14.11.2008 22:56

Hundabúrin.

 


  Þegar hundafjöldinn fór að fara úr böndunum varð að gera eitthvað í málunum. Eftir að hafa velt fyrir mér hlutunum, skoðaði ég hundahótelið hjá þeim heiðurshjónum á Bergi  tók nokkrar myndir o.sv. frv.

  Síðan var yngri bóndanum boðið í bíltúr með málbandið og þá fóru hjólin að snúast.

 Efnið í grindunum eru  6mm teinar.Í römmunum er 20 mm. prófíll og 20 mm.skúffujárn  sem milliplöturnar eru felldar inní. Allt efnið var tekið svart (ógalvað) og endað á að grunna það og mála.

  Hundarnir eru mjög ánægðir í þessu og ef koma gestir er þrengt að heimahundunum.
Mín heittelskaða var meira að segja nokkuð ánægð með framtaksemina hjá mér í nokkra daga.



  Dáð litla sem bjó fyrstu dagana í stóru flutningsbúri, kunni aldrei við sig þar. Hún var hinsvegar fljót að fíla þetta búr í botn, enda rúmt um hana, en þetta er gotbúrið. Þar sem nú virðast hundaáhugamennirnir vera að kíkja við hjá mér skellti ég inn myndum í albúm..

  Svo eru náttúrulega allir velkomnir á smalahundakeppnina hér á morgun, laugardag kl  1.

Þar verður trúlega fámennt en mjög góðmennt og það gætu vel sést góð tilþrif í brautinni.
 

  

13.11.2008 23:01

sveitarstjórnarmálin.



    Sveitarstjórnarmennirnir ala með sér margan drauminn, sérstaklega fyrstu kjörtímabilin meðan þeir eru ferskir og ekki farnir að staðna í málunum.

   Einn draumurinn er að lækka álögurnar á samborgarana, annar að auka þjónustuna svo íbúunum líði sem bezt. Þetta fer reyndar ekki vel saman en draumarnir rætast nú heldur ekki alltaf.
 
Nú standa sveitarstjórnarmennirnir/fólkið frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að skerða þjónustuna við borgarana. Sumir komast kannski ekki hjá því að hækka álögurnar líka.
 Óvissan í tekjustofnunum er mismikil eftir samsetningu sveitarfélaganna. Það er reiknað með niðurskurði á ríkisframlagi á jöfnunarsjóð, lækkun á útsvarstekjum, auknum vanskilum o.sv. frv.
 Og eigna/skuldastaða sveitarfélaganna er svo ákaflega misjöfn.

Þetta er verið að glíma við þessa dagana. Fjárhagsáætlun sveitarfélaganna og grunnskólans.

 Eyja- og Miklaholtshreppur er nokkuð brattur, skuldlaus og íbúasamsetningin þannig að kreppan hefur ekki mikil áhrif svona í upphafi. Það verður trúlega niðurskurðurinn á jöfnunarsjóðnum sem mun koma verst við okkur. Samstarfssveitarfélagið um grunnskólann er hinsvegar alvörusveitarfélag, sem mun trúlega finna af  þunga fyrir samdrættinum og snarminnkandi útsvarstekjum og hugsanlega talsverðri aukningu á félagslegu þjónustunni, lóðaskilum o.sv. frv.

  Það er kannski ekkert stórt farið að gerast í uppsögnum og samdrætti en menn eru samt farnir að bretta upp ermarnar og brýna niðurskurðarhnífinn, því það er nokkuð ljóst hvert stefnir.

  Við erum að læra það nokkuð hratt þessa dagana , óbreyttir og sveitarstjórnarmenn og það gengur ekki að líða áfram gegnum lífið og eyða meira (mun meira) en við öflum.

  Það er samt talsvert í  að við sjáum niðurstöðuna á því, hvað þeir félagarnir, Sigurður  Einarsson,  Björgólfur og Jón Ásgeir eru búnir að gera okkur.emoticon 
 

 

11.11.2008 23:07

Túnin lituð í svörtu!


  Við feðgarnir bitum á jaxlinn og bölvuðum bæði hátt og í hljóði rokinu í gær. Við létum okkur samt hafa það að dreifa mykjunni enda gert ráð fyrir nýtingarleysi á köfnunarefninu á þessum árstíma.  Austur á Selfossi stóð alvörudót til niðurfellingar á mykju sem hefði virkað vel og okkur stóð til boða,( hefði  kostað alveg fullt af tíuþúsund köllum) en það hefði orðið dálítið mikið fyrirtæki að koma því í kring. Miðað við áburðarverðið og toppnýtingu mykjunnar verður þetta samt áhugaverður kostur í framtíðnni.



  Við notuðum því gömlu aðferðina og keyrðum út með litla dreifaranum okkar
Jóns (5 t.) og leigugræjunni frá Magga í Ásgarði ( 15 tonna).

    Það er talsverður afkastamunur á þessum tækjum. Það er svo alveg ótrúlega magnað að 150 ha. vélin með 15.000 l. í tanknum fer betur með grasrótina á túnunum en sá 60 ha. með 5000 lítra mykjutankinn. Enda er fyrrnefnda samstæðan á stærstu dekkjum sem hægt er að troða undir hana.
  Í kvöld var svo komið á milli 5-600 tonn af dökku litarefni á megnið af túnunum og nú eru allar stórrigningar illa séðar í bráð.

   Túnflötin sem hentar fyrir fjárhundakeppnir var samt skilin eftir ólituð, ef Þóra skyldi skella á keppni næsta laugardag. 



  Og þarna erum við Vaskur að velta fyrir okkur hvernig eigi að landa íslandsmeistaranum 2007.
 
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581523
Samtals gestir: 52773
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:30:56
clockhere