Færslur: 2015 Apríl

13.04.2015 19:41

Að hundbeita .........

Einhverntíma í vetur var ég að skruna niður umræðuþráð á sauðfjárvefnum. 

  Við svona skrun hef ég sama háttinn á og þegar ég stúdera hvolpaauglýsingar. Sleppi nöfnum sem ég álít að hafi ekkert til málanna leggja og bæjum þar sem ég tel menn vera að rækta hunda sem henta mér ekki emoticon .

  Eitt þeirra nafna sem ég hef dálæti á,gaf þarna út stutta og gagnorða  yfirlýsingu. " Við hundbeitum ekki forystufé " . ( Spjallþráðurinn snerist um forystufé. ) 

  Ég var að sjálfsögðu algjörlega sammála þessu og gaf mér það að sá sem lýsti þessu yfir væri sama sinnis hvað annað fé varðaði. emoticon 

 Einhvernveginn hefur þetta " comment " eða athugasemd samt droppað upp i hugann öðruhvoru síðan.

 Best að blogga sig frá því.emoticon

 Á aðalfundi Smalahundafélags Íslands í haust var vakið máls á því að í tilteknu sláturhúsi væri fé, tjónað eða hundbitið að verða vandamál.

  Greinilega væru í notkun hundar sem réðust aftan að fénu og bitu.
 
Þetta væri að aukast og líklega þekktist þetta víðar. 

 Þau okkar sem hafa tamið hunda fyrir sjálf sig eða aðra, þekkja vel að talsverður hluti unghunda sækist í að ráðast að fé, í upphafi tamningar. 

 Við köllum þá skæruliða. 

 Mín reynsla af skæruliðunum er sú að það er oftast afar fljótlegt að gera þá að góðum fótgönguliðum.

Þeir læra það svo seinna , að aðeins í þeim til vikum sem kindur ráðast á þá, standa framaní þeim eða þeir eru notaðir til að taka fé við sérstakar aðstæður,sem þeir mega bíta.

      Dáð frá Móskógum var nú ekki sú hugrakkasta  en þetta kunni hún.

  Það er aðeins í undantekningartilvikum sem þetta er vandamál.  Þ.e. að að skæruliðarnir eru algjörlega fastir í hasarnum.

 En það kemur að því að hundarnir þurfa að beita tanngarðinum. emoticon
 
 Ég leiðrétti því skæruliðana ekki fyrir að ráðast á kindurnar, heldur kenni þeim að vinna fjær þeim.

 Þegar þeir eru komnir í 8 - 10 metra vinnufjarlægð er þetta vandamál úr sögunni og reyndar nokkur önnur, 

 Sæmilega eða vel ræktuðum Border Collie á að vera það í blóð borið að vinna svona, svo þetta á ekki að vera vandamál. emoticon   

 Stundum velti ég svo fyrir mér orsökum þess  hversvegna undantekningartilfellin séu svo harðskeyttir skæruliðar. 

  Mín niðurstaða sem er kannski ekki mikils virði er sú, að þarna séu nokkrar ástæður fyrir hendi.
 Sumir ræktendur rugla t.d, saman ákveðni og grimmd sem ég held nú að sé sitthvort genið .

 Það er til dæmis afar líklegt að hundar sem ráðast aftan að fé séu kjarklitlir. 

 Í sumum tilvikum er um einhverja taugaveiklun að ræða sem erfitt getur verið að lagfæra.

 Annaðhvort ræktunargalli eða uppeldi sem hefur lent útaf beinu brautinni.

  Ef hundar eru t.d. mikið bundnir í uppeldi, of lengi samfleytt  við rangar aðstæður,t.d þar sem mikið er um að vera, getur það byggt upp spennu hjá hvolpinum  sem  síðan leiðir til vandræða með ýmsum hætti, o.sv.frv. 

En semsagt. 

 Það virðist vera sem " einhverjum " hluta bænda eða smalanna þeirra finnist það eðlilegur hluti af fjárraginu að nota hunda sem ráðast á fé að tilefnislausu.

 Meira að segja á öfugan enda emoticon

Og jafnvel á forystufé. emoticon.

  • 1
Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581649
Samtals gestir: 52779
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 02:13:56
clockhere