15.01.2010 12:46
Lífsval ehf. komið í þrot ?
Það stóð í stórfelldum jarðarkaupum meðan á veislunni stóð og á nú trúlega um 80 bújarðir eða jarðeignir.
Talið er að markmið félagsins hafi fyrst og fremst verið að fjárfesta í hlunnindum, vatns og námuréttindum þó fjölmargt annað hafi flotið með.
Sumum þessara jarða fylgdi búrekstur og framleiðsluréttindi og er talið að framleiðsluréttur í mjólk í eigu félagsins sé um 2.500.000 litra.
Nú er semsagt komið á daginn að öll þessi fjárfesting og umsvif byggðust á lánum að langstærstum hluta og komið að skuldadögum.
Landsbankinn mun hafa átt um 20 % hlut í fyrirtækinu og trúlega fjármagnað það að öðru leiti (hvaðan skyldi nú sá peningur hafa komið?) .
Allt bendir því til þess að Landsbankinn sé nú ( eða sé að verða) stærsti jarðeigandi á skerinu og væntanlegi stærsti handhafi greiðslumarks, sem er íhugunarvert út af fyrir sig.
Það er hinsvegar virkilegt umhugsunarefni fyrir okkur sem lifum og hrærumst í sveitinni hvað nú verður um þessar eignir.
Væntanlega gerir bankinn sér eins mikinn pening úr þessu og hann mögulega getur, sem þýðir það að eignirnar verða brytjaðar niður í spað og seldar þannig.
Nú er mikil og vaxandi eftirspurn eftir framleiðslurétti í mjólk, þökk sé öruggri forustu bændasamtakanna, við að þrengja að framleiðsluheimildunum með öllu móti, væntanlega til að halda uppi verðinu ?
Spurningin er sú hvort þessar framleiðsluheimildir Landsbankans komi til sölu innan skamms tíma.
Gerist það mun mesti þorstinn eftir mjólkurframleiðsluréttindum minnka verulega.
14.01.2010 21:00
Hrossa, hunda og fjártamningar.
Þegar umræðan í Icesaveruglinu bendir svo til þess að Bretar og Hollendingar séu að missa niður um sig af ótta við mörlandann og munu trúlega áður en lýkur borga okkur fyrir að láta sig í friði, þá fer ekki hjá því að skapið sé enn betra en vanalega. Ekki skemmir svo fyrir að mestöll Evrópa stendur með okkur sem einn maður, ja nema kannski frændur okkar á norðurlöndunum.
Það var farið í fyrsta útreiðareiðartúr ársins í dag.
Við forstjóri Hestamiðstöðvarinnar fórum ásamt tamningarliðinu sem lagði á þessa þrjá stóðhesta sem eru þarna í tamningu.
Arnar á Borðasyninum, Bakkusi frá Söðulsholti. Dóri á Hágangssyninum Sindra frá Keldudal og Iðunn á Parkerssyninum, Funa frá Dalsmynni
Ég hef aldrei upplifað það áður að vera á ferð með þremur slíkum undir hnakk og við Einar vorum undrafljótir að læra það, að halda okkur og þó sérstaklega hestunum okkar í hæfilegri fjarlægð frá þessum tilvonandi kynbótadýrum.
Hundatamningarnar er stundum dálítið stopular þó verkefnin séu næg og undantekningarlaust liggja þær niðri frá því féð er tekið á hús þar til talsvert eftir áramót.
Gemlingarnir sem fá alltaf nokkrar kennslustundir í því að átta sig á að það eru hundarnir sem ráða voru settir út í dag.
Það er nokkrum vikum fyrr en vanalega sem er bein afleiðing af góðu tíðinni.
Snilld kom þeim á tamningarsvæðið og síðan var skipt um og Dáð sótt.
Þær voru hreint ekki áhugalitlar eftir þetta langa jólafrí en fljótar að ná áttum.
Þetta er hefðbundin staða í tamningarvinnunni. Nemandinn í vinnunni og Vaskur fylgist með álengdar tilbúinn að grípa inní ef þörf krefur, stundum fyrr en það er önnur saga.
Virðingarskorturinn er mikill hjá gemlingunum til að byrja með en nokkrum sek. eftir að þessi mynd var tekin voru nokkrir búnir að átta sig á alvöru lífsins.
Vonandi helst blíðan jafn lengi og íslendingar endast við að bulla sig frá vandamálunum.
10.01.2010 11:52
Folaldasýning og " Dalsmynnisræktunin."
Það voru skráð 78 folöld til leiks á folaldasýningunni í Söðulsholti gær, svo til öll af Nesinu.
Fyrir minn smekk er þetta of mikill fjöldi bæði fyrir áhorfendur og dómara, þó aðstaðan í Söðulsholti sé afbragðsgóð fyrir svona sýningu.
Þarna var hvert folaldið öðru flottara og dómararnir ekki öfundverðir af hlutverki sínu en langflest folöldin voru að fá um 65 stig eða meira.
Dæmt var eitt folald í einu og þó skiptingarnar gengju hratt fyrir sig tók þetta óneitanlega talsverðan tíma.
Þar sem ég er búinn að selja helminginn af folaldsframleiðslunni, mætti ég aðeins með hann Dökkva minn til leiks.
Hann er undan Von frá Söðulsholti, sem er komin í beinan kvenlegg frá henni Perlu eldri frá Dalsmynni. Það var vígaleg reiðhryssa og síðar stóðmeri karls föður míns, undan Glófaxa frá Stykkishólmi.
Undan Perlu var aðalreiðhesturinn minn til margra ára, Stígandi. Hann var mikill trukkur, fangreistur, flugrúmur á brokki og tölti og harðviljugur. Blessuð sé minning hans.
Dökkvi átti góðan dag í höllinni og kom eiganda sínum nokkuð á óvart þegar hann vann folaflokkinn og var síðan kosinn folald dagsins af áhorfendum.
Dökkvi er undan afrekshestinum Eldjárn fráTjaldhólum.
Þarna mættu svo til leiks fyrstu folöldin undan Funa frá Dalsmynni en hann er sammæðra Dökkva.
Hér er nafni minn hann Svanur Funason frá Minni Borg.
Og Frami Funason frá Minni Borg.
Kannski að gamla merin mín hefði átt að vera tekin í folaldseignir fyrr?
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334