03.07.2008 14:56
Fyrsti göngudagur - Stafafell að Eskiskála.
Göngubrúin við Einstigi, 95 m löng, en traust.
.
Hvannagil, hér hófst litadýrðin.
Við vöknuðum eldsnemma, morgunmatur, smurt dagsnesti og allt gert klárt. Hópurinn mætti síðan allur í kirkjuna og fararstjórinn kynnti sig til leiks. Hann heitir Gunnlaugur, er frá Stafafelli og því öllu kunnugur. Hann sagði okkur sögu kirkjunnar og stiklaði aðeins á stóru um ferðina. Göngumenn kynntu sig, þetta voru 8 hjón, við Sif og fararstjóri, alls 19 manns og aldurinn frá 35 og upp í 60. flestir svona 50+. Smábreyting var á dagskránni. Í stað þess að gista 2 nætur í fyrri skálanum (við Eskifell) yrði bara ein nótt þar og þá 3 í Múlaskála. Það þýddi líka það að nestið yrði ekki farið að léttast eins mikið þegar farið yrði niður Illakamb. Sumir göngumanna litu skelfingu losnir hver á annan því það höfðu ekki gert sér grein fyrir að ganga yrði með allt á bakinu þann spölinn. Í ljós kom að nokkrir voru með kælibox og stórar töskur sem henta ekki mjög vel ef ganga þarf e-ð að ráði. Gunnlaugur fullvissaði alla um að þetta yrði ekkert mál og var svo sannfærandi að við tókum öll gleði okkar. Öllum farangri, bakpokum, kæliboxum, svefnpokum og sameiginlega matnum var staflað í rútuna sem myndi trússa það í Eskifell. Dagpokar settir á bakið og gangan hófst. Veðrið gott, sól, aðeins gola. Þarna var gengið um Austurskóga sem ná niður að ánni og þar hafa risið margir sumarbústaðir sem við sáum reyndar ekki nema í fjarlægð. Mér skilst að Öddi sem gædaði þá Svan og félaga í sleppitúrnum eigi einn slíkan þar. Í Hvannagili sáum við svo líparít í þessum ótrúlegu litbrigðum sem við áttum eftir að kynnast betur næstu daga. Við Sif vorum farnar að hafa örlitlar áhyggjur þegar komið var fram undir 12 og engin nestispása tekin enn. Bæði var það tilhugsunin um allt nestið sem við kæmumst ekki yfir að borða og líka vorum við komnar í þörf fyrir smá stopp. En það lagaðist og reyndar voru alla dagana tekin góð stopp, bæði til næringar og hvíldar og einnig til að taka myndir. Myndefnið þarna er heldur ekkert slor. Ég var ekki með myndavél, það var Sifjar deild. Þegar líða tók á daginn og göngumenn vildu fara að fá upplýsingar um vega og tímalengdir í skála, kom í ljós að fararstjórinn er lítið fyrir tölulegar staðreyndir og átti það reyndar til að tala um "stærðfræðinga" með sérstökum tón Hann taldi þó að það væru svona u.þ.b. 8 km eftir. Þegar gengið hafði verið í 2 tíma var annar sem spurði og þá voru tæpir 8 km eftir. Hættu menn nú að spyrja um vegalengdir og vildu fá tíma. Þá var eftir hálftími að brúnni við Einstigi og þaðan hálftími að skála. Tóku menn gleði sína við þetta og örkuðu áfram og nú mest á eyrum Jökulsár. Eina smá sprænu þurfti að vaða, mjög hressandi fyrir þreytta fætur. Reyndar gerði IngiS sér lítið fyrir og gekk á vatninu eins og Jesús forðum. Eitthvað lengdist hálftíminn að brúnni og við frekari eftirgrennslan sagðist Gunnlaugur miða við hópa með eðlilegan gönguhraða. Þetta sló að sjálfsögðu á allar frekari spurningar um tíma og vegalengdir. Reyndar vorum við svo heppin að Ingvar frá Grenivík, en hann og Inga kona hans voru unglingarnir í hópnum, var með GPS tæki sem gaf okkur allar þær tölulegu staðreyndir sem þörf var á. Loks var komið að brúnni, sem er glæsileg 95 m hengibrú og það traustleg að meira að segja ég gekk óttalaus yfir. Reyndar var þessi fyrsti dagur ekki slæmur hvað lofthræðslu snerti. Í skála var komið um 7 og samkvæmt GPS höfðu þá verið gengnir 18 km. Við látum meðalhraða liggja milli hluta. Rútan beið okkar þar með allan farangur. Reyndar þurfti að koma bíll úr byggð til að gefa henni start seinna um kvöldið. Gunnlaugur galdraði fram humarsúpu sem sló allar aðrar út og brauð og salat fylgdi með. Það voru reyndar allir komnir meða matarást á honum þegar gönguferðinni lauk, jafnvel hörðustu grænmetisætur áttu það til að smakka kjöt. Meira um það seinna. Menn fóru svo snemma í svefnpokann enda flestir orðnir þreyttir.
03.07.2008 12:38
Gönguferðin á Lónsöræfum
Fimmtudagurinn rann upp, nú varð ekki aftur snúið og foreldrarnir kvöddu mig með sömu orðum og Svanur: "Farðu þér nú ekki að voða". Vottur af vantrausti eða hvað? Byrjað að koma við í Lyfjabúð, plástrar, teygjubindi (hnéð), sólvörn og þess háttar. Síðan í Ríkið, koníakspeli (afar mikilvægt að kvöldi dags að fá sér 1-2 tappa) og svo var stefnan tekin á Bónus á Selfossi. Við vorum ekki mjög fagmannlegar við innkaupin, en markmiðið var að kaupa alls ekki of mikið því við vissum að allan okkar farangur yrðum við að bera niður (og upp) Illakamb og bara nafnið var ógnvænlegt. Samt vildum við alls ekki verða svangar og það er nauðsynlegt að borða vel þegar verið er að ganga. Við vorum sammála um ágæti súkkulaðis og 5 Síríuspakkar fóru niður, einn á dag. Það kom í ljós að 3 hefðu nægt. Nóg af þurrkuðum ávöxtum, bollasúpur og Svissmiss pakkar, harðfiskur, flatkökur og rúgbrauð, kæfa og annað álegg. Súkkulaðirúsínur, hnetur, orkustangir og núðlur. (Okkur finnst reyndar báðum núðlur vondar, en þær eru léttar.) Núðlurnar urðu svo eftir í Múlaskála og annað það af nestinu sem geymist. Það kom svo í ljós að við vorum með allt of mikið af öllu. Síðan varstefnan tekin á Stafafell og ekið sem leið lá. Lentum í þvílíkri úrhellisrigningu í Rangárvallasýslunni að það runnu lækir eftir veginum og rúðuþurrkur höfðu ekki undan. Sem betur fer stytti upp og komið besta veður þegar komið var framhjá Vík í Mýrdal. Við vorum komnar að Stafafelli um áttaleytið, þar áttum við pantað svefnpokapláss. Kvöldið fór í að raða farangri í stóru bakpokana og ákveða hvað ætti að fara í dagpokann. Þarna hittum við líka nokkra væntanlega göngufélaga. Kirkjugarðurinn var skoðaður, afar vel hirtur. Sif lyfti upp krossviðarplötu í einu horninu og þá blasti við nýtekin gröf. Okkur brá aðeins en svo kom í ljós að jarðarför var daginn eftir og því urðum við að færa bílana aðeins frá. Farið var snemma í háttinn til að vera nú klár í slaginn næsta morgun.
02.07.2008 20:38
Allt komið undir kontrol aftur.
Snilld hefur engu gleymt síðan í vetur
Húsmóðirin er heimt af austuröræfunum og fékk þetta fína veður alla dagana. Að vísu varð hún veðurteppt í Vík í Mýrdal á heimleiðinni en það er önnur saga.
Ég sem fylgdist með veðurspám og vorkenndi henni alveg skelfilega í rigningarspánum hefði betur sleppt því.
Við Halla Sif tókum svo daginn í að rífa upp gamlar girðingar og koma þeim í gáminn.
Þetta var svona létt æfing fyrir væntanlegar nýgirðingar en þar eru endalaus verkefni framundan og ljóst að þau klárast ekki þetta sumarið.
Og það var síðan tekin létt hundaæfing en nú þarf að koma sér í þann gír líka ef eitthvað á að verða úr verki í því, þetta sumarið. Einar kom svo í morgunkaffið til að minna mig á hvaða helgar væru fráteknar í hestaferðir.
Þetta sumar verður greinlega alltof stutt í seinni endann.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334