06.12.2009 23:34

Ungfolasýningin í Söðulsholti.

 Stundum finnst manni að hrossaliðið í Söðulsholti eigi sér nú ekkert líf þegar raðað er á hverja helgina eftir aðra námskeiðum eða einhverjum uppákomum.


 Í gær var blásið til ungfolasýningar þar sem kepptu eins til þriggja vetra folar í þeim verðleikum sem sjánlegir eru á ótömdu ungviðinu.

 Þarna mættu 21 stórættaðir gripir hver öðrum efnilegri.

Mest voru þetta vígalegir brokkarar, en þarna sáust þó talsverðir töltarar og einstaka greip á öllum gangtegundum,.


Ég er alltaf veikur fyrir töffurum eins og honum Sparisjóð frá Hallkelsstaðarhlíð. Hann var í miklu stuði en komst aldrei í sýningargírinn. Trúlega er meiri innistæða eftir í honum en nafna hans.

 Veturgamla flokkinn vann Álfssonurinn,  Ábóti frá Söðulsholti og var hann jafnframt næst stigahæsti folinn í keppninni.

 Það var Dynssonurinn, Dynkur frá Borgarlandi sem vann tveggja vetra flokkinn og var jafnframt valinn fallegasti folinn af áhorfendum.

Þriggja vetra flokkinn vann Parkerssonurinn Funi frá Dalsmynni og var hann jafnframt stigahæsti folinn.


 Sprett úr spori eftir verðlaunaafhendinguna. Fremstur , Illugi , Dynkur. Ábóti og Funi.



 Róbert afhendir verðlaun og Inga Dís fylgist með að hann klúðri ekki neinu.


Eitthvað mikið að hjá þessum náunga að liggja í símanum á svona hátíðisstundum með peninginn í hendinni.

 Funi var tekinn ínn í vikunni og nú tekur alvaran við en farið verður að eiga við hann eftir því sem andlegur þroski leyfir..

Veturinn sker svo væntanlega úr um það hvort hann lendir í reiðhestaflokknum eða í hörðum heimi graðhestanna, þar sem margir eru til kallaðir en fáir útvaldir.

 Já, maður vonar það " besta" .emoticon

Og svo er það folaldasýningin í janúar.emoticon

Á Söðulsholtsíðunni er farið rækilega yfir sætaröðun í aldursflokkum og síðan er fullt af myndum af allskonar glæsigripum.

 

04.12.2009 11:33

Skrámur - Og " besti " fjárhundur landsins !!

 Þó ég geri yfirleitt lítið úr langminni og ýmsum andlegum hæfileikum hundanna er ljóst að fátt kemur Skrámi á óvart þegar hann skondrast hér um svæðið.


      Skrámur fjær, Glókollur nær að kanna heiminn í júní 2003.

  Eftir að hafa fengið að taka rækilega á því víðsvegar í Vesturbyggð í haustönnunum er hann kominn í smá orlof á æskuslóðirnar.



   Einhverntíma þegar ég hélt skammarræðu yfir eigandanum fyrir að hafa ekki nennt að temja hundinn almennilega sagði hann hinn rólegasti. " Þetta er nú  alveg rosalegur karakter."
 
 Síðan hef ég ekki minnst á tamninguna á Skrám, enda ljóst að fyrst Halldóru hefur ekki tekist að kenna Jóa að skammast sín, er það ekki á mínu færi.



 Hér er Glókollur bróðir Skráms sem er búsettur í Blöndudalnum.

 Ég kem þar yfirleitt árlega til að fylgjast með afrekum hans í rolluharkinu.

 Það kom nú samt einhver efasemdarsvipur á mig þegar Sigurður Ingi lýsti því yfir að Glókollur væri besti fjárhundur á öllu Íslandi.

 Eftir að hann hafði rökstutt það nánar, var ljóst að þetta hógværa og hlutlausa mat bóndans var illhrekjanlegt.

 Enda Húnvetningar og sér í lagi Blönddælingar ekki þekktir fyrir að fara frjálslega með staðreyndir.

 Það var því miður enginn heima þegar ég ætlaði að sníkja kaffi þar í sumar.

Svo spurningunni um hvort besti fjárhundur í !" heimi," sé kannski á vappi í Blöndudalnum er því  ósvarað. emoticon



03.12.2009 09:15

Tina á afmæli í dag.


 Nú styttist í að Tina komi sér aftur til Svíaríkis eftir heillanga dvöl í sveitinni.
Þar bíður pípulagningarvinnan eftir henni.

 Undanfarnar rokvikur og nístingskuldinn síðustu dagana hafa ekkert verið að angra hana.



 Henni tókst að velta sleðanum þrátt fyrir mikla reynslu í fjórhjóla og krossaraakstri.



 Og það er ekki nóg með að hún fái bestu meðmæli sem kálfahirðir, heldur tók hún ófáar fæðingarvaktirnar þegar burðarhrinan gekk yfir í fjósinu.


Lotta og Birta eiga sjálfsagt eftir að sakna hennar.


 En það er auðséð á svipnum á Pínu að henni er alveg sama. Enda er Pína bara Pína.

 Aflinn var þó eitthvað tregur, enda fannst veiðileyfið ekki.

 Úr neðri bænum fær hún svo hamingjuóskir með afmælið.emoticon 


 
Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579302
Samtals gestir: 52633
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 09:20:30
clockhere