20.11.2012 20:06

Fjárgeymslan fyllt af lausafé.

 Á meðan stór hluti landsins er undirlagður illviðrum og snjó erum við allavega lausir við snjóinn.

 Fullorðna féð hefur haft það ágætt úti meðan verið var að klamra saman vetrarhíbýlum fyrir það.

 Nú var helgin tekin í að taka inn , klippa og vígja eitt og annað í fjárhúsunum.

 
 Hér bíða þær þess að komast í hendurnar á ærsnyrtinum, til vinstri grillir í Atla Svein að raða saman seinni gjafagrindinni.



 Steinar Haukur gerði sér grein fyrir því, að nú yrði að vanda sig í nýjum húsakynnum og gerði það svikalaust.



 Hér er gjafagrindin vígð. Þetta er endurbætt útgáfa af sérhannaðri grind sem var fyllt af traktor með rúlluhníf. Þessi er einföld og látlaus, enda  komið á daginn að hún svínvirkar.



 Ég sá ekkert merkilegt við þessa mynd, en eftir að hún villtist inn á fésið komst ég að því að þetta væru spikfeitar rollur og læraholdin á sumum væru sérlega áhugaverð.



 Þær báru sig nokkuð vel í nýja húsnæðinu í dag þrátt fyrir hávaðarok og drullukulda utandyra.



  Sem betur fer kemst hjörðin ágætlega fyrir í húsinu þrátt fyrir að hún væri stærri en ég hélt og ágætt að vera svo fjáður að vita ekki stöðuna á lausafénu.



 Það eru gerðar mjög ákveðnar kröfur í lífgimbravalinu en lágmarkið í lærastiguninni er þó enn 17.5. Vonandi verður hægt að hækka það uppí 18. næsta haust .( 7-9-13)
 Ef smálambið t.h. væri ekki í ullinni, sæist trúlega hvernig þetta leit út fyrir einhverjum áratugum.



 Já, nú er bara að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga meðan að þessi illviðrakafli er að hrista úr sér ólundina.

Flettingar í dag: 2186
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430165
Samtals gestir: 39758
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:41:23
clockhere