Færslur: 2018 Janúar

25.01.2018 21:52

Góðu genin,- og öll hin.


  Ég hafði hvorki heyrt bóndann né séð en vissi heilmikið um hann þegar hann kynnti sig.

Sama hefur eflaust gilt hjá honum varðandi mig . 

Svona er ísland í dag.

   Bóndinn kom sér strax að efninu. Hann átti hund sem var að verða 8 ára og nú vildi hann fara að huga að endurnýjuninni. 
 Hver væri staðan í hvolpamálum hjá mér. 

  Jú. ég reiknaði með allavega 1 - kannski 2 gotum á árinu. 

  Aðspurður lýsti ég síðan væntanlegum mæðrum. Báðar 3 ára og hefðu ekki gotið áður. 
 Við ræddum fram og til baka um kosti og galla þessarra væntanlegu mæðra,ásamt  ýmsum gullkornum  almennt um ræktunina. Síðan  mælti ég frekar með hvolpi fyrir hann  undan þeirri sem yrði örugglega reynt að para.

 Hann vildi fá skýringu á því. 

Ég spurði hann á móti hvort hann væri ekki á þeirri línunni, að því meira sem haft væri fyrir tamningunni, því betri yrði hundurinn.

   Hefði betur sleppt þessu því nú fékk ég smá fyrirlestur um muninn á þessum auðtömdu aumingjum sem sjaldnast yrðu til neins og alvöru hundum. emoticon 
 Og eins og þið vitið hefur viðskiptavinurinn alltaf rétt fyrir sér.emoticon 

 Ég sleppti því alveg að hampa kenningunni um muninn á grimmd og ákveðni. 
 Sterkri skapgerð og stressi og taugaveiklun o.sv. frv. enda hafa alltaf báðir rétt fyrir sér þegar deilt eru um ræktun og tamningaaðferðir. 

 Tók bara fram að trúlega þyrfti að hafa aðeins meira fyrir sumum hvolpanna úr gotinu sem ég hélt að hentaði honum betur.
  En bæði ættu að verða vandræðalaus fyrir þann sem með kynni að fara
 Við slitum svo talinu fullkomlega sáttir. 

 Þetta er alvörubóndi og spurði því hvorki um verð né skilmála, - enda sleppti hann því að panta hvolp. emoticon 

  Ég var honum reyndar fullkomlega sammála um að það vanti stundum óþarflega mikið af allskonar, í óþarflega marga hvolpa í ræktuninni. 
 Sem endar þá stundum með því að þeir verða ekki til neins. emoticon 

Ósammála honum um allt hitt.emoticon

  Einhvernveginn er það  þannig að þegar ég þarf að eyða meiri tíma í tamningu á einum heldur en öðrum er það undantekingalítið vegna þess að ég þarf að kenna honum eitthvað sem vantar í vinnulagið. 
 Nú eða venja hann af einhverju sem ekki er ætlast til að góður fjárhundur sýni í notkuninni.



 Skessa frá Hæl er dæmi um ágætis fjárhund sem var tiltölulega auðveld og vandamálalaus í tamningu.  



Vaskur sonur hennar er hinsvegar dæmi um virkilega erfiðan hund sem tók langan tíma að temja.
 Gallarnir sem ég glímdi við í honum voru alveg óviðkomandi góðu punktunum sem voru jú fyrir hendi .
 
  Reyndar kunni ég enn minni í tamningunni þá en nú  en það er önnur saga. 

Mér tókst aldrei að halda eftir  undan Skessu afkvæmi sem mér líkað fyllilega við. 

  Skemmtileg tilviljun varð hinsvegar til þess að mér áskotnaðist sonarsonur alsystur hennar.

 Sá hét Tinni frá Staðarhúsum.



 Útaf honum byggist svo ræktunin í dag.

 Svo ég fari nú í hring er Tinni kannski dæmi um að stundum er kannski nauðsynlegt að fara útfyrir þægindarammann til að halda við góðu genunum. 

Garrý er nefnilega betri en enginn.  kominn í annan og þriðja  lið.

 Þegar  búið er að rækta út gallana sem fylgdu honum .emoticon
 

 Korka og Smali frá Miðhrauni undan  Tinna, eru gott dæmi um afbragðs fjárhunda sem voru vandamálalaus og sjálfgerð í tamningu.

 Hálfsystir Korku, Aska frá Miðhrauni sem er sonardóttir Tinna verður svo kynnt til leiks fljótlega.


  Skemmtilegt dæmi um auðtamið öflugt eintak.
 
 Ég hef oft gaman af að sletta því fram að þessi eða hinn sé"góður í hausnum." 

 Von að fólki líki það misvel. emoticon 

 En þegar ég tala um að hundar séu MJÖG góðir í hausnum á ég við sterka skapgerð ( ekkert stress) ásamt fullt af góðum genum sem innihalda vinnulag, áhuga ,ákveðni ( ekki grimmd) hlýðni  og nefndu það bara. Hund sem aðeins þarf að  skilja það sem ég segi honum. þá vinnur hann úr því.

 Enginn má skilja þetta þannig að ég sé að rækta slíka hunda í stórum stíl. emoticon

 Þó markmiðið sé alveg kýrskýrt er leiðin vandrötuð og hlykkjótt.emoticon  

Amen emoticon

 

24.01.2018 15:12

Þessir orðnir ársgamlir :)


Slóð á afmælissjóið .  Smella hér




21.01.2018 20:32

Sweep. Fyrsta got.

Já ,- það er fyrsta gotið undan Sweep.

  Þó fyrstu kindatímarnir í tamningunni segi  ekki alla söguna segja þeir mér samt heilmikið. 

Hef að vísu upplifað veruleg frávik frá vísdómsspánum í báðar áttir en samt emoticon . 
Úr þessu 7 hvolpa goti er ég búinn að temja  6 í viku til 10 daga . 
Á aldrinum 8 - 10 mán.  

 
                                   Rakkarnir í hópnum.

  Ég hafði lagt áherslu á það við  kaupendurna að ég vildi fá þá alveg ferska í tamninguna. 
  Þ.e.a.s. ef hvolpurinn færi að gera eitthvað við fé sem eigandanum líkaði ekki,skyldi hann halda honum frá fénu,- ekki fara að siða hann til. 
 Hvolparnir voru á slæmum aldri þegar fé fór af húsi.4 -5 mán. Flestir komnir með áhuga og sumir þeirra sáust lítt fyrir. 

  Sem betur fór létu þeir oftast duga að hringfara fé slyppu þeir í það og voru dæmi þess að tæki einhverja klukkutíma að koma höndum yfir  þá í verstu tilvikunum. 
 
Eitt slæmt óhapp sem kom upp, var þó einu of mikið. 

   7 vikna gamlir voru þeir atferlisprófaðir. Prófið fór þannig fram að þeim var sleppt einum og einum í rými þar sem ókunnugur maður beið þeirra. 

   Hann lagði síðan fyrir þá nokkurskonar próf í 10 atriðum. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að allir komu hvolparnir vel útúr prófinu og voru ótrúlega líkir. 
 
 Einn hrökk dálitið illa við í síðustu þrautinni og hætti og fór. Þeim hélt ég eftir úr gotinu ( Bokki ).

     Það er skemmst frá því að segja að í fyrstu kennslustundunum varð útkoman eins. 
 
Ótrúlega lítill munur á milli þessarra byrjenda sem höfðu alist upp sitt í hvoru lagi.  

 Allir komnir með talsverðan/mikinn  vinnuáhuga. Alveg stresslausir réðust flestir nokkrum sinnum á kindurnar en hringfóru þær síðan með mismikilli yfirvegun. Sumir eins vítt frá þeim og gerðið leyfði, aðrir nær.

 Allir skemmtilega ágengir við fé og a.m.k 4 þeirra verða trúlega  mjög  ákveðnir.

Og þetta eru allt " harðhausar" . Engin hætta á að þeir forði sér heim þó þjálfarinn sleppi sér og komist upp í háa céið.


   
Þessi er með ákveðnari hvolpum sem ég hef byrjað með. 
 Veður glerharður og yfirvegaður beint framaní ef kindin stoppar á móti honum. 
 Spurning hvernig það þróast .

Slóðin á atferlisprófið hjá honum HÉR 

  Eigendurnir báru þeim nokkuð vel söguna í uppeldinu. Rólegir karakterar, hlýðnir og eyðilögðu alla skó sem þeir komust í auk annarra prakkarastrika emoticon
  Stefnt er að því að ljúka mánaðartamningunni fyrir marslok ef guð og tíðarfar lofar. 
Þá verður auðvitað í framhaldinu  tínt til allt það neikvæða sem komið hefur í ljós  í tamningunni. emoticon

 Nema hvað emoticon

Já. Smá myndbrot af Bokka 6 mán. HÉR

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581649
Samtals gestir: 52779
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 02:13:56
clockhere