15.09.2008 14:59
Eldur og brennisteinn
Síðan hefur hver alvörudemban rekið aðra og ljóst að nú þarf að huga að áfallahjálp fyrir þá byggræktendur sem minnst er á í síðasta bloggi.( Þessa með nöguðu neglurnar og baugana.)
Nú er allt að smella saman fyrir smalanir. Rafmagn komið á skógræktargirðinguna og veggirðingu svo gott sem lokið. (Það er eins gott að austurbakkarollurnar sem eru vanar að spígspora áhyggjulausar gegnum" rafmagnsgirðingarnar" séu ekki með veilu fyrir hjartanu þegar þær kynnast þessari. ) En langtímaspárnar eru ekki smalavænar. Það er Hafursfellið sem verður smalað í vikunni en það skiptist í tvö leitarsvæði. Stefnan er sett á fimmtudaginn . Ef vel gengur er hugsanlegt að ná báðum svæðunum en trúlega verður föstudagurinn nýttur líka.
Smalasettið mitt ,Vaskur og Assa.
Smalavestið og talstöðin verða nú skilin eftir heima í þetta sinn.
Síðustu tvö haust hefur þetta svæði verið smalað í foráttuveðri og nú heimta smalarnir almennilegt veður.
Þessvegna standa nú yfir samningaviðræður við veðurguðina.
13.09.2008 20:54
Sumaraukinnn..
Þó manni sýnist stöðugar rigningar í kortununum verður ekki mikið úr þeim þegar á hólminn er komið.
Það af haustinu sem liðið er hefur verið góð viðbót við frábært sumar, og kýrnar sem ekki fara út nema veðrið sé gott, viðra sig daglega. Reyndar var ákveðið að beita þeim á rýgresið sem annars hefði verið slegið í þriðja sinn.
Þar sem þessi spilda er ný fyrir þeim, úða þær rýgresið í sig en þær voru orðnar virkilega fúlar út í rýgresisshólfin sem verið var að skiptibeita þeim á í sumar.
Þó ekki sé kvartað undan veðrinu er því ekki að leyna að við byggræktendur eru orðnir pínu strekktir yfir þurrkleysinu. Núna er hluti akranna orðinn tökuhæfur í þreskinguna og uppskeran virðist góð eða mjög góð. Þeir sem urðu fyrir mesta foktjóninu í fyrra eru því farnir að naga neglurnar og komnir með bauga undir augun.
Og veðurfræðingarnir sýna enga miskunn og bæta gróflega í með rigningarspárnar.
Vonandi er ekkert að marka þá frekar en oft áður.
Nú er sem sagt beðið um 10 daga þurrk. Rétt er að taka fram að það á ekki að vera þurrkur með vindhraða uppá 25 m. sek.
11.09.2008 21:01
Eins mig fýsir alltaf þó.
Við sem sem drögum andann léttar um leið og komið er upp fyrir ákveðna hæðarlínu, verður því oftar litið til fjalls, sem styttist í smalamennskurnar.
Þó verkefnalistinn sé úr öllu hófi reynir maður að stela sér tíma til að hreyfa smalaklárinn aðeins, og hundarnir eru alveg í fantaformi. Smalamennskan sem áformuð var um helgina dregst samt fram í næstu viku því það var fallið á tíma með ýmislegt.
Hér eru í raun smöluð heimalönd bæjanna þar sem jarðirnar ná yfirleitt eins og vötnum hallar á fjallgarðinum. Við Dalsmynningar smölum því okkar land og sjáum um tvær leitir á næstu 4 jörðum fyrir vestan okkur en þær eru allar fjárlausar. Þessar jarðir eiga Hafursfellið( mismikið) og landið kringum það. Hér er um stuttar leitir að ræða 6- 8 tímar eftir því hvað austurbakkarollurnar taka mikinn tíma í sértækum kennslustundum.
Það er síðan á laugardaginn 20 sept. sem aðalleitin í sveitinni fer fram, en þá er smalaður austurhluti sveitarinnar til Þverárréttar, sem haldin er á sunnudeginum.
Sú smölun og réttarhald snýst nánast alfarið um utansveitarfé sem ýmist er upprekstur fyrir í sveitinni eða það kemur sér sjálft í þessa gósenhaga sauðkindarinnar hvar drýpur smjör af öðruhvoru strái.
Í framhaldinu munum við fjöruriddararnir svo halda vel hestaðir í Skagafjörð en þar er stefnt að smölun, réttarhaldi og síðan stóðrekstri til eins hrossabóndans að lokinni Laufskálarétt.Og þá er eins gott fyrir Skagfirðinga að hafa almennilegt veður.
Það er sko ekkert svartnætti framundan þrátt fyrir annríkið ( og afurðaverðið.)
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334