Bændur og búreksturinn.


Að búrekstrinum standa gamla settið, Svanur og Halla ásamt Atla Sveini og Guðnýju.



                 Húsfreyjurnar ánægðar með gang mála á folaldasýningu.



 Yngri bóndinn horfir á fréttirnar með hinn yngri bóndinn gluggar í bíblíu sauðfjárbænda.



Stofnað var sameignarfélagið Dalsmynni sf um reksturinn, jörð og byggingar með Atla. Eiga hvorir aðilar 50 % í félaginu.
Sameignarfélagsformið var valið eftir mikla yfirlegu og er það að svínvirka hér.

 Auk hefðbundna búrekstursins er unnið við grunnskólakennslu (Halla),. Tamningar og fleira , (Guðný) og verktakavinnu við girðingar, Svanur og Atli.  Þá er refa og minkaeyðing í Eyja og Miklaholtshrepp unnin á vegum Dalsmynnis sf.

  Tamningar á hundum og leiðbeiningar við þær koma aðeins upp og er greinilega vaxandi eftirspurn eftir tamningu á hundum og tömdum hundum nú um stundir.


  Þarna er verið að kenna nemandanum að reka hópinn á undan sér frá smalanum.
             
  Tækjakostur búsins er ýmist í sameign með öðrum, jarðvinnslutæki, múgavél og rúlluvélasamstæða, eða eign búsins, dráttarvélar, sláttuvél o.fl. en samið við verktaka um sáningu og þreskingu á byggi.

  Sem sagt nóg að gera í sveitinni.


Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581523
Samtals gestir: 52773
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:30:56
clockhere