03.10.2008 19:33

Zúmmað á sveitina.

  Iðunni var laus myndavélin í fyrirstöðunni/smöluninni í gær og hér eru smá sýnishorn.




  Litið niður á ættaróðalið og tjörnin sem var nánast þurr í allt sumar býr nú við góðan vatnsbúskap.




           
  Það var verið að þreskja í Söðulsholti. Óþresktu akrarnir til hægri lágu fyrir nóttina svo Einar getur farið að safna nöglunum á ný og sefur eflaust betur. ( Ja svo það eru náttúrulega fj. efnahagsmálin.)  Kolviðarnesvatnið sem var endurheimt fyrir nokkrum árum í baksýn.



  Hér er Einar að koma með tóman byggvagninn neðan úr byggþurrkun. Þrír akrar frá mér í baksýn.
Fjær til hægri sést í þreskta akra í Hrossholti. Enn fjær glittir í Austurbakkann með Eldborgina sem stendur nú alltaf fyrir sínu í sjónarhringnum hjá mér.

  Og Hafursfellið var smalað allan hringinn í dag en það kostar heilt blogg að gera þessum kexrugluðu rollum  vina minna á austurbakkanum sómasamleg skil og bíður betri tíma.

01.10.2008 18:08

Rollur/bygg!



  Já það er allt albrjálað að gera sem aldrei fyrr.  Annarsvegar þreskingin sem er á útopnu  og þrátt fyrir að akrarnir séu dálítið mikið  meyrir fljóta Sampóinn og Atli um  þá á lýginni og hvítagullið
( byggið) streymir inn í þurrkstöðina.

  Þetta er gott bygg, vel þroskað og er  um 74 % þurrefni við þreskingu sem er fínt. Með þessu þurrefni er þurrkarinn  að afkasta um 18 tonnum á sólarhring. Það segir þó lítið  þegar allir eru í stuði og því er farið að keyra byggið inná kæligólf þar sem hægt er að halda því fersku fram að þurrkun. Blásið er undir það í stuttan tíma einu sinni til tvisvar á sólarhring .

.

  Þetta er sama kerfið og súgþurrkunin í gamla daga.


  Loftstokkar undir gólfinu og fínar ristar á loftgötunum ( eins og niðurföll) sem halda bygginu og hægt er að keyra á.
     
          Hitt puðið þessa dagana eru smalamennskurnar en önnur rétt er á laugardaginn. Þá verðum við að hafa lokið annarri leit  í Hafursfellinu og fyrstu leit hér heima en þetta svæði er það eina af fjalllendi sveitarinnar sem ekki er smalað til réttarinnar. Þetta er 3 daga dæmi og þar sem aðalhlaupagikkurinn  ( fyrir utan Hyrjar) situr hátíðlegur á svipinn í þreskivélinni allan daginn verður lífið dálítið erfitt.
                            Hundarnir raða sér upp við innreksturinn.

Nú kemur sér vel að eiga þokkalega hunda og dóttur/tengdason í sveitinni ( í þessari röð). Og dieselpramminn ( fjórhjólið ) er að standa sig hvað sem aðalbóndinn segir.

  Og þetta smalagengi stóð sig alveg rosalega vel í dag .emoticon 

 

29.09.2008 21:35

Tíðarfarið, byggið( og bankinn)!!


  Þó tíðarfarið sé óstöðugt er samt hægt að treysta því, hversu langur sem þurrkakaflinn er, að það mun rigna á ný. Sama lögmálið gildir um rigninguna og nú er stytt upp í bili a.m.k.
  Þreskivélin fékk að snúast í dag. Reyndar er allt forblautt og þó mýrarakrarnir hefðu virkað vel í þurrkunum í sumar eru þeir dálítið erfiðir yfirferðar í augnablikinu. Þurrustu akrarnir hafa forgang og það er þegar komin hrúga á kæligólfið sem tekur við þegar þurrkarinn hefur ekki undan.


                    Þessi mynd af olsokakri er síðan snemma í ágúst.
 Það af Olsokinu sem ekki var tekið snemma í sept. hefur tjónast töluvert en ef legurnar nást upp á hinum ökrunum lítur þetta enn vel út ef ekki hvessir illa eða snjóar, og uppstyttan helst.


                    Lómurinn er lágvaxinn ,sexraða en skilar engum hálmi.

  Við tókum sénsinn á að sá miklu af Lómnum og hann stendur enn mjög vel og er að skila drýgri uppskeru en virðist við fyrstu sýn.


    Og hjartanlegar hamingjuóskir til okkar allra,  að vera orðin bankaeigendur á nýjan leik.emoticon
Flettingar í dag: 1496
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 580189
Samtals gestir: 52683
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 16:48:55
clockhere