09.05.2012 04:57

Byggið og búsældin.

 Tvisvar til þrisvar í mánuði er farið niður í byggskemmu, valsað, sekkjað og vigtað út 2 - 3 tonn af byggi fyrir búið.


                                                                          Gömul auglýsing úr skólablaðinu Jökli.

Það eru fyrst og fremst kýrnar sem " njóta " þessarar heimaframleiðslu en byggið er notað eins og hægt er, sem kjarnfóður fyrir þær.

Það er hinsvegar þannig samansett að bæta þarf við það steinefnum og þegar kýrnar eru svo komnar í ákveðna nythæð fá þær til viðbótar próteinríkt kjarnfóður.



 Það er stór afkastamikill valsari aftan í dráttarvél sem sér um völsunina en hér er valsað niður í móttökuna og byggið síðan sett aftur uppí síló sem það er svo sekkjað úr.



 Í upphaf byggræktunar var þetta skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum bústörfum, en þegar við vorum á tímabili, farnir að valsa , sekkja og afhenda til sölu nokkur hundruð tonn af byggi, fór af þessu glansinn.  
Nú er þetta með leiðinlegri bústörfum allavega hjá mér.


                                                      Tveggja vikna skammtur eða svo klár í heimkeyrsluna.

 Þessi ræktun er alltaf dálítið mikið lotterí og þegar eru undir 20 - 30 ha. er ekki lengur hægt að tala um þetta sem tómstundargaman.
Ef næst sáðbygg úr heimaræktun og menn geta nýtt búfjáráburðinn í ræktuninni er hægt að minnka tilkostnaðinn talsvert, en þau árin eru samt fleiri sem allt stendur í járnum með afkomuna.


                                                                            Heimabygg spíruprófað.

Þá er bara að gæta þess að vera ekki að skoða tölur með of mikilli smámunarsemi.



 Jarðræktarstörfin eru oftast skemmtileg og fátt gleður augað meira en fallegur velþroskaður akur.
Og ekki skemmir ef uppskeran næst af honum áður en hún fýkur niður.

 En þá eru það gæsir  og gæsaskyttur sem kætast þó skytturnar reyni oftast að leyna gleði sinni..



 Nú er það sáðbygg sem fyrst fór niður farið að kíkja upp í vorkuldana og það verður jafn spennandi nú og ævinlega að fylgjast með því og spá í uppskeruhorfur fram á haustið.



 En þá byrja skemmtilegheitin fyrir alvöru.

06.05.2012 06:01

Sauðburður á hefðbundinni morgunstund.

 Norðanáttin var 0 m. en manni fannst samt kalt að koma út.


Þegar sólin kíkti upp fyrir Rauðukúluna hlýnaði samt strax.



 Þessi var líkleg með að vera að byrja lambsóttina þegar ég laumaðist inn í kaffi. Stundum gerist þetta ótrúlega hratt og hún var svo komin með 2 hrúta þegar ég kom til baka. Ein vinkonan gerði sig svo líklega til að stela a.m.k. öðru frá henni.



 Hér er samt allt komið í rétta gírinn og þó þetta sé ekki 5 stjörnu mun fara vel um þessa litlu fjölskyldu hér, allavega næsta sólarhringinn.



 Gnarrmamman( uppáhaldshrúturinn) bar fyrr í nótt og varr fyrsta þrílemban þetta vorið. Ég hefði nú verið ágætlega sáttur við tvö.



 Hluti af fæðingardeildinni sem er óðum að fyllast.



 Þeim líður svo alveg ógeðslega vel á þurru taðinu yfir nóttina en svo fá þær að sóla sig útivið að deginum þessa sólardaga.



 Gemlingunum er farið að fækka í krónni sinni 4 geldir komnir út og slatti borinn.



 Og það sést ein og ein handfangalaus í hópnum. Það er fötlun sem er svosem ágæt um sauðburðinn.




03.05.2012 20:18

Kvöldganga um myrkviði skógarins.

 Þó Dalsmynni sf..sé aðili að Vesturlandsskógadæminu er það fyrst og fremst eldri húsfreyjan sem ber hitann þungann og svitann af þeirri framkvæmd.

 Hin árlega kvöldganga með frúnni um svæðið var framin fyrir nokkrum kvöldum. (Við mikinn fögnuð hundanna allavega.)


Hálfsysturnar Spes, Díva og Korka ásamt Dáð. ( Spes og Díva undan Dáð. Díva og Korka Tinnadætur.)

 Hér sjást ógreinilega, tveggja ára plöntur gægjast upp úr sinunni ótjónaðar eftir snjóþungan vetur.



Og þessi fura hefur lifað af  veturinn þó ekki sé mulið undir hana.



 Þessi var hinsvegar að kynnast sínum fyrsta alvöruvetri og .................................



 Hér hafa nokkrar furur lifað af slaginn við lúpínuna og mun vel farnast en blessuð sé minning þeirra sem lutu í lúpínurót í þeirri orrahríð.



 Svona leit þessi sami blettur út í byrjun júní í fyrra.



 Skaflinn sem var talsvert hærri en undanfarin ár tæklað það sem eftir var hér illa.



 Þetta í nokkurra metra fjarlægð var eitthvað betur í sveit sett.



 Dáð og Spes bíða svo óþreyjufullar eftir skógræktarúttekt næsta árs.

 Og ég verð náttúrulega að reyna að halda aftur af tilhlökkuninni með þeim.
Flettingar í dag: 792
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 435474
Samtals gestir: 40201
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 19:09:50
clockhere