Færslur: 2019 Febrúar

10.02.2019 20:55

Tamningar og tíðarfar.

Eftir einmunatíð í tamningarnar fram að áramótum skipti um og síðan hafa snjóalög og ótíð slegið á alla útivinnu, nema í gerði við fjárhús.

  Inniaðstaðan og gerðið nýtast vel í frumvinnuna en svo vil ég komast út á víðan völl með framhaldið. 

   Sem betur fer er stutt að senda heim í námsfrí það sem ég er með þessa dagana. 

   Svo er bara að bíða eftir betri tíð með blóm í haga eða þannig.

  Systkinin  sem ég hélt eftir úr síðasta goti eru komin vel af stað þó þau séu ekki nema sjö mánaða.
 Þau eru tamin með það fyrir augum að lenda hjá fólki sem ekki er vant mikið tömdu.

 Engin keppnistamning á þeim emoticon

    Sem betur fer eru þau bæði með yfirvegað vinnulag , skemmtilega ágeng/ákveðin og meðfærileg á allan hátt.  

  Það er reynt að virkja  þá eiginleika  með lágmarksafskiptasemi  ekki síst vegna þess hve þau eru ung. 
 Þegar alvöru útivinna hefst kemur í ljós hvernig þau bregðast við lengri vinnufjarlægð og þau slípuð meira í takt við það. 

  Til að gera eitthvað í harðindunum prófaði ég svo að vinna með þau saman í dag. 

Hér sést tveggja mín. myndbrot af því.    Smella  Hér.
  • 1
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581711
Samtals gestir: 52779
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 02:36:21
clockhere