Byggræktin.

Hér hefur verið stunduð byggrækt frá árinu 2004.

  Nú eru ræktaðir árlega 15-20 ha sem sjá búinu fyrir 40-50 tonna ársnotkun þess á þurrkuðu byggi. Hér í Eyjarhreppnum er 5 bænda hópur sem rekur sameiginlega þurrkstöð fyrir uppskeru þeirra en sáð er árlega í um 100 ha + á vegum þessa hóps. Þurrkað er að verulegu leyti með heitu vatni en hægt er að skerpa á hita með olíu ef mikið liggur fyrir í þurrkuninni. Sáning og þresking er unnin af verktaka en bændurnir sjá um jarðvinnsluna með tækjum sem þeir eiga sameiginlega.


31 júlí 2010. Verið að endurrækta tún. Þessi voru plægð s.l. haust.


 Sama spilda 31- 07



  Þreskivélin er í eigu eins félagans og er á hektaragjaldi við þreskinguna. Hún er á aldrifi og stærstu dekkjum sem hægt er að koma undir hana. Það dugar samt ekki í verstu tilvikunum.




 Komið með byggfarm í þurrkunarmóttökuna. Tvo svona vagna þarf í þurrkarann í eina þurrkun.



 Hluti skemmugólfsins er útbúinn með loftræstingu til að halda bygginu fersku þegar meira berst að en þurrkarinn annar. Hann er að afkasta um 18 tonnum á sólarhring.




  Það var stór stund í sögu byggþurrkunarinnar þegar fyrsti fóðurflutningabíllinn var lestaður með 14 t. af óvölsuðu byggi til væntanlegs stórkaupand.



 Byggið er valsað með afkastamiklum traktorsknúnum valsara.



 Það er valsað niður í móttökuþróna og fer síðan aftur upp í sílóið yfir dyrunum.


Síðan er það sekkjað til sölu eða heimanota. Vigtunin fer fram við afhendingu.



  Það kallar á viðbótarræktun að vera með 15- 20 ha. í byggökrum. Hér er verið að vinna land undir akuryrkjuna. Þurrkun lokið, búið að plægja landið og verið að ryðja út ruðningum..

Sjá myndaalbúm. http://dalsmynni.123.is/album/default.aspx?aid=113212
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581756
Samtals gestir: 52780
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 02:57:58
clockhere