17.10.2010 00:13

Fullt af eðalfjárhundsefnum !!


Það hefur ekki gotið hjá mér tík í rúm 2 ár.

 Ég hef nú ekki tölu á því hversu margir hafa spurt mig um hvolpa á þeim tíma, en ef ég byggi við það að eiga hvolpa á lager væri það dágóður fjöldi sem ég hefði logið inn á saklausa hvolpaleitendur.

 Tíkurnar út af henni Skessu gömlu eru ákaflega frjósamar eins og hún.

9 - 12 hvolpar í goti algengt sem er algjörlega í efri mörkunum..

 Dóttir hennar átti  9 hvolpa í síðasta goti fyrir tveim árum.


  Takið eftir takmarkalausri virðingunni sem þeir bera fyrir blessuðum húsbóndanum. Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar.

Ég er alltaf jafn hrikalega montinn af þessari mynd af hvolpunum úr því goti, því þarna var allur hópurinn búinn að læra að hlýða komuflautinu og að setjast við psssst skipun.

 En svo ég komi mér nú að efni þessa bloggs þá var hún Snilld sonardóttir hennar Skessu að gjóta á dögunum og átti að sjálfsögðu 9 hvolpa. (Tveimur of mikið fyrir minn smekk).



 Og kynskiptingin er ekki í stíl við jafnréttisstefnu okkar íslendinga því niðurstaðan úr margendurtekinni kyngreiningu var 7 tíkur í pakkanum.

Já nú er það spurningin um eftirspurnina í kreppunni????emoticon

16.10.2010 08:09

Bitinn af Fálka !

 Ég lít ránfuglana alltaf hornauga ,yfirleitt flottir en alltaf jafn gremjulegt að sjá þá elta uppi ognæla sér í bráð.

En þetta er samt gangur lífsins.

 Tamningameistararnir  í Söðulsholti voru á útreiðum i gær og ráku þá augun í fugl sem eitthvað var að.

 Þetta reyndist vera vængbrotinn fálki.


                  Kaldur til augnanna og býsna rólegur í þessum framandi aðstæðum.

 Hann var fangaður, komið í búr og að höfðu samráði við náttúrufræðistofnun ákveðið að koma honum í húsdýragarðinn til skoðunar og hjúkrunar.

 Ég var settur í að koma honum úr búrinu í kassann sem við útbjuggum til flutningsins.



 Hann notaði bæði kjaft og klær í þeim gjörningi svo ég er kominn með enn betri tilfinningu fyrir því hvað fórnarlömbin/fuglarnir mega þola hjá honum en áður.

 Fálkanum var síðan komið í hendur lögreglu Borgarfjarðar og Dala í Borgarnesi og þeir áttu síðan að ljúka málinu.

Spurning hvort hann nær heilsu til að komast í loftið aftur til að bögga fuglana mína ?

15.10.2010 09:16

Plægingarprútt og horfnir vinir.

  Plógurinn var settur við í gær og fyrstu 8 hekturunum snúið með stæl á milli mjalta.



 Þar sem gæsaveiðin er orðin einn af tekjustofnum byggræktarinnar verður að gæta að sér í plægingarmálunum.

 Í fyrrahaust var ég með skipulagninguna á veiðimálunum og þá var ekki við neinn að ráðgast þegar kom að plægingunni. Bara að halda eftir bestu ökrunum á endasvæðununum en veiðilendurnur eru tæpir 60 ha. og tilheyra 3 jörðum.



 Í haust er hinsvegar leigutaki með allan pakkann og nú verður sest niður um helgina og plægingin skipulögð með tilliti til veiðimálanna.

 Þessi tilhögun á veiðinni gefst vel. Ég losna við alla vinnuna sem fylgdi samskiptunum við veiðimennina og þar sem hér eru kunnugir menn á ferðinni sem nýta þetta sjálfir, losnum við algjörlega við að gæda veiðimenn inn á akrana á morgnana.

 Því er hinsvegar ekki að leyna að allir vinirnir sem við áttum skyndilega þegar kom fram í ágúst, og út veiðitímann eru ekki nærri eins miklir vinir okkar akureigenda lengur.



 Gæsirnar kippa sér hinsvegar ekkert upp við plægingargræjurnar en hér óróuðust þær eitthvað við vaktarskipti hjá plægingarmönnum.

Þeirra bíður svo erfiður laugardagur.emoticon
Flettingar í dag: 1649
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 580342
Samtals gestir: 52688
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 17:55:03
clockhere