Færslur: 2018 Mars

21.03.2018 20:56

Hin göfugu markmið.


   Þó maður tali fjálglega um hin ýmsu markmið sem stefnt sé að með misjöfnum árangri  eru þau oftast góð í grunninn. 

Eða þannig. 

  Ég er svona pínu áhugamaður um fjárhundaræktunina en hélt mig lengi vel til hlés þar . 

  Annarsvegar vegna viðhorfs margra til ræktunarinnar og verðlagsins á velræktuðum hvolpum. 

  Hinsvegar af því að mér líkaði illa að ekkert yrði úr hvolpum frá mér.

   Þ.e.a.s þeim sem höfðu eitthvað sem hægt var að vinna úr. emoticon  

  Nú er þetta allt að verða alvöru hjá mér, komin með ræktunardýr sem ég hef trú á .  
Ásamt aðstöðu til að ræktunar, uppeldis og tamninga. 

   Hvolparnir eru helst seldir til aðila sem ég treysti til að gera eitthvað úr þeim. Annars til áhugasamra  sem eru tilbúnir að kaupa starttamningu og fylgja henni síðan eftir . 

  Starttamningunni fylgja 1 - 2 námskeið og öll sú ráðgjöf í uppeldi og tamningu sem eftir er leitað og ég get veitt. 
  
  Það var blásið til eins slíks námskeiðs á sunnudaginn þar sem mættu 2 hundar úr 13 mán . goti og fjögur st. úr því 7 mán.  

  Eigandi annars  eldri hundsins var að taka á móti honum eftir 1 mán. tamningu.Hinn er í tamningu en eigandinn tók daginn í að ná tökum á honum. 

   Þessir tveir eru með verulega mikinn áhuga. Annar ágætlega ákveðinn og hinn mjög, - með stórum staf.emoticon

   Hér er slóð á þá síðarnefndu. Verið að slípa þá saman í stoppskipuninni.  


  Í 7 mán. hópnum voru þrjú  farin að virka en sá fjórði hann Smali leit ekki vel út í morgunsárið. 

   Skottstaðan var  langt frá því sem hún átti að vera og annað eftir því.

   Það rættist samt svo vel úr honum að það var splæst á hann 4 rennslinu í lokin.

Hér er slóðin á það.   Smella hér.  

  Spái því að Smali verði ekki ólíkur mömmu sinni þegar fram líða stundir ( ekki slæmt ) og ljóst að eigandinn er fullfær um að temja hann sjálfur.

   Eigandi Skálmar mætti til að taka stöðuna á henni. 

  Hér er hann í lokarennslinu og er nokkuð sáttur enda Skálm dálítið uppáhalds á ýmsum vígstöðvumemoticon  .

Skemmtilegt myndbrot af henni . smella hér 

Já,- svo þessi langloka sé nú dregin saman eru markmiðin skýr. 

  Rækta nothæfa fjárhunda og fylgja því eftir að þeir verði tamdir og notaðir. 

Svo er það spurningin endalausa um markmiðin og árangurinn.emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 386
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 839
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 573600
Samtals gestir: 52137
Tölur uppfærðar: 7.9.2024 12:47:51
clockhere