07.01.2014 19:54

Þokuráf og vinahringingar.

 Já,- nú er  allt að gerast í sveitinni .

 Númer eitt er að birtutíminn lengist jafnt og þétt. Það er alltaf jafn ánægjuleg þróun.

 Og helvítis norðanrokið sem er búið að blása af miklum djöfulmóð í um 3 vikur gaf verulega eftir í dag.

 Þriggja vikna stöðugt rok tekur í skal ég segja ykkur, og ég sem er með veðurþolnari mönnum var alveg að tapa mér.

Þoli vel svona 2 vikur en .................................

 Nú er komin glæný talva fyrir framan mig svo  ég get snúið mér af miklum krafti að ýmisskonar ritstörfum og allskonur timaeyðslu á netinu.

 Ég er nánast enginn tölvumaður, lít á fyrirbrigðið sem vinnutæki og reyni að komast af með eins litla þekkingu á því og mögulegt er.

 Þegar skipt er um græjuna er ég í vondum málum því nú er allt í einu komið annað umhverfi og ýmislegt horfið eða hefur  breytt sér svo enginn hlutur er á sínum stað lengur. Þetta er svona eins og að ráfa um í blindþoku á ókunnugu landsvæði þar sem ég þekki engin kennileiti.

 Þá er nú  gott að geta hringt í vin til að leiðsegja mann til byggða . ;)

Síðast en ekki síst eru svo jólin búin, en það er alltaf jafngott að hafa þau fyrir aftan sig, án þess að ég rökstyðji það frekar.

 Þrátt fyrir þokuna á tölvuleiðunum er maður fullur bjartsýni á nýbyrjuðu ári. Allt útlit fyrir að tekist hafi ágætlega hjá hrússunum að sinna skyldum sínum og kýrnar leika við hvern sinn fingur þessar vikurnar.

 Meira að segja heillangt síðan komið hefur upp júgurbólga sem er alltaf jafn óvelkomin.

 Nú fara fyrstu hundarnir að detta inn í námsferlið sitt í vikunni, en það er alltaf jafn spennandi að rýna í góð fjárhundsefni. Lesendur síðunnar fá væntanlega meira en nóg af  lesefni um það áður en lýkur.

 Já , bara allt að gerast :) .


 


 

 

14.12.2013 20:29

Drög að sauðburði.

Áður en hrútastofninn fer að leika lausum hala í jólastörfunum, fær frjótæknir búsins að spreyta sig með sæði úr mestu eðalhrútum landsins, - eða Þannig.

  Ef ekki er farin sú leið að samstilla bestu ærnar fyrir Þessa gæðadropa er alltaf heilmikið lotterí hvort einhverjar ær verða að ganga  Þá daga sem sæði er í boði, hversu margar og hvort Þær séu svo hæfar til undaneldis.

  Nú er gott ár í málaflokknum og á 4 dögum hefur Þriðjungur ánna gengið og flestar Þeirra verið sæddar. 

 Svo er annað lotterí hversu hátt hlutfall Þeirra heldur .


                                          Þessar bíða yngri húsfreyjunnar með stráin sín.

 Kerfið hér er Þannig að sauðburðurinn á að vera samfelldur og hrútarnir Því settir í, að sæðingum loknum.

 Eins og alltaf á Þessum árstíma Þá velkist enginn í vafa um að vorið verði afbragsgott og best að drífa í að koma lömbum í rollurnar. Þær verða náttúrulega að komast tímalega út í Þetta gæðavor sem mun bresta á innan nokkurra nmánuða.  emoticon 
 Þó reynslan segi manni nú reyndar að góð vor séu teljandi á fingrum annarrar handar svo langt aftur sem elstu menn muna,- skítt með Það.


       Hér leggja nokkrir gemlingar af stað út í vorið, Þó gróðurinn virðist nú ekki vera orðinn til vandræða.

 Nú er allavega ljóst að sauðburður mun að öllum líkindum hefjast með miklum gassagangi snemma vors og enginn bilbugur á bændunum að halda kerfinu.

Spurningin snýst bara um hvenær eigi að skipta yfir í hrúta, úr stráum.

 Vond spurning, Því ég er óvanalega ánægður með hrúta búsins, Þeir eru óÞarflega margir og síðan eru efnilegir lambhrútar sem  Þarf að prufukeyra til að kanna ræktunargenin.

Svo maður er farinn að sjá ofsjónum yfir Því splæsa öllum Þessum rollum í Þetta "sæðingarstöðvardrasl. "

 Þetta er svona týpiskt allsnægtarvandamál.

 Sunnudagur á morgun og Þá verður tekinn upp gamall siður að velja hrúta af mikilli kostgæfni á ærnar sem ganga, enda sæðingastöðvarhrútarnir í fríi.

 Svo verður lagst undir feld og í framhaldinu haldin fjölskylduráðstefna um sæðingarlok og hrútaupphaf.

 Og eins og allir vita koma alltaf gagnmerkar og afdrifaríkar niðurstöður útúr öllum alvöru ráðstefnum. emoticon 

07.12.2013 21:05

Klaki í víni ,- nú eða vatnslögnum.

Það eru breyttir tímar í búfjárhaldinu frá Því í den.

 Gömlu fjósin kappeinangruð með lágmarks loftræstingu óðum að syngja sitt síðasta og í Þeirra stað koma rúmgóð hús, há til lofts og víð til veggja eins og Þar stendur.

 Nú er vitað að kuldinn er ekkert vandamál gagnvart gripunum, meðan annar aðbúnaður er góður.
Góð loftræsting er svo auðvitað málið í almennilegum byggingum

En hún verður kannski óÞarflega góð Þegar norðanáttin nær sér vel upp, í 12 - 20 st. frosti

 Í kuldakasti eins og sést fyrir endann á í bili a.m.k getur stundum kólnað óÞarflega mikið í sumum Þessarra bygginga og reyndar í allskonar húsum öðrum.

Bæði manna og dýra.

 Þó gripunum líði ágætlega er vatn t.d. hundleiðinlegt ef hitastigið er komið niðurfyrir frostmarkið.

Reyndar ágætt í ákveðnar víntegundir ef ekki er notað of mikið af Því.

 Sum flórsköfukerfin gefa svo skít í vinnuna Þegar hitastigið er komið vel niður.

Og Það er ekki mjög spennandi að dúlla við mjaltirnar í óprenthæfu hitastigi eins og einhverjir  hafa upplifað í kuldaköstunum.

 Maður veltir Því stundum fyrir sér hvernig staðan yrði víða, ef gerði alvöru frostakafla á alvöru vetri.

 Það eru um 40 ár síðan ég naut Þess að moka flór síðast og fór náttúrulega létt með Það.

Síðustu dagana hef ég Þurft að rifja upp Þessa vinnu , ekki vegna kuldans heldur er græjan biluð .

Þetta er mun minna mál en ég hefði haldið, kannski vegna sköfunnar sem ég greip einhverntímann með mér úr rekka hjá Jötunn vélum, Þegar ég átti leið um Selfoss fyrir heillöngu.

 Hef fundið á mér að flórskafan, sem mér finnst nú reyndar að hafi aldrei virkað eins og hún á að gera, ætti eftir að svíkja okkur.

 Svo óheppilega vill til að yngri bóndinn sem missti algjörlega af Þessari Þroskandi vinnu í uppvextinum er bara á annarri löppinni Þessa dagana.

 Í ljósi álits míns á sköfukerfinu góða, er ég samt sannfærður um að hans tími mun koma áður en líkur. emoticon 


 
Flettingar í dag: 1682
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 580375
Samtals gestir: 52688
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 18:16:06
clockhere