30.07.2019 21:27

Seigur 12 mán.



Í síðasta gotinu undan Sweep vakti einn rakkinn fljótlega athygli mína vegna ýmissa hluta.

 Það var t.d.ekki nóg með að hann færi langfyrstur að brölta útúr gotstíunni heldur hélt hann því áfram með ótrúlegri seiglu og útsjónarsemi,eftir að ég fór að vinna í því að halda honum inni.
 
     Þegar hann klifraði svo að lokum yfir metersháa möskvagrind setti ég loksins fjöl á brúnina til að loka málinu.??

    Ég hafði ákveðið að láta alla rakkana en á síðustu metrunum stóðst ég ekki mátið, skírði hann Seig og hætti við söluna á honum. Í gær héldum við svo upp á ársafmælið hans með videóinu hér fyrir neðan. 

   Seigur er hundur sem myndi henta mér ákaflega vel. Áhuginn alveg í efri mörkunum,harðskeyttur og fylginn sér. Þar sem ég er ofhaldinn af góðum hundum er Seigur taminn með það í huga að einhver sérvalinn muni njóta krafta hans í framtíðinni.

 Slóð á hann í æfingu á 12 mán. afmælinu   Smella hér.

14.05.2019 04:52

Sauðburður 2019


Það er stafalogn. 8 gr. hiti .Skýjað og rennblautt á eftir rigningu gærdagsins.



 Klukkan er 3.15  þegar ég geng að fjárhúsunum við háværan nætursöng fuglaflórunnar.  
  Eina hljóðið sem berst á móti mér þegar inn er komið er kumrið í nýbornum mæðgum sem eru að leggja lokatungu á.að þrífa lömbin sín.


 Farið að síga á seinni hluta sauðburðar sem hefur gengið mjög vel.
Tíðarfarið er svo alveg frábært . Munur eða martröðin fyrir ári.emoticon

Kominn gróður og ekki seinna vænna að fara að drífa féð út.


                   Þessar fara út í dag. 

  Það er klaufsnyrtingin ásamt smákulda eða svona kælingarkasti sem hefur hægt á okkur við það. 
  

  
  Ekki seinna vænna því nú er húsrýmið fullnýtt þetta árið.emoticon

Nú liggur fyrir að gefa lambfénu miðnæturgjöfina, hálma og fara yfir brynninguna. Síðan er notaleg kaffipása ef þær óbornu leyfa það.



  Já , þetta er svona morgun sem 20 mín. kríunni er  sleppt.emoticon



  Tamningahópurinn hefur verið í þriggja vikna fríi. Nú fer því að ljúka því taka þarf smátörn í heimahundum. Nokkur sem verið er að leggja lokahönd á, áður en þau hverfa á vit nýrra ævintýra.emoticon  
 

10.02.2019 20:55

Tamningar og tíðarfar.

Eftir einmunatíð í tamningarnar fram að áramótum skipti um og síðan hafa snjóalög og ótíð slegið á alla útivinnu, nema í gerði við fjárhús.

  Inniaðstaðan og gerðið nýtast vel í frumvinnuna en svo vil ég komast út á víðan völl með framhaldið. 

   Sem betur fer er stutt að senda heim í námsfrí það sem ég er með þessa dagana. 

   Svo er bara að bíða eftir betri tíð með blóm í haga eða þannig.

  Systkinin  sem ég hélt eftir úr síðasta goti eru komin vel af stað þó þau séu ekki nema sjö mánaða.
 Þau eru tamin með það fyrir augum að lenda hjá fólki sem ekki er vant mikið tömdu.

 Engin keppnistamning á þeim emoticon

    Sem betur fer eru þau bæði með yfirvegað vinnulag , skemmtilega ágeng/ákveðin og meðfærileg á allan hátt.  

  Það er reynt að virkja  þá eiginleika  með lágmarksafskiptasemi  ekki síst vegna þess hve þau eru ung. 
 Þegar alvöru útivinna hefst kemur í ljós hvernig þau bregðast við lengri vinnufjarlægð og þau slípuð meira í takt við það. 

  Til að gera eitthvað í harðindunum prófaði ég svo að vinna með þau saman í dag. 

Hér sést tveggja mín. myndbrot af því.    Smella  Hér.
Flettingar í dag: 1158
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579851
Samtals gestir: 52683
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 16:26:40
clockhere