16.09.2012 20:32

Þverárrétt 2012. fyrri leit.

 Féð var með flesta móti í Þverárrétt í dag en þar var réttað féð úr austurhluta gamla Eyjarhreppsinins eftir leitir á Svínafelli,  Y. Rauðamelsfjalli og víðar i gær.


 Úr leit á Rauðamelsfjalli.

 Það fé sem þarna kemur fyrir er að langmestu leiti frá vinum mínum á Austurbakkanum,
sem ýmist er upprekstrarleyfi fyrir eða kemur í eigin boði.



 Safngirðingin var sæmilega nýtt í þetta sinn og féð vel hvílt fyrir réttarharkið.
 


 Það þarf að reka safnið nokkur hundruð m.  frá girðingu í rétt og stundum hefur gengið á ýmsu en nú gekk allt eins og í sögu.



 Og Bjöggi mættur galvaskur í dráttinn.


 Hér er hringurinn farinn að þrengjast utanum síðustu kindurnar.


 Alltaf sami spenningurinn að reka í rétt en hér halda allir ró sinni.


 Sultuslakir með féð er að koma sér inn.


 Réttarveggirinir eru misjafnlega greiðgengir fyrir féð en þessi hluti réttarinnar er samt enn minna haldið við en öðrum hlutum hennar.



 Aron Sölvi  hélst vakandi í þetta sinn og hér er hann mjög hamingjusamur því Helga í Haukatungu hafði laumað einhverju í munn og báðar hendur á kappanum.



 Og hrossa,bygg og skógræktarbóndinn í Söðulsholti kom að sjálfsögðu ríðandi í réttina með fríðu föruneyti enda sérlegur aðdáandi sauðkindarinnar og óhefts frelsis hennar í lendum skógarbænda.


09.09.2012 21:21

Að heyja í september!!

 Mér finnst að það séu áratugir síðan staðið hefur verið í heyskap í september.

Yfirleitt verið lokað á heyskapinn um miðjan ágúst.

Nú voru hinsvegar eftir óslegnir um 24 ha. af há og breyttir tímar með veðurfar til heyskapar.




 Það varð því að duga eða drepast og þó spáin væri bæði loðin og teygjanleg var þetta rifið niður á fimmtudaginn. Föstudagurnn var svo bókaður í byggingunni og laugardagurinn ætlaður til að koma hánni í plast.

 

 Viconinn sem hefur gengið stóráfallalaust síðan hún flutti lögheimilið hingað á vesturslóð sprakk hinsvegar á limminu á síðustu metrum sumarsins seint á lauardagskvöldið.



    Alvöru græjur  á ferðinni en hér er eimitt draumarúllusamstæða Dalsmynnisbænda.

 Þar sem vinir mínir á Austurbakkanum höfðu verið í erfiðri leit á laugardeginum  með tilheyrandi eftirmálum og myndu rétta, löngu fyrir 1/2 11 á sunnudegi var ljóst að þar yrði vandfundinn bjargvættur til að rúlla og koma í plast þessum 60 - 70 rúllum sem eftir voru.
 Gestur  á Kaldárbakka brást þó skjótt við og mætti bráðsnemma í morgun og það stóðst á endum að rúllun lauk og rigningin helltist yfir.


  Hér er yngri bóndinn að kanna þroskastigið á ökrunum. 

 Það er svo verið að þreskja í sveitinni og nú er það sáðbygg sem verið er að taka áður en næturfrostin skella á. Uppskeran er mikil og það verður allt sett á fulla ferð þegar þornar upp í vikunni þ.e.a.s. ef þetta fýkur ekki allt í n.a. hvellinum í nótt.



 Já , það styttist svo hratt í smalamennskur með öllu sem þeim fylgir.

04.09.2012 21:41

Landskeppni fjárhunda.


 Næstum allt um Landskeppni Smalahundafélags Íslands ef þú smellir  HÉR.




 Hilmar í Móskógum stillir sér og Perlu frá Móskógum upp í úthlaupið en þau unnu unghundaflokkinn.



 Þessi komu austan úr Skaftártungu á námskeiðið hjá Mac Gee og Jón Geir vann síðan B flokkinn með glæsibrag í framhaldinu.



 Heimsmeistarinn í fyrra, James Mac Gee skyldi margvíslegan fróðleik eftir  þegar hann sneri aftur til Írlands eftir að hafa eytt 4 dögum með okkur hér vestra.



 Það koma margir að svona keppni áður en lýkur og styrktaraðilarnir  sem eru Lífland, KS, KB,SS,Jötunn Vélar og Ferðaþjónustan Snorrastöðum o.fl.eiga öll þakkir skilið fyrir rausnarskapinn.

Flettingar í dag: 445
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 435127
Samtals gestir: 40183
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 13:58:12
clockhere