31.10.2010 23:22

Smalahundakeppni á Snæfellsnesi.


Frétt frá Smalahundadeild Snæfells og Hnapp. (Myndir og myndatexti frá síðustjóra.)

Smalahundafélag Snæfells og Hnappadalssýslu stefnir á að halda sína árlegu keppni laugardaginn 6 nóvember ef veður og aðstæður leifa emoticon

Dalsmynnisbóndinn að leggja Vask lifsreglurnar á erfiðri stundu í fjárhundakeppni. Hann gætir þess vel að missa kindurnar ekki úr augsýn meðan á tiltalinu stendur.

Keppt verður í 3 flokkum

Unghunda flokki þar geta hundar fæddir 2008 og seinna tekið þátt, vaninn er að hafa brautina fyrir þessa hunda frekar létta

B flokkur þar hafa allir óvanir keppnis menn og hundar rétt  til þáttöku hugmynd stjórnarinnar er að hafa brautina óvenju létta í þeim tilgangi að sem flesti geti tekið þátt þ.e. reglur verða frjálslegar og ef illa gengur mega menn sleppa vissum hluta brautarinnar og halda áfram að næsta verkefni.
Þetta er tilraunaverkefni til að laða fleirri að þ.e. þá sem eiga kannski fína vinnu hunda en treysta sér og hundinum ekki til að fara í fulla keppnisbraut.

A flokkur þetta er flokkurinn fyrir reynda vinnuhunda og keppnishunda og er þetta erfiðasta brautin þ.e lengra úthlaup og einnig skipting og í þessum flokki verður reynt að fylgja eftir reglum ISDS þ.e. alþjóðlegum reglum .

Þar sem keppni er einnig haldin að Ytra Lóni hjá Sverri Möller höfum við hringt til þeirra sem gætu verið svo harðið að keyra þangað og enn sem komið er hefur engin sagst ætla að fara svo við vonum að við séum ekki að gera einhverjum óleik með þessari dagsetningu og ef svo er þá endilega hafið samband við mig í síma 8466663

F.h stjórnar Gunnar



    Fjárhundakeppni er nú ekki komin svo langt hér, að notaðir séu 6 hundar.emoticon

30.10.2010 12:34

Fálkinn allur .

 Fálkinn sem ég bloggaði um á dögunum, sjá  HÉR reyndist ekki viðgerðarhæfur og sveimar nú um veðursælli veiðilendur þar sem hvorki eru rafmagns eða girðingarlínur að þvælast fyrir honum.

29.10.2010 22:26

Haffjarðará. Ný brú yfir til vina minna á Austurbakkanum.

 Nú er alveg að bresta á brúarsmíð á Haffjarðarána en á einhvern óskiljanlegan hátt fannst alltíeinu peningur í þetta þarfaverk.

 Þarna á að leggja af einbreiða brú og þó aldrei hafi orðið stórslys er aðkoman að henni, sérstaklega að vestanverðu, stórhættuleg.



 Einhversstaðar hér verður nýr vegur tekinn til vinstri yfir nýja brú sem verður nánast við hlið gömlu brúarinnar.


 Alltaf jafn ánægjulegt að sjá fjallgarðinn á Vesturbakkanum. Svörtufjöll t.h.Rétt glyttir í Skyrtunnuna yfir þau, svo Ljósufjöllin og Þríhnjúkarnir.

 Þetta verður svo sérstaklega merkilegt mannvirki því þarna munu verða fyrstu mislægu gatnamótin á vestanverðu landinu og þó miklu víðar væri leitað. Engin tilviljun að þau lenda í Eyjarhreppnum.
 ( Blessuð sé minning hans.)

 Klettaholtið handan árinnar mun hverfa að mestu í efnisnotkun við framkvæmdina.

 Skýringin á undirgöngum þarna er sú, að landeigendur höfðu sterk spil á hendi (og í ermum) og fengu veiðiveginn með ánni færðan undir  þjóðveginn.

 Ef einhver peningur verður afgangs stendur til að gera upp eldgömlu Haffjarðarárbrúna sem er síðan 1912 og orðin ansi dapurleg en samt ekin aðeins enn. Sjá   Hér

 Nú er bara að krossleggja fingur og vona að ekki komi einhver eiturgrænn sem heimtar umhverfismat o.sv. frv. sem myndi gleypa ómældar fjárhæðir sem ekki eru til.
Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579302
Samtals gestir: 52633
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 09:20:30
clockhere