Færslur: 2016 Janúar

26.01.2016 20:30

Já. Maður spyr ekki að myndarskapnum !!


 Mér finnst hún nú dálítið stórgerð eða hundsleg . Ég vil hafa tíkurnar fínlegar sagði vinur minn spekingslega.

 Eftir á að hyggja hefur hann trúlega verið að ná mér niður á jörðina eftir að ég hafði verið að lýsa því með mörgum orðum hvað hún Skessa min væri alveg rosalega góð og skemmtileg.

 Ég var fljótur að átta mig, varð alveg sérdeilis trúverðugur til augnanna og sagðist (alveg grafalvarlegur) hafa mikla og örugga reynslu fyrir því að þessar stóru, myndarlegu tíkur,væru undantekningarlaust alveg afbragðs fjárhundar.

 Ekki síst ef þær væru hreinlega bara hundslegar í útliti.

Klikkaði bara ekki. emoticon

 Vinur minn þagði við smástund og vék síðan fimlega frá þessu umræðuefni emoticon

 Þetta samtal átti sér þó stað þegar Skessa var upp á sitt besta fyrir um 10 - 12 árum og vinur minn átti nú að vita að ég hefði ákaflega takmarkað vit á hundum emoticon.

 Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking mín á hundum hefur aukist nokkuðemoticon.

 Og ég er nú farinn að hallast að þeirri skoðun að þetta hafi nú kannski ekki verið eins mikið  bull og það átti að vera á þessum tíma.


  Það verður ekki um það deilt að Skessa var mikil myndartík emoticon .


                      Og algjör snillingur í vinnunni.



  Korka er aðaltíkin í dag og toppar allar tíkur sem ég hef átt, eða unnið með um dagana.

Afbragð í umgengni og vinnu. emoticon



  Það verður ekki sagt um hana að hún sé mjög pempíuleg í útliti emoticon .

 Ég er að ala upp og byrjaður að temja 3 tíkur undan Korku.
Þær eru rúmlega 8 mán í dag.



 Ein þeirra Bonnie, er talsvert frábrugðin systrum sínum. stærri og myndarlegri og bara ekki nærri eins fínleg í útliti og þær.

 Og það er engin spurning um það, að henni verður haldið eftir í ræktunina.

 Við það val horfi ég númer 1, 2, og 3 á hæfileikana sem ég sé í þeim.

Íhugunarvert emoticon.

 Skemmtilegt emoticon 

Hvort sem þið trúið þessu nú eða ekki. emoticon

 
 
 

14.01.2016 21:13

Hundatamningar. Eru þær á réttri leið ?

Já það vantar fleira fólk í hundatamningarnar.

  Ég vona að þróunin sé á sömu leið og maður sá hlutina gerast í hestamennskunni í gamla daga.

 Einn og einn hestlaginn að taka smávegis í tamningu fyrir vini og kunningja en annars björguðu menn sér sjálfir.
 
 Í dag er það fagmennskan sem ræður ríkjum í hestamennskunni og vinnubrögðin gjörbreytt. 

 Hringinn í kringum landið eru lagnir menn að taka hunda í tamningu eða grunntamningu langoftast í litlum mæli samt. 

 Og aðstaðan er misjöfn eins og gefur að skilja.

En eftirspurnin eftir tamningunni fer stigvaxandi og er mun meiri en en framboðið.

 Ég er sannfærður um að framboð af ágætum tamningarmönnum mun aukast jafnt og þétt í takt við eftirspurnina en sé kannski ekki fyrir mér að umsvifin verði mikil hjá einstökum mönnum.

 Það eru einfaldlega takmörk fyrir því hvað hægt er að taka inn til tamningar jafnvel þó menn hafi góðan tíma til að sinna þeim.

 Það verður að vera fyrir hendi þokkaleg aðstaða fyrir aðkomuhunda, búr og gerði t.d. 

 Kindur til að vinna með, auk aðstöðu til að vinna við tamningarnar.

Inniaðstaða ef temja á yfir vetrarmánuðina.

 Til að geta náð tökum á mismunandi hundum sem fyrst, er t.d.gott að hafa hringgerði.


 Aukahringurinn inni í gerðinu nýtist mér vel úti að sumrinu og inni að vetri, bæði við að láta hvolpinn fylgja beint á eftir hópnum og eins við vinstri og hægri æfingar.


 Réttin er góð til að geyma fé milli hunda eða skipta hópnum þegar mikið er í gangi.



 Í einstaka tilvikum er gott að hafa aðgang að stærri rétt / hringgerði því nemendurnir eru eins misjafnir og þeir eru margir.



Þó inniaðstaðan sé bráðnauðsynleg hjá mér verður fljótt of þröngt um tamningarnar þegar hvolpurinn er kominn vel af stað. 

 Samt er alltaf gott að komast inn í ýmsar hlýðniæfingar þegar tíðarfarið er önugt.

 

 En langbest finnst mér að komast út á stórt tún langt frá öllum mannvirkjum um leið og hvolpurinn fer að geta haldið hópnum saman.

 Þá fyrst fer þetta að ganga.


 Samhliða því að eftirspurn eftir tamningum eykst eru sífellt fleiri að leita að grunn eða mikið tömdum hundum til kaups.

 Nú eru loksins í boði ásættanleg verð fyrir góðan hund, sem munu auka framboðið af þeim hægt en örugglega.

 Já, ég held að það séu áhugaverðir tímar framundan í fjárhundamálunum.

 En góðir hlutir gerast hægtemoticon .

02.01.2016 14:49

Já,- nú fer eitthvað að gerast.

 Nú eru hvolparnir undan Korku og Dreka orðnir 7 mán.

 Þessir 5 sem ég á eftir munu verða stórir og náttúrulega kafloðnir.

 Ég vara fólk alltaf við því að ala upp fleiri en 1 hvolp vegna ýmissa vandamála sem geta fylgt því  emoticon .

 Nú er ég með fimmfaldan skammt af þessum vandamálum sem eru misskemmtileg í viðkynningu.

 Það gefur auga leið að uppeldið á svona hóp er í grundvallaratriðum allt annað heldur en að vera með einn hvolp.

 Hvolparnir verða mikið minna með í daglegu amstri og hópurinn verður miklu sjálfstæðari fyrir vikið.

 Reikna svo með þurfi sérvinnu í að fá sum þeirra útúr því að smala systkinum sínum og snúa sér að kindunum.

Hægt að skrifa heila ritgerð um það.

 Nú vil ég fara að vinna með þeim í kindum en einungis tvö í hópnum eru tilbúin í það.

 Annar hundurinn, Sesar er klár í þetta og er búinn að fá fyrstu tímana.

  Það liggur strax fyrir að eitt markmið ræktunarinnar að fá fram glerhörku/ákveðni, verður í lagi hjá honum  emoticon .

 Svo verður að koma í ljós hvort öll hin markmiðin skili séremoticon .



 Það er svo hún Bonnie ein af þrem tíkum sem er líka komin í gírinn.

 Hún er dálítið sérstök í hópnum, Sjálfstæð og upp á engan komin.

 Dálítið frökk og skemmtileg. 

 Í augnablikinu veðja ég á hana í ræktunina en það er drjúglöng leið framundan næstu 8 mán. eða svo, og margt getur gerst.

 Ég finn það vel í fyrstu tímunum hvað skortir á í uppeldinu.

 Það á eftir að tefja mig en svona er að hafa ekki tíma til að vinna vinnuna sína þegar á að vinna hana emoticon

Já þetta lítur nú ekki svo illa út hjá mér , - ennþá emoticon.
  • 1
Flettingar í dag: 793
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579486
Samtals gestir: 52638
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 11:31:18
clockhere