06.02.2009 09:14
Hestasjóið.
Fyrir margt löngu þegar afinn var ungur og sprækur taldi hann sig vera mikinn hestamann.
Enda má segja að nokkrum góðum árum ævinnar hafi hann eytt meira og minna í hnakknum.
Hann áttaði sig nú samt á því um síðir, að honum væri ýmislegt betur gefið, reyndar uppgötvaði hann það töluvert seinna en hans nánustu en betra er seint en aldrei.
Nú þegar norðanbeljandinn og grimmdarfrostið var farið að fara í pirrurnar þá bauð afastelpan í hestasjó.
Hún og amman renndu við á leiðinni úr skólanum og tóku afann með niður í Hestamiðstöð.
Á leiðinni var þeirri stuttu tíðrætt um að nú færi hún alein á bak. Aðspurð um hvað ætti að leggja á var fátt um svör og þegar taldir voru upp líklegir gæðingar var öllu játað samstundis. Þarna virtist öryggi heimildanna álíka og hjá afanum þegar sá gállinn er á honum. Á tímabili voru reyndar öll hross hjá þeirri stuttu, Gloría gamla, en það breytist nú hratt þessa mánuðina.
Nú er maður að verða klár í slaginn.
Hérna er pískurinn afi.
Hestakosturinn reyndist vera hann Glampi gamli, sem er mun meðfærilegri við þetta en í hrossarekstri, þar sem honum hefur stundum tekist að koma blóði rekstrarmanna á hreyfingu og aukið fjölbreytnina í orðavalinu.
Lokaðu svo á eftir mér mamma.
Hérna erum við að velta fyrir okkur að að fara hægatöltið.
Hérna er hún að veifa viðstöddum og afa og ömmu í Snartartungu líka
En þegar sú stutta fór að krefjast þessa að auka hraðann , sagði afinn gott og heimtaði kaffið sitt.
Já, það verður trúlega erfitt að halda dömunni frá hestasýkinni.
Skrifað af svanur
04.02.2009 22:33
Enginn bóndi nema hann berji sér.
Já lífið er ekki alltaf dans á rósum í búskapnum og þótt hann Steingrímur hafi ríkan skilning á erfiðri fjárhagsstöðu a.m.k. 40 % bænda og gefi undir fótinn með að létta okkur áburðarkaupin í vor, er samt sitthvað til að ergja okkur.
Eftir að hafa í mörg ár búið við tiltölulega áhyggjulaust líf hvað það varðar afsetningu nautgripa sem einhverra hluta vegna áttu erindi í sláturhús, brá svo við tiltölulega fljótt eftir andlát bankanna, að neyslan á nauta og kýrkjötinu snarminnkaði, nú eða afsetningin jókst.
Alla vega er aftur gengið í garð gamla biðlistadæmið og nú skráir maður gripi á biðlista og svo líða mánuðir þar til eitthvað gerist. Og það eru aftur endurvaktar grunsemdirnar um að þeir frekustu verði fyrstir (og ég verði síðastur.).
Þær geta verið áhyggjulausar blessaðar ef svo heldur sem horfir. Já enda eru þær það.
Það var svo um sama leiti og kvisast fór að Hraungerðisbóndinn væri á útopnu að stuðla að orkuframleiðslu, sem gæti í fyllingu tímans gert allt olíusull norður af landinu óþarft og kannski Össur í leiðinni, sem ákafur niðurgangur fór að herja á kúastofninn í Dalsmynni.
Þó kýrnar yrðu nú ekki fárveikar , minnkaði nytin umtalsvert og bændurnir voru ákaflega varir um sig í fjósinu og reyndu að komast hjá því eins og mögulegt var að lenda í hugsanlegri skotlínu ef .....
Sem betur fór voru kýrnar nokkuð tillitsamar með að létta ekki á sér í mjaltabásnum þó aldrei yrði komist hjá óhöppum og skafan og spúllinn alltaf höfð til taks.
Hér var lífið áhyggjulaust. Engin kreppa komin, hægðirnar hjá kúnum í góðu lagi og fylgi ríkisstjórnarinnar í hæstu hæðum.
Og þegar leitað var áfallahjálpar hjá dýralækninum lét hann sér fátt um finnast og taldi svona uppákomu hinn eðlilegast hlut, svona annað til þriðja hvert ár.
Enda hefur hann litla samúð fengið hjá mér í hrakförum flokksins hans undanfarið.
Já, Steingrímur ætlar allt að gera fyrir okkur bændurnar.
En ég er ekki frá því að hann muni fórna hvalnum fyrir stólinn sinn.
Skrifað af svanur
03.02.2009 09:16
Álver , ráðherrar og Múlavirkjun.
Það var orðið niðurdrepandi að fylgjast með dauðastríði fyrrverandi ríkisstjórnar. Blessuð sé minning hennar.
Nú er hinsvegar aftur orðið skemmtilegt í pólitíkinni og veitir ekki af í kreppunni, sem læðist sífellt nær okkur.
Háttvirtur umhverfisráherra lýsti því galvösk yfir, að nú yrðu öll áform um Bakkaálver blásin út af borðinu. Hún hafði samt vit á því að tjá sig ekki um Helguvíkina.
Stuttu seinna var Össur karlinn kominn í loftið og staðfesti það að engin ný álversáform yrðu tekin inn. Hinsvegar myndu gömlu áformin halda sínu striki, Bakki og Helguvík. Manni fannst allt í einu eins og biðröð fjárfesta stæðu utanvið þessi ráðuneyti með álver á heilanum sem þyrfti að drífa upp þessa 80 daga sem þetta stjórnarsamstarf mun vonandi standa.
Og þar sem fréttahaukarnir vita út á hvað lifibrauðið gengur var ekkert verið að hrista rykið af nokkurra daga gamalli frétt um að allar álversframkvæmdir væri í frosti vegna skorts á seðlum.
Þó mér finnist Össur oft mikill bullari er hann stundum að skora hátt hjá mér.
Það kom skemmtilega á óvart að heyra það, að hann hefði tekið á sig rögg og gefið út virkjunarleyfi fyrir Múlavirkjun. Sú framkvæmd er sláandi dæmi um allskonar mistök nánast allra sem komu að virkjanaferlinu. Nú er hún hinsvegar búin að ganga í tæp 4 ár . Það höfðu farið fram rannsóknir á lífríki virkjanasvæðissins áður en framkvæmdir hófust og síðan hefur svæðið verið vaktað af færustu lífríkisfræðingum og ekkert komið uppá enn, sem gefur ástæðu til inngrips vegna breytinga á svæðinu. Virkjanaleyfið er til 5 ára og skilyrt með áframhaldandi vöktun og úttekt á þessu öllu fyrir endurnýjun leyfisins.
Straumöndin gefur svæðinu dálitla sérstöðu. Þó ég viti að" alvöru "umhverfissinnar gefi lítið fyrir álit manns sem gjörþekkir þetta svæði er ég samt þeirrar skoðunar að skilvirk refa og minkaeyðing, sveitarfélagsins áratugum saman vegi miklu þyngra í tilveru fuglalífsins en flest annað.
Gerum þetta svæði að þjóðgarði með tilheyrandi friðun og sjáum hvernig fer fyrir fuglum himinsins.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334