14.03.2011 22:33

Hvolparnir. Æðislegir. Út í fyrsta sinn.

 5 -6 vikna eru hvolpar yfirhöfuð ómótstæðilegir.

Öllum ræktendum finnst akkúrat þá. að þarna sé hið fullkomna got á ferðinni.

 Jafnvel þó ræktandinn geri sér obbolitla grein fyrir því, að kannski vanti eitthvað pínulítið á fullkomleika foreldranna, trúir hann  að það hafi hrokkið fyrir borð í meðgöngunni.

 Já hér er semsagt hið fullkomna got á ferðinni og góður dagur þegar órabelgirnir komu í fyrsta sinn undir bert loft.



 Heimasætan var á ferð í sveitinni og þótti þetta ekki mjög leiðinlegt.


 Þeir komust strax í snjó og héldu auðvitað að svona ætti heimurinn að líta út.



 Þó búið sé að ráðstafa hópnum er þetta sú eina sem liggur fyrir hvert fer.



 Ræktandinn fullur bjartsýni um gæði framleiðslunnar. 7 tíkur, 4 loðnar , 4 þrílitar og ein með annað augað blátt.


 Þessi fyrir ofan er með hægra augað blátt en verður snögghærð,  dúllan fyrir neðan er kannski með svona dökkblá augu af málið er skoðað með jákvæðu hugarfari en verður fallega loðin..





 Fyrir væntanlega hvolpaeigendur er þessi reyndar frátekin líka.

 Nú eru framundan miklir rannsóknarleiðangrar hjá systrunum því þær fá að leika lausum hala útivið þegar vel viðrar, fram að því að þær sem fara, hleypa heimdraganum.

Nýjar myndir síðast í ÞESSU  albúmi.
 

13.03.2011 21:48

Söðulsholt. Kappreiðarnar miklu.

Það gekk mikið á í Hestamiðstöðinni í Söðulsholti á föstudagskvöldið.

 Snæfellingur stóð fyrir töltkeppni í reiðhöllinni og spannaði aldur keppenda frá fjögurra ára aldri og uppúr.

 Afastelpan hún Kolbrún Katla, sem var svo heppin að fá hana Vondísi lánaða hjá vinkonu sinni henni Kristínu skólastjóra átti góða stund í brautinni.


Og hún Hafdís Lóa á Minni Borg tók Kapal til kostanna.



 Gísli á Minni Borg þurfti að draslast með karl föður sinn með í þetta sinn  en hann á eftir að vinna sig útúr því.



 Allir fengu að sjálfsögðu pening fyrir frábæra frammistöðu. Nema hvað?



Bjarki frá Hraunholtum kominn með peninginn og Kötlu tekið að leiðast biðin eftir sínum.


 
Hér er greinilega eitthvað grafalvarlegt að ske, þó Óli sé nú eitthvað sposkur á svipinn.


 
Þar sem ég sérhæfi mig í ungviðinu þessi bloggin, er vísað til Söðulsholtssíðunnar  fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum í síðri flokkum töltmótsins.

12.03.2011 19:43

Árshátíð Laugargerðisskóla.

Það var á annað hundrað manns á Árshátíðinni í dag sem er aldeilis frábær mæting.

 Enda trúlega aldrei meiri þörf á því en nú, að þeir sem vilja halda grunnskólanum í sveitinni snúi bökum saman og verji hann.

 Nemendurnir höfðu sett upp þætti úr leikritinu Emil í Kattholti og eins og fyrri daginn var þetta alveg snilld hjá þeim.



Eyvindur Tröð, Axel Hraunholtum, Selma Kaldárbakka,  Helga Lágafelli, Valgý Laugargerði.

Helga (Ída) Eyvindur (Anton), Axel (Alfred) og Ragnar (Emil) að borða súpu.



Jófríður Hömluholti, Steinunn Miðhrauni og Tumi Mýrdal



Emil/Ragnar Jörfa nýsloppinn eða rétt ófarinn í smíðaskemmuna.


Og svo er það lokasöngurinn undir styrkri stjórn Steinunnar Páls.


 Vildís Hítarnesi, Axel Hraunholtum, Tomek Lynghaga og Ársæll Ystu-Görðum að velta fyrir sér löggæslumálum á markaðinum.

 Tertuveislan á eftir var í fjáröflunarboði nemenda, (með smáaðstoð mömmu) að ógleymdri öflugri aðkomu ráðskonunnar.

Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 839
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 573656
Samtals gestir: 52145
Tölur uppfærðar: 7.9.2024 14:28:11
clockhere