01.06.2013 23:00

Viðhaldið, hundarnir og hrossin.

Þó rigningin sé ekki óskaveður í girðingarviðhaldið lét ég mig hafa Það að taka tvo tíma
dagsins í Það.



  Yfirleitt flokkast Það ekki undir júníverkin en nú er allt á seinni skipunum.

Það eru nokkrar kindur inni enn, m.a. 3 óbornar.

Og dagarnir eru taldir Þangað til fjallið verður tilbúið að taka við fénu  sem er allstaðar annarsstaðar en Það á að vera, á milli húsvistar og fjallsferðar.

 Þó ég hefði ætlað að humma framaf mér allar hundatamningar yfir sumarið komst ég ekki upp með Það.

 Síðustu tvo dagana hafa t.d. 3 haft samband með hunda, sem Þarf að koma í gagnið fyrir haustið.
 Ég er enginn kraftaverkamaður en hef látið tilleiðast í nokkrum tilvikum að koma hundinum af stað með nokkurra daga betrunarvist. gegn " trúverðugu " loforði eigandans um að hann muni koma sér upp kindum og aðstöðu, og halda tamningunni áfram sjálfur.

 Í gær setti ég upp aðstöðu fyrir nemendurna, byggða á reynslu vetrarins.



 Hér á ég eftir að rúnna betur af hornið með nokkrum grindum en ákvað að láta Smala vígja Þetta með Því að hreinsa úr horninu.



 Hann fékk líka að vígja nýju réttina og honum Þóttu hvorugt verkið neitt sérlega leiðinlegt.

 Sauðburðurinn gekk mjög vel í ár. Vinnuaðstaðan hefur reyndar aldrei verið jafngóð frá upphafi og Þó stundum virtist stefna í óefni vegna Þrengsla var alltaf hægt að leysa Það með smá enduskipulagningu.
 . Þetta er svo í fyrsta sinn sem sónað er hér en ekki Það síðasta. Talningin stóðst mjög vel nema Það komu 3 lömb í bónus úr jafnmörgum ætluðum tvílembum.

 Byggið er að koma á mikilli hraðferð uppúr ökrunum Þessa dagana að vísu um 2 - 3 vikum seinna en síðustu árin en Þá er bara að krosslegggja fingur og leggja nafn guðs við hégóma.



 Og reiðhestarnir sem settir voru á guð og gaddinn í vetur, verða járnaðir eftir helgina og Eldjárnssonurinn settur í tamningu.

 Hvort Það Þýðir að einhverntímann komi á reiðhestana hnakkur í sumar, getur tíminn einn leitt í ljós.


28.05.2013 21:52

Úr einu í annað, - og endað í símanum.

 Hitamælir heimilisins hefur ekki sinnt hlutverki sínu í nokkrar vikur við góðar undirtekir húsbóndans, sem hefur alveg losnað við að ergja sig á svívirðilega lágum hitatölum vorsins.

 
Hann hefði samt gjarnan mátt virka í dag.

 Já Þessi dagur var í alla staði algjörlega frábær.

Logn, hiti og nefndu Það bara.

Og maður hafði ekki við að taka á móti góðum fréttum.

 Loksins var drifið í að koma áburðinum á túnin sem var orðið nokkuð tímabært , allavega Þeim sem eru ekki  aðnjótandi búfjáráburðar.



 Og bankinn minn hafði samband
og kynnti mér síðustu stökkbreytingu búslánsins og svei mér Þá ef ég fer ekki að hafa áhyggjur af bankanum, ef Þetta tekur ekki enda Því nú eru stökkin alltaf í réttu áttina, norður og niður.

 Í framhaldinu samdi ég um launahækkun fyrir hönd okkar bændanna við drottinn allsherjar á heimilinu sem sér um útborganirnar.

 Svo nú er bæði búið að leiðrétta lán og hækka laun og Það án nokkurra afskipta loforðasigurvegara kosninganna.

 Og ég get fullvissað afganginn af Íslendingum um Það, að tilfinningin verður góð Þegar Þeir verða búnir að upplifa efndirnar hjá snillingunum sem unnu loforðakapphlaupið.
 
 Síðan eiga skattalækkanirnar svo eftir að bætast við og fullkomna hamingjuna.

  Þó lögfræðingurinn sem ég hafði ráðið í verkefni fyrir mig, hringdi og gæfi málið frá sér vegna tímaskorts, benti hún mér á annan sem væri góður í málaflokknum svo ég tók gleði minni Þessvegna.
 á ný  
Það var reyndar svo mikið af allskonar öðrum símtölum sem settu mark sitt daginn að á endanum varð meira að segja síminn minn rafmagnslaus.

Það er fáheyrt, Því Þetta er sími með batterý sem ekki er hlaðið nema í mesta lagi tvisvar í mánuði.

Algjör munaður.

 Ég geri 3 kröfur til símans míns, að hægt sé að hringja úr honum , fá símtöl gegnum hann og batterýið endist sem lengst.

 Það er ekki nóg með að Þessi, uppfylli allar Þessar kröfur heldur eru stafirnir svo stórir á skjánum að ég sé Þá meira að segja hjálpartækjalaust..

Hreinn bónus

 En ég skil nú reyndar ekki hvað síminn minn kemur Þessu bloggi við ?

19.05.2013 05:34

Í bljúgri Þökk við almættið.

Það varð enn lengri Þögn, svo sagði konan í símanum.

 Jaaá, og hvað fær maður svo fyrir Þennan pening ? 
Hvað er hundurinn svo farinn að gera eftir mánaðartamningu ?

Hún var orðin hvöss í málrómnum og ég fylltist bljúgri Þakklætiskennd við almættið yfir að konan væri í hinum endanum á símanum , trúlega í nokkur hunduð km. fjarlægð, en ekki á móti mér við borðstofuborðið.

 Hún hafði hringt og spurt hvort ég gæti selt henni hvolp sem ég gat ekki og reiknaði með að Þar með lyki samtalinu.

 Konan vildi Þá fá að vita hvað ég væri að selja hvolpinn á og fullur áhuga á að halda konunni upplýstri lét ég glepjast út á hála braut símaspjalls um hunda.

 Henni Þótti hvolparnir dýrir , já rándýrir og var ekkert að halda Þeirri skoðun fyrir sig.

 Hokinn af lífsreynslu í svona aðstæðum hvarflaði ekki að mér að verja Þessa verðlagningu, sagði reyndar að Þetta væri gjöf en ekki sala, en hún gæti örugglega orðið sér úti um hvolp sem ræktandinn væri tilbúinn að greiða með uppeldinu á.
Með smá heppni yrði sá kannski síst verri en einn frá mér.

 Þar með var sá umræðugrundvöllur brostinn, en Þá spurði frúin mig  hvort ég tæki hunda í tamningu.
 Þegar ég játti Því umsvifalaust spurði hún hvað mánaðargjaldið væri.

Ég sagði henni Það og rétt Þegar hún var búin að ná andanum eftir Þær upplýsingar, bætti ég við að upphæðin væri án vsk.

 Það var Þá sem upphafsorð Þessa pistils urðu til.

Nú var ég farinn að hafa lúmskt gaman af samtalinu og bætti Því í lipurðina við upplýsingagjöfina.

 Hundarnir sem ég fengi í tamningu væru ákaflega misjafnir.

Vel ræktaður hundur sem hefði fengið rétt uppeldi og smá grunnvinnu,  temdist mjög mikið á mánuði og í bestu tilvikunum væri hann tilbúinn í hörku vinnu hjá eiganda sem kynni að fara með hann.

 Lélegt ræktunareintak sem kannski hefði verið látinn afskiptalaus í uppeldinu, fyrir utan að fá að éta reglulega eða kannski óreglulega , og í versta falli skemmdur í einhverju rugli kæmi allt öðru vísi út. Kannski orðinn svipaður eftir mánuðinn og hinn var í upphafi tamningar.

 Mér fannst algjör óÞarfi að láta Þess getið að ég tæki nú reyndar ekki slíka hunda í tamningu.

Þetta virtist slá hinn skelegga viðmælanda minn aðeins út af laginu og eftir að hafa rætt tamningamálin aðeins betur spurði hún mig umbúðarlaust hvort ég gæti tekið tík fyrir hana í tamningu næsta vetur.

 Nú var komið að mér að koksa aðeins á svarinu, en sagði Þó að líklega væri ég fullbókaður , Það gæti samt margt breyst á löngum tíma.

 Niðurstaða samtalsins sem hafði Þróast úr fyrirspurn um hvolpa, í tamningabókanir var sú að spúsan myndi hafa samband í upphafi næsta árs.

 Og mér sem fannst nú nóg komið, gætti Þess að spyrja hvorki um nafn, búsetu né hvaða tíkarkvikindi væri í boði til námsvistar.

 Enda skal Það að viðurkennast að sé svona mál sett í salt í nokkra mán. er Það undantekningarlítið hrokkið endanlega útbyrðis.
Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 435142
Samtals gestir: 40184
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 14:40:51
clockhere