13.07.2013 22:45

Skipulagskaos og hundadagar í orðsins fyllstu merkingu.

Einhvernveginn hef ég skrönglast áfram gegnum lífið í fullkomnu skipulagsleysi.

Svona fyrir utan Þann ramma sem sem ég hef valið mér, nú eða lent í á leið minni gegnum tilveruna .
 Hann hefur séð til Þess að ég yrði að gera ákveðna hluti á ákveðnum tíma ef ég vildi komast af.

 Ja, - svona eins og að sleppa hrútunum í ærnar á tilsettum tíma o.sv.frv.

Mamma sagði nú alltaf að ég væri skorpumaður.

 Hún átti væntanlega við Það,  að Þegar búið var að safna upp verkefnum í hæfilegan eða óhæfilegan tíma, var rokið í að klára  málið með miklum krafti áður en næsta uppsöfnun hófst.

 Nú er sumarið eiginlega alveg að verða búið, Þó Það sé reyndar ekki komið almennilega enn.

 Og betri helmingurinn sem er náttúrulega fram úr hófi skipulagður kominn í 5 daga gönguferð á Hornströndum.

 Ég sit hinsvegar og er að skipuleggja restina af Þessu sumri sem kemur kannski aldrei?

Vandamálið er, að Þó Það brysti á í fyrramáli og héldist, ja allavega framá haustið yrði Það alltof stutt fyrir allt sem ég ætla að gera.



 Nú eru hundadagarnir byrjaðir í orðsins fyllstu merkingu fyrir mig.
Ég ætla ekkert að eyða dýrmætu netplássi í að fara yfir eitthvað af Þeim sannindum sem fylgja hundadögunum, enda illa gert að sannfæra stressaða bændur sem eiga mismikið óslegið með Því, að líklega rigni  a.m.k. til 29 ág.

 Ég reyni hinsvegar að sannfæra Þá sem ég Þekki og eru að fara á heimsmeistarmót hestamanna 1 -10 ág. að Það sé borðleggjandi Þurrkur um verslunarmannahelgina og næstu daga á eftir.
 Þessi mynd hér að ofan er glæný og sýnir veðrið næstu vikurnar ásamt hundaflotanum í Dalsmynni.

Rétt er að taka fram að ég á ekki nema 3 Þeirra, tvo fullorðna og hvolpinn .

Hinir eru ýmist í skammtíma eða langtímavistun.

 Gott dæmi um skipulagshæfileikana er að í stað Þess  að dúlla við að fulltemja hundana mína eins og sumarskipulagið hljóðaði uppá, verð ég  á fullu að vinna í annarra manna hundum.
Skipulagning Þeirrar vinnu klárast í kvöld.
Smásumarfrí með hreindýraívafi fer líka inná skipulagið.
Girðingarvinna, réttaraðstaða við fjárhús. hundagerðið og ýmislegt sem ekki er rétt að nefna, fer hinsvegar inná skorpuvinnukerfið, - til að byrja með.

En ég fór Þó langt með að spúla fjárhúsin í dag.

Já, segið Þið svo að ég geri aldrei neitt.

09.07.2013 21:25

Áfangar, tarnir og " gróðraskúrir".


Það gekk á ýmsu í Þessari stærstu heyskapartörn sumarsins.

Nú voru breyttir tímar í tíðarfari frá liðnum sumrum og sérstaklega á endasprettinum var treyst á að veðurfræðingarnir myndi nú klikka í tveggja daga spánum.

Sem Þeir og gerðu.

 Hér er reynt að ná lágmarksÞurrkun á allt hey og extra fyrir sauðféð.



 Þessum eðalgræjum var lagt til að byrja með vegna ótraust veðurfars og knosaravélin notuð til að stytta Þurrktímann.



 Reyndar var svo allt tekið til kostanna Þegar sást fyrir endann á Þurrkinum og sem betur fer gekk lottóið upp og nú er einungis óslegið af fyrri slætti, Það sem á að spretta hæfilega úr sér fyrir hross og fé.



 Einhverra hluta vegna fór frágangurinn á rúlluplastinu ekki eins rosalega í taugarnar á mér og oft áður, en Þetta er held ég í fyrsta sinn sem ég var í regngalla við verkið.

 Alls óvanur slíkum vinnufatnaði nema í haustleitum.



 Hér er aðstoðargengið fullskipað og guttinn farinn að telja árin Þar til hann yfirtekur Þetta " spennandi " starf af honum afa gamla, ásamt ýmsu fleiru í dótaflokknum.

 Eðaldýrin Þrjú á pallinum láta sér hinsvegar fátt um finnast og Korka lítur rannsakandi yfir nærliggjand akra.

 Kannski leyndist Þar skemmtilegt viðfangsefni af austurbakkanum?



 Þessi eðalgræja hér reyndi hinsvegar duglega á Þolrifin Þessa daga og Þegar hún stoppaði í fjórða sinn, síðasta daginn var gott að geta gengið að vinum okkar á austurbakkanum til að koma síðustu 60 rúllunum í plast.
.
 Þó heyskapinn taki fljótt af miðað við fyrri tíma er Þetta alltaf sami spretturinn og puðið.

Bara færri sólarhringar.

Og alltaf jafn skemmtilegt.

02.07.2013 23:05

Já, já, - allt að gerast.


 Það er nú ekkert forgangsmál að koma kúnum út en Því var samt hespað af fyrir nokkru.



  Það kætir Þær samt alltaf, en eftir að lausagangan komst á eru Þær fljótar að róast niður.



 Sumar Þurfa Þó að gera upp veturinn og klára Það oftast á fyrsta degi.



Það fór svo skemmtilega saman að gerði loksins Þurrk og allt var orðið vaðandi í grasi.
 Nú Þarf bara tvo næstu daga Þurra  og Þá verða vonandi heyskaparmálin í góðu horfi hér.



 Þessi  græni öldungur stendur enn fyllilega fyrir sínu Þó stundum vanti svona 30 hestafla viðbót undir húddið á honum í einstaka verkefni. Við höfum báðir fengið að snúast hraustlega síðustu sólarhringana.



 Valtrinn gengur náttúrulega bara og gengur en Viconinn getur verið hrekkjóttari enda er verið að safna fyrir alvöru merki ,sem stokkið verður á um leið og Þar á bæ verður farið að framleiða fastkjarnavélar.

 

 Búið að rúlla tvo hringi um kaffileyti í gær og allt laust síðan komið í plast fyrir miðnætti.

 Svo voru slegnir um 18 ha. í gærkvöld og morgun.

 Nú er bara að treysta Því að veðurfræðingarnir séu ekki alveg að spá rétt næstu tvo dagana. 
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581523
Samtals gestir: 52773
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:30:56
clockhere