04.01.2010 23:36

Úr jólagírnum í gönguferð- myndir.

 Það er alltaf erfitt að koma sér í gírinn eftir hóglífi jólanna.

Þeim var slúttað í gær með Reykjavíkurferð þar sem kíkt var á 3 útsölur, borðaður síðasti veislumatur jólanna hjá tengdó og síðan var endað í Háskólabíó  þar sem Tenórarnir þrír, ásamt fjölmörgum öðrum listamönnum buðu upp á menningarveislu í hæstu hæðum.



 Svona var útsýnið af hlaðinu í Dalsmynni þegar lagt var af stað í bæinn um tólfleitið í gær.



 Hér eyddi móðir mín mörgum næturstundum um miðja síðustu öld. Það hefur trúlega verið kærkomin tilbreyting fyrir hana frá daglegu baráttunni.


 Hér er það tengdadóttir hennar sem er að byrja á stórfelldri nytjaskógrækt og eflaust má segja um þetta ungviði hér að mjór er mikils vísir.



 Um svipað leiti og mamma plantaði í Hlíðartúnsbrekkunni var hér byggð, trúlega ein af dýrari heimilisrafstöðvum á landinu. Hún virkaði samt aldrei eins og vonir stóðu til.



 Það fer lítið fyrir Núpánni en mikið fyrir frábæru veðrinu sem hefur verið til mikillar fyrirmyndar
síðan fyrir jól. 

 Þar sem þetta blogg er að þróast mjög undarlega, er trúlega ráðlegast að stoppa hér.emoticon

03.01.2010 09:58

Hin árlega icekrosskeppni.

 Á meðan að hinn háttvirti forseti lýðveldisins lá undir feldi og íhugaði icesavið, hvar hann mun aldrei geta annað en komist að einhverri vondri niðurstöðu, var æsispennandi ískrosskeppni háð á Dalsmynnistjörninni.



 Hér er húsfreyjan í Hrossholti sem setti nú ekkert met í sínum hring.



 Húsbóndinn í Hrossholti  var á öllu betri tíma sem kom honum á pall.



 En Halla Sif var kannski ekki í alveg rétta keppnisskapinu til að taka þetta.



 Eftir því sem ég komst næst var húsfreyjan á efri bænum í öðru sæti, kannski fengið aukastig út á fótaburðinn.



 Það var svo yngri bóndinn sem tók þetta á 24 sek. sléttum. Píla litla er að hvetja hann áfram og Kolbrún Katla var hin ánægðasta með daginn.



Sem vonlegt var.



 Hún tók svo aukahring til að kynnast þessu frá báðum hliðum.



 Halla Sif útskýrir fyrir Aroni Sölva hvað bíður hans næsta ár.



 Svo var sigurhringurinn farinn með miklum tilþrifum en samt staðist  freistingin að missa sleðann í heitavatnsvökina.

Já ískrossinu lokið en trúlega endalausar skelfingar eftir í ákvörðun Bessastaðabóndans.emoticon


 

02.01.2010 16:16

Áhugavert innlegg.

Nú er Icesaveumræðan að ná hæstu hæðum, nú eða botninum.

 Hér er áhugavert innlegg.  Guðmundur Rúnar
Flettingar í dag: 1158
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579851
Samtals gestir: 52683
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 16:26:40
clockhere