Færslur: 2018 Febrúar

20.02.2018 20:01

Fósturtalningin og ræktunarmarkmiðin.

    Eins og í fjárhundaræktuninni eru markmiðin skýr í sauðfjárrækt og þar er frjósemin alls ekki undanskilin.

 Í fjárhundadæminu er ég að vísu allsráðandi en talsvert vantar uppá það í sauðfénu sem betur fer  emoticon

En takmarkið í frjóseminni er semsagt að gemsarnir séu allir með einu en restin með tveimur. 

  Ekkert einlembu eða fleirlembukjaftæði í þeim markmiðum.  

   Það er hinsvegar einhvernveginn þannig með þessi ræktunarmarkmið að þar liggja vegir til allra átta og vandratað á þann rétta .emoticon


 
Bubbi kom semsagt að telja á dögunum. Það gekk  fljótt og vel og niðurstaðan var þessi.


  
Oft verið verri  og heildarmarkmiðið hjá þessu fullorðna nærri lagi en allt í klessu hjá gemlingiunum.



 Þessi prímadonna fór í jólafrí til vina minna á Austurbakkanum til að auka líkurnar á einhverju skrautlegu. 
 Þrjú þar, svo ávöxtunin er góð  á lausafénu þeim megin .

 Og svei mér þá ef maður komst ekki aðeins í sauðburðarfíling þegar ég fletti framhjá þessari mynd í albúminu.



 En lægðin  sem nálgast okkur á ofurhraða þessa stundina
 mun örugglega koma mér niður á jörðina hvað það varðar í fyrramáli. emoticon

01.02.2018 20:35

Að kenna flautuskipun.


 Ég er búinn að fá 3 fyrirspurnir/spjall um flautuskipanir á nýbyrjuðu ári. 

Sem er talsvert meira en á öllu síðasta ári emoticon.

   Ég er  hættur að kenna  söluhundum eða því sem ég tem fyrir aðra, skipanirnar nema sé sérstaklega beðið um það.

 Fékk  einhvernveginn á tilfinninguna að það nýttist ekki sem skyldi emoticon

  Byrja svo ekki á flautunni fyrr en töluðu skipanirnar eru komnar vel á veg.

  Eftir að ég fór að nota bendingar /táknmál allrafyrst í tamningunni er þetta hinsvegar mjög auðvelt og fljótlegt, þó þarna eins og í allri þjálfun sé það æfingin sem skapar meistarann.

 Stjórna semsagt með bendingunum ásamt flautinu til að byrja með.

  Fyrir þá sem eru að velta þessu fyrir sér set ég hér inn myndband af æfingu frá síðasta vetri.

  Þarna er ég að æfa stopp, hægri og vinstri ásamt nær skipunum. 
 Á fulltömdum hundi sem stjórnað er með flauti er svo bætt við ýmsum blæbrigðum. 
 T.d. hægja á þeim niður í mismikinn hraða með misháu stoppflauti.s.frv. 

Á myndbandinu er sýndur tími  tvö í flautukennslu. 

 Nem. náði stoppflautinu og nær flautinu mjög fljótt sem gerist oftast. 
Hinum skipununum var stjórnað með bendingum ásamt flautunni. 

 Og þó  ég geri þetta svona og nota þessa tóna, þá er ekkert sem segir að aðrir geri þetta ekki öðruvísi og miklu betur emoticon .

Gjörið þið svo vel. HÉR
  • 1
Flettingar í dag: 337
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581800
Samtals gestir: 52781
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 03:19:13
clockhere