13.06.2014 19:53
Hvolpar til sölu
Efnilegir hvolpar til sölu . 3 rakkar . Hafa fengið fyrstu sprautu við parvo, eru ormahreinsaðir og örmerktir, tilbúnir til afhendingar.
M. Rósa frá Giljahlíð SFÍ no. 2011-2-0035. F. Neró frá Dalsmynni SFÍ no. 2013-1-0018. Móðirin einungis verið tamin í hlýðni og hundafimi (Agility) og er frábær þar. Faðirinn er auðtaminn og efni í ákveðinn, yfirvegaðan,öflugan smalahund. Hægt er að láta fylgja hvolpunum samkomulag við Svan í Dalsmynni um 1-4 vikna tamningu næsta vetur ásamt leiðsögn við uppeldi. Verð 50.000 kr. + tamning. Áhugasamir hafi samband við Guðnýju, Dalsmynni í síma 895 6380
Aron Sölvi með Spuna og Spegil
Aron Sölvi með Spaða og Vilmu ( seld)
01.06.2014 22:46
Sauðfé á fjall og sveitarstjórn kosin
Hlíðin tók vel á móti undanfarahópnum í dag í þokusudda en hlýju veðri.
Þetta er með alfyrsta móti sem ég prófa að setja hóp uppfyrir en svo ræðst framhaldið af því hvort þær tolla innfrá eða leita til baka óánægðar með hvað í boði er.
Mér finnst gróðurinn vera kominn mun lengra en um 12 júní í fyrra þegar ég byrjaði að setja uppfyrir.
Enda líst mér ekkert á hvað styttist í slátt.
Það voru svo framdar sögulegar kosningar í Eyja - og Miklaholtshrepp í gær eða alvöru listakosningar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.
Kjörstjórnin frá v. Jón í Kolviðarnesi formaður. Ingunn í Holti og Guttormur í Miklaholtsseli.
Hér tekur Valgarð í Gröf, kosningarstjóri F listans við seðlinum sínum í byrjun kosningar að öllum formlegheitum loknum.
Kjörstjórnin þurfti að kynna sér rækilega hvernig standa ætti að þessu og gerði þetta allt með miklum sóma.
H listinn Betri byggð fékk 55 atkvæði og 3 menn.
Eggert Kjartansson á Hofstöðum sem er oddvitaefni listans. Atli Sveinn Svansson Dalsmynni og Katrín Gísladóttir á Minni Borg.
L listinn Sveitin, fékk 43 atkvæði og tvo menn.
Þröst Aðalbjarnason Stakkhamri og Sigrúnu Erlu Eyjólfsdóttir á Vegamótum.
Þarna var trúlega slegið þátttökumet því 95 % kjósenda mættu á kjörstað. 99 gr. atkvæði og var 1 atkvæði úrskurðað ógilt.
Þetta verður öflug sveitarstjórn og ætti að geta unnið vel saman að framgangi góðra mála í sveitinni.
Til hamingju með þetta öllsömul.
Skýringin í tilurð listakosningar er í bloggi hér neðar síðan 5 maí.
20.05.2014 04:34
Fjárheimar, mannheimar og fæðingasprengjur.
Nú er komið að þeim tímapunkti í sauðburðinum að maður fyllist áhuga á að fá að sofa svona eins og í nokkra daga kannski.
Þetta er hefðbundið og fer yfirleitt saman við það að allt er orðið yfirfullt á fæðingardeildum búsins.
Það sem er óhefðbundið er að vorið er í þetta sinn frekar sjaldgæf vortýpa og varla hægt að setja út á það á nokkurn hátt þó fullur vilji sé til þess.
Þannig að í fæðingasprengju síðustu daga ,líkt og í mannheimum er útskrifað af skammtímadeildinni þó lömbin séu enn blaut á bak við eyrun, Því elsta er svo rótað út í blíðuna eftir hendinni og allt gengur feykivel.
Þá er skírskotað til álagspunktanna í mannheimum sem koma í eðlilegu framhaldi af þorrablótum og verslunarmannahelgi.
Aðal skandallinn er að einlemburnar voru illa skipulagðar og fyrr á ferðinni en þrílemburnar sem þær áttu létta á með því að fóstra fyrir þær svo sem eins og eitt lamb.
Það er líka smá mínus fyrir geðheilsuna að tvær tvílembur og ein einlemba ( samkvæmt fósturtalningu) voru með eitt lamb í plús sem er óvanalegt hjá okkar glögga teljara.
Samt trúlega vel sloppið miðað við hversu snemma er talið. Þegar vorar svona fádæma vel ganga önnur vorverk líka í takt og nú er allri akuryrkju og sáningu lokið fyrir löngu ásamt skítakstri.
Aðrir áburðargjafar, þessir innfluttu á lága verðinu eru svo í lokatörninni á leið sinni til jarðar og verða væntanlega komnir á sinn stað þegar fer að rigna seinnipart vikunnar.
Hrossaprógrammið gengur þokkalega á bænum og ég komst meira að segja í hnakk í gærkvöldi sem er alveg 10 dögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Enn eitt dæmið um hvað gott vor hefur mikla " meðvirkni " í för með sér
Hér er lokajarðvinnslan í gangi og styttist þá í væntanlegt grænfóðureldi húsmæðranna á saklausum bændunum.
Þessir snillingar koma heilir á húfi úr átökum vorsins enda ákaflega vel af Finnum gerðir. Tæknin og hestöflin eru þó á sitthvoru stiginu hjá þeim bræðrum. Annar svona Harlem útgáfa en hinn tvímælalaust Rollsinn í vélaflota Dalsmynnis fyrr og síðar.
Já, nú er bara að vita hvort sleppitúrinn sleppi fyrir slátt.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334