07.01.2015 20:19

Óhefðbundin hvolpasala.

 Ég þekki pínulítið allar hliðar hvolpasölunnar. 

Sem ræktandi, kaupandi og gegnum tamningu á afurðinni ásamt því að skoða og meta allskonar ræktunareintök  Border Collie. 

Tamningin og skoðunin hefur kennt mér langmest. 

 Þar hef ég kynnst breiddinni í ræktunarflórunni allt frá algjörum toppeintökum, til eintaka sem aldrei verður hægt að nota til nokkurs gagns í kindavinnu. 

 Sem betur fer er breiddin í notendahópnum líka mikil og ég hef fullan skilning á því þegar B C eigandi er yfir sig hamingjusamur með eintak sem ég myndi skilja eftir heima í smalamennsku, svo ekki sé fastar að orði kveðið. emoticon  

Og ræktun fjárhunda er ekki einföld frekar en önnur ræktun . 

 Aldrei hægt að vita hvernig parið á saman í fyrsta sinn og algengt, sama hversu góðir foreldrarnir eru, að oft séu 1 -2 eintök í hvolpahópnum sem standast illa gæðakröfurnar, þó gotið sé frábært að öðru leyti.  

  Hvolpamarkaðurinn í dag er síðan ekki mjög spennandi fyrir ræktandann. 

Ég er þessvegna búinn að velta því fyrir mér lengi. hvernig höndla eigi þetta á 
ásættanlegan hátt emoticon .

 Með síðasta got handvaldi ég kaupendurna og skilyrti söluna með því að ég temdi hvolpana.
  Þetta gekk prýðilega að öðru leyti en því að einn söluhvolpanna stóð ekki undir væntingum ræktandans. 

 Mánaðartamning dugði til að gera þá nothæfa og rúmlega það. 



  Nú steig ég skrefið til fulls með fyrra got vetrarins, er búinn að selja alla 6 hvolpana . Þrír þeirra fara til nýrra eigenda  8 - 10 vikna og koma síðan í tamningu til mín í fyllingu tímans.

 Hinir  þrír verða afhentir á mismunandi tamningarstigum eftir 1 - 2 ár. 

Ræktandinn ber síðan ábyrgð á þvi að ræktunarmarkmiðin náist. 

  Kaupendur þeirra sem ala þá upp geta skilað þeim til eins árs aldurs og fá þá kaupverðið endurgreitt . 

 Hinir verða að sjálfsögðu ekki afhentir nema þeir virki.emoticon


 Brúnó er sá fjörugasti í hópnum. Hvar skyldi hann nú lenda emoticon .

04.01.2015 19:47

HVOLPAR TIL SÖLU .

 
Til  Sölu eru hreinræktaðir Border Collie hvolpar f. 16 nóv. 2014.

 Um er að ræða tvo rakka.


                       3 af 6 rúmlega mánaðargamlir.


 Foreldrar.

 Ronja SFI 2013-2-0015 frá Dalsmynni.

 Ronja varð íslandsmeistari í fl. unghunda á landskeppni 2014.



Faðir Tinni SFI 2013-1-0046 frá Brautartungu. 



 Útgönguspáin fyrir hvolpana er að þeir verði öruggir í að fara fyrir og halda saman hóp. (Skilji ekki eftir.) Með góða eða mjög góða vinnufjarlægð og með mikinn vinnuáhuga.


 Ágætlega ákveðnir við kindur. Þeir ættu svo að verða mjög viðráðanlegir/hlýðnir í tamningu og fljóttamdir í höndum þeirra sem kunna til verka í því. 

 Þessir hvolpar munu  alls ekki henta þeim sem hafa stuttan kveikiþráð og telja að hávaði og refsingar séu leiðin að góðum fjárhundi. 


 Í framhaldi af þessari væntingaspá  er rétt að taka fram að kaupendur geta skilað hvolpunum, allt til þess að þeir ná 1 árs aldri. 

Fá þá kaupverðið endurgreitt. 

  Ekki þarf aðra ástæðu en þá að kaupandinn hafi ekki áhuga á að eiga viðkomandi hvolp.

 Söluverðið er kr 60.000 + vsk.

Þeir verða afhentir örmerktir og ormahreinsaðir.

   Ræktandinn gerir síðan þá kröfu til kaupenda að þeir hafi þekkingu til að temja fjárhund eða séu tilbúnir að kaupa tveggja til fjögurra vikna tamningu hjá honum að öðrum kosti.

 Verð á viku tamningu er kr. 12.500 + vsk.

 Nánari upplýsingar í s. 6948020 eða á  dalsmynn@ismennt.is

Video. Ronja 15 mán. http://youtu.be/ZwUQYUdj9g8


28.12.2014 20:19

Kindur, hundar og hross og ........


Já, það er umhugsunarvert að loksins þegar maður er kominn með betra netsamband en nokkru sinni í öll þessi ár, þá fer maður að koksa  á blogginu emoticon .

 Eftir einstaklega fínt tíðarfar í nóvember varð kúvending  í desember. Snjórinn helltist yfir og náði aldrei þessu vant að halda kyrru fyrir sem er afar óvanalegt á sunnanverðu Nesinu.

 Ég held því oft fram að það sé hægt að nota snjósleða á tíu ára fresti hér.

 Nú verða snjósleðarnir teknir til kostanna þó birtuskilyrðin séu kannski ekki eftir bókinni í skammdeginu.

 Svörtufjöll t. h. Skyrtunna í miðið og Ljósufjöll fjærst. Þríhnjúkar t. v.


Undir snjónum er svo frostlaus jörð svo það eru nagaðar neglur  ef einhverjum dettur í hug að velta fyrir sér kalhættu ef einhverntímann vorar á ný.

Fullorðna féð var tekið á hús og rúið 16 nóv.  Þær hafa svo velflestar gengið 18 - 20 dögum seinna, svo þegar sæðingar hófust þ. 10. voru ekki að ganga nema 1 -5  á dag. Svo nú er á hreinu hvernig samstillt verður næsta haust.emoticon

  

 

 Smali og Korka kunna þetta alveg og stilla sig sjálf saman í vinnunni nema eitthvað sértækt sé í gangi.  


Eftir kyrrstöðu í hvolpaframleiðslu í tæp tvö ár eru allt í einu til hvolpar á bænum sem er bæði skemmtilegt og ja, svona .emoticon

  Hér er helmingur þeirra að kíkja á heiminn í fyrsta sinn, rúmlega mánaðagamlir. Þetta got er svona fyrsta sporið í smá kerfisbreytingu í hundaræktinni og tamningunum hjá mér . Þið fáið örugglega nóg af umfjöllun um það áður en lýkur. emoticon



 Já þetta er fyrsta haustið sem ég hef sinnt hundatamningum og munaði litlu að síðasti nemandinn yrði innlyksa hjá mér um jólin vegna ófærðar og alvöru vetrarveðra. Það er svo vonandi að snjóalögin rústi ekki fyrir mér tamningaplönum vetrarins því þó inniaðstaðan bjargi miklu er samt nauðsynlegt að komast út nemendurna þegar grunninum er náð.


 Já. Það var meira að segja fjárfest í hvolpi ..


 Þetta er hún Embla frá Miðhrauni, hálfsystir Korku og Smala. Faðirinn er Keli frá Dalsmynni og þó þessi ræktun eins og öll önnur, sé alltaf lotterí þá vonar maður að þarna séu skemmtileg gen að vinna úr. Þegar hvolpar eru svo annarsvegar er bjartsýnin alltaf ríkjandi þar til annað sannast.emoticon


 

   Fyrst það er verið að ræða ræktun og tamningar þá verða þessir vonandi frumtamdir í vetur. Sigurssonurinn Dreyri á fimmta v. nær  og Flugarr Flákason á 4v. fjær.


Já, já, Svo er það bara gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir heimsóknirnar á því gamla.

Flettingar í dag: 1496
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 580189
Samtals gestir: 52683
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 16:48:55
clockhere