28.04.2013 21:30

Og Þar kom að villtustu draumarnir rættust!!

 Fyrir margt löngu meðan ég var eins og útspýtt hundskinn að elta annarra manna  vandræðarollur fram á harða vetur, átti ég mér draum sem endurfæddist á hverju hausti.

 Þegar ég komst með vandræðagripina að kerrunni og ætlaði að reka Þær um borð, oftast  einhversstaðar úti á víðavangi gekk á ýmsu.

 Þá sá ég fyrir mér liprar grindur sem gott væri að hengja utaná kerruna og handhægt og fljótlegt að raða upp til að létta lúnum manni og hundum lífið.

 Ég hafði marghannað grindurnar í huganum, svo oft að Þær hefðu ekki getað orðið betri,- hefði einhverntímann komist í verk að smíða Þær. 

  Á dögunum Þegar ég kíkti við hjá Jötunn Vélum á leið minni um suðurlandið rakst ég á grindur sem uppfylltu mína villtustu drauma í Þessum efnum.



 Þessar gerðisgrindur eru ekki nema 11 kg stykkið. 1.20 á hæð og hægt að fá Þær í 1.5 - 2 m. lengd. Það fer ekki mikið fyrir Þessum á myndinni en væri bara nokkurra mínútna verk að koma upp 14 m. gerði með  Þeim.


 Þær eru húkkaðar saman á einkar handhægan hátt og stignar niður í jörðina sé einhver jarðvegur fyrir hendi. 

Þær henta svo prýðilega í taðhús ef Þarf að skipta Þeim eitthvað eða útbúa ganga, og eftir að hvolparnir mínir komust ekki í gegnum Þær Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir held ég Því fram að Þær séu fullkomlega lambheldar.

 Og nokkuð ljóst að Þær eru algjörlega ómissandi hjálpartæki við hundatamningar sumarsins.

27.04.2013 08:37

Kemur Það, eða kemur Það ekki ????

Góðir hlutir gerast hægt eru gömul sannindi sem ég er að vísu ekki alltaf sammála.

 Það er svo spurning hvort menn eigi Þá að vera kátir með hvað vorkoman er róleg Þetta árið.

 Ég er búinn að vera á fullu að gera sauðburðaraðstöðuna klára og sér loksins fyrir endann á Því.

 Það var síðan byrjað á fullu í skítadreifingunni í gær og dreift um 250 tonnum af eðal mykju.



 Tveir dagar eftir í Því a.m.k. en sum túnanna eru ekki dreifingarhæf enn.



 Enn er klaki í jörðu og akuryrkjan í biðstöðu. Tíminn er samt  farinn að tikka illilega
á sáningu og plógurinn bíður óÞreyjufullur eftir Því að fá að njóta sín.



 Maður getur Þó alltaf sest við tölvuna og skoðað myndir ef vorið gleymir að koma við Þetta árið.

20.04.2013 21:20

Kapphlaup, hönnun og andlegir erfiðleikar.

  
  Það fylgir búhokrinu að sífellt er verið í kapphlaupi við tímann og árstíðirnar.

Mörgum reynist betra að koma skítnum á túnin fyrir sláttinn og heyja svo áður en vetrar,  og svona mætti lengi telja. Þegar slæmt tíðarfar kemur til viðbótar seinfærum bændum í kapphlaupinu fer svo allt í klessu.
 Nú lítur út fyrir að vorverkunum seinki aðeins vegna vöntunar á vorblíðu ,en sumt verður ekki stoppað hvorki með góðu eða illu.

 Svo  maður er kominn í endurhæfingu með hamarinn og sögina og að sjálfsögðu í kapphlaupi við tímann, Því sauðburðurinn er farinn að tikka óÞyrmilega hinumegin við hornið.



 Hundatamningum var snarhætt, hreinsað útúr " tamningarhöllinni " og farið á fullt í að hanna og koma upp sauðburðaraðstöðu.

 

Þar verður stefnt á að setja upp um 20 einstaklingstíur og síðan hópstíur ásamt fóðrunaraðstöðu, Þannig að puðið verði lágmarkað í törninni miklu.

 Það er svo grundvallaratrið í málinu að uppsetningin verði einföld og látlaus og lítið mál verði í framtíðinni að taka Þetta niður og setja upp, ef svo skyldi fara að sauðburður skyldi bresta á að ári. 
Og fyrirferðin á draslinu verði sem allra minnst á geymslutímanum.

Hönnunin er svo eins og fyrri daginn öll á harða diskinum svo drjúgur hluti af deginum fer náttúrulega í að hugsa.

Og Því er nú fjandans verr að sumir eiga erfiðara með Það en aðrir.
Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579329
Samtals gestir: 52634
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 09:43:02
clockhere