28.01.2012 12:26

Krosslagðir fingur, og úrkoma í fljótandi formi.

 Nú er brugðið  til betri tíðar eins og einhver sagði og endalaus hlýindi og rigningar í kortunum. Rétt eins og þegar beðið var þurrks á rigningarsumrunum í gamla daga.

 Nú er votviðrið betur þegið og maður situr í hljóðri bæn með krosslagða fingur, andaktugur á svipinn í þeirri von að ekki linni fyrr en allir klaki er af túnum.



 Svona litu túnin út í morgun og svellin sem koma í ljós undan snjónum hafa trúlega verið þarna í um 2 mán. eða svo.

 Gæti sloppið til með kalið ef þetta tæki nú upp núna.



 Þó aðeins hluti af affalli hússins sé notaður undir planið er það eins og lítil vin í eyðimörk skafla og svella a.m.k. þegar slær á frostið og sjókomuna.



 Kemur sér vel fyrir litlu dekurprinsessuna og bræður hennar sem eru farin að skondrast úti þegar viðrar í það.

 
 Það er svo rétt að játa það, að tekið er skýrt fram í ofangreindum bænastundum að algjör óþarfi sé að vera nokkuð að eiga við snjó ofan 100 m. hæðarlínu.

 Óþarfi að vera með einhverja frekju eða óhóflegar kröfugerðir.

26.01.2012 22:36

Eyja og Miklaholtshreppur, fjárhagsáætlun og flókin stjórnsýsla.


 Hér er slóðin á hógværa og látlausa úttekt á stöðu sveitarfélagsins míns í tilefni af fjárhagsáætlun þess fyrir árið 2012. Hér.

25.01.2012 20:03

Nokkrir Border Collie hvolpar til sölu.

 
 Hér er slóðin á upplýsingar um þá.Smella hér.

Flettingar í dag: 793
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579486
Samtals gestir: 52638
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 11:31:18
clockhere