18.01.2018 21:50

Bonnie ræktunartík.


  Bonnie verður 3 ára í maí. 

Undan Korku frá Miðhrauni og Dreka frá Húsatóftum.

   Ég ákvað í upphafi tamningar að hún yrði ekki seld í bili. 

Yrði tekin í ræktun.

Hún er ISDS skráð, með góða útkomu úr DNA CEA testi og mjaðmamyndun.

   Hún varð svo útundan í tamningarharkinu og vantar dálítið á að hún sé fulltamin.



  Þetta er skemmtileg tík í umgengni, dálítið sjálfstæð en mikill karakter og vandamálalaus . Aðeins svona kaldlynd og er ekki að sækjast eftir óþarfa knúsi.

   Helsti gallinn er að hún er yfirgangsöm við þá hunda sem minna mega sín og veldur því að ég skipti hópnum í lausagöngunni .

   Í vinnunni er hún ákveðin, með góða meðfædda vinnufjarlægð  o. fl. ,-  vandamálalaus í tamningunni. 

  Yfirveguð og öryggið uppmálað. Ekkert stress.

  Ein af þessum týpum sem ég segi að sé með útgeislun  sem virkar.  

  Gallinn við hana er að yfirvegunin  er fullmikil sérstaklega þegar eitthvað er í gangi sem hún heldur að eigi að vanda sig við. 
  Ég  er búinn að vinna hana útúr þessu að mestu. Á síðan eftir að víkka hana aðeins í úthlaupi en það verður lítið mál. 

  Þegar ég valdi Sweep í ræktunina hjá mér, horfði ég m.a. á það að ég þyrfti aðeins að fara til baka með yfirvegunina og hafði Bonnie sérstaklega í huga . 

    Nú sýnist mér að þó Sweep sé með eindæmum viðbragðssnöggur og hraður í vinnu, gefur  hann  afkvæmi sem eru frekar eða mjög yfirveguð. 

 Spurning hvað ég geri í því emoticon

Stefni samt að því að para þau saman á árinu.

Slóð á myndbrot af Bonnie í æfingu. SMELLA HÉR

14.01.2018 22:02

Ótitlað

 Korka nokkur vinnuskot haustið 2016


Sweep. nokkur vinnuskot

11.01.2018 20:08

Hundaannállinn 2017.

 
 Ræktunarplönin sem voru  í  gangi fyrir  árið 2017 gengu ágætlega  eftir. 

   16 jan. skaust fyrsta gotið undan Sweep hérlendis, í heiminn. 

  Móðirin var Frekja frá Ráskukoti sem var leigð í verkið.  Hún er undan  Tinna frá Dalsmynni sem ég met mikils, þó eigandinn sé óþarflega hlédrægur þegar að hólinu kemuremoticon .  

  Frekja hafði verið í námi hjá mér og ég stóðst ekki mátið að sjá hvað kæmu  í ljós ef þau Sweep rugluðu saman genunum. 


                             Sweep að urra á afkvæmin.

   Útkoman var 4 tíkur og 3 rakkar. 

   4 hvolpanna voru seldir með mánaðartamningu eða meira.
 
 Eiganda þess fimmta var treyst til að temja tíkina sína enda í hóflegri fjarlægð til þess að ég gæti haft puttana á verkinu. 

   Sá sjötti var keyptur af einni í topp 10 hópi bestu þjálfara landsins og er í kennsluprógrömmum sem eru víðsfjarri sauðkindinni ( ennþá ).


                                 Bokki snillingur.

   Sá sjöundi skaust aðeins í prufuferð til kunningja en kom svo aftur til föðurhúsanna. Það fer svo alveg prýðilega á með okkur.

   Nú er ég búinn að taka viku til 10 daga prufu á þeim 6 sem fara í kindastússið. Þau eiga svo að hafa lokið mánaðarferlinu hjá mér í marslok. 

   Hvolparnir voru seldir með skilarétti til eins árs aldurs en það eru engar líkur á að reyni á það í þetta  sinnemoticon 


 

 Korka gaut svo 10 ág. 4 tíkum og 3 rökkum. 

   Þau munu trúlega öll koma  í tamningu til lengri eða skemmri tíma. Sumir strax og fyrra gotið verður afgreitt, aðrir í sumar.  


                    Skessa 

  Úr gotinu  hélt ég eftir einni tík .  
  
  Svo er það spurningin hversu mörgum systkinum hennar verður skilað af hundfúlum eigendum emoticon.

  Hérna er svo myndbrot af Skessu og Skálm systir hennar rétt að verða 5 mán. Skálm gæti verið klár í tamningu þó hún verði nú geymd eitthvað og Skessa er farin að grilla í ljósið.   Smella hér.


    Í næsta eða þarnæsta bloggi mun ég leggja ( algjörlega hlutlaust emoticon ) mat  á hvernig þessi got koma mér fyrir sjónir. emoticon


Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 788
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 419767
Samtals gestir: 38204
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 04:59:14
clockhere