Að stjórna , - eða stjórna ekki .

Það þýðir ekki sagði ég, hann talar allt annað tungumál en þú og skilur ekkert hvað þú ert að segja honum.

 Unga stúlkan í símanum þagði smástund og spurði svo.

 Og hvað gerir maður þá ?

Hún var að lýsa fyrir mér upphafi tamningar á hundinum sínum þar sem allt gekk á afturfótunum og skilningur milli aðila virtist af skornum skammti.

  Ég sagðist vera löngu kominn á þá línuna að í stað þess að segja hundi í grunntamningunni hvað hann ætti að gera segði ég honum hvað hann væri að gera. 

 Þannig fyndist mér hann vera fljótastur að læra helstu skipanirnar. Þegar hann væri búinn að ná þeim færi maður svo að reyna að stjórna einhverju í rólegheitunum. 

 Stúlkan var nú ekkert að mótmæla aðferðafræðinni en sagðist  ekki átta sig á því hvernig þetta væri framkvæmt.

 Hún var búin að lýsa fyrir mér vinnulaginu á hundinum sem mér leist vel á .

 Jú , sagði ég  ef þú ert með kindurnar kyrrar , hundinn  kyrran og ert sjálf kyrr þá er ekkert að gerast og þú segir að sjálfsögðu ekkert. emoticon

  Þú kemur  kindunum af stað frá þér og veist að þá sprettur hundurinn á fætur og fer  fyrir þær, - ekki satt ?

 Þú veist líka að þegar hann er kominn fyrir þær leggst hann.

 Ok, um leið og hann leggur af stað gefur þú skipunina sækja/ farðu fyrir eða bara þá skipun sem þú ætlar að nota í framtíðinni þegar þú sendir hann fyrir hóp.

 Um leið og hann er kominn fyrir og stoppar og þú veist að hann mun leggjast , gefur þú skipunina "leggstu" . 


  Ýmiskonar líkamstjáning nýtist vel. Handaupprétting hægir á eða stöðvar hundinn. Mynd af námskeiði.

 Eftir nógu margar endurtekningar á þessu er tengingin komin og hann fer að hlýða þessum skipunum þegar þær eru gefnar. 

 Sama á við um hliðarskipanirnar og aðrar skipanir sem koma síðar.

Og eins og í upphafi er hundinum í raun stjórnað með því hvernig kindunum er stjórnað og smalinn staðsetur sig .

 Stúlkunni leist vel á þetta, sá fram á bjarta tíma með blóm í haga og.svo frv.

 Ég var ekkert að svekkja hana með því að þetta gengi nú kannski ekki alveg svona hnökralaust þegar að í hólfið væri komið. emoticon

Allavega ekki með fyrsta hundinn.

    Þeir sem vilja fá þessa velþekktu aðferð beint í æð ættu 
að smella   HÉR . 

Þarna er verið að byrja með, - að vísu tveggja ára ótamda tík en aðferðafræðin sést vel,ásamt því hvernig kindunum er stjórnað til að halda öllu í aksjón. 

 En það er óþarft að taka fram að það eru ekki öll eintök
svona í upphafi emoticon .

  • 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 151377
Samtals gestir: 7041
Tölur uppfærðar: 27.11.2022 12:41:49
clockhere