Færslur: 2013 Júlí

28.07.2013 13:30

Á hreindýraveiðum.


 Við gædinn minn, Alli í Klausturseli lágum á melkasti á Hróaldsstaðarheiðinni og virtum fyrir okkur stóra hjörð hreindýra, Þar sem Þau lágu á snjóbreiðu í Þokkalegu riffilfæri.

 Hróaldsstaðarheiðin liggur uppaf eða norðuraf Selárdal í Vopnafirði.

   Það var ekki nóg með að ég hefði aldrei áður séð svona stóra hjörð í Þessari nálægð, heldur átti ég einhvern ótiltekinn tarf í hópnum.

 Daginn áður höfðum við varið deginum í að leita Jökulsdalsheiðina allt norður í Hofsárdal og austur fyrir Sandfellið. Síðla dags sáum við svo nokkurra dýr hóp norðanlega á Smjörvatnsheiðinni í um 3 - 4 km fjarlægð.
 Það var í sama mund og Þokubakkinn sem hafði haldið sig í Smjörfjöllunum var kominn á gott skrið suður á bóginn.

 Gædinn var ekki kunnugur svo norðanlega og staðan var metin blákalt Þannig, að Þokan myndi hellast yfir okkur u.Þ.b. sem við næðum til hópsins.
 
 Það var Því ákveðið að halda heim á leið og athuga frekar með 11 dýra hóp sem gæti haldið sig á Þeim slóðum sem farið yrði um á leiðinni.

En Það eru ekki alltaf jólin í veiðinni.

 Ég hafði fengið úthlutað tarfi á svæði 1 sem liggur norðan Jökuldals trúlega allt til Jökulsár á fjöllum ef út í Það væri farið.

  Um kvöldið var síðan ákveðið að fara daginn eftir á svæðið norðan Selárdals í Vopnafirði en Þar var talið að trúlega væru a.m.k. 3 hópar í kringum Mælifellið og Kistufellið.


                                                   Kistufellið , Syðri Hágangur t.h.

 Eftir daglanga árangurslausa leit vorum við á heimleið Þegar við duttum niður á hópinn á fönn milli holta, fyrir algjöra tilviljun.

 Þetta var blandaður hópur, tarfar, kýr og kálfar lágu í tiltölulega Þéttum hóp og einungis nokkrir kálfar uppistandandi.

 Mér féllust eiginlega hendur  við að virða Þvöguna fyrir mér gegnum byssusjónaukann og ekki mjög freistandi að skjóta eitthvað tiltekið dýr í liggjandi hópnum.

 Alli var hinsvegar fljótur að lesa hópinn og sagði mér að taka annan eða Þriðja tarf frá hægri, alltaf dálítið hægrisinnaður hann Aðalsteinn.

  Ekki leist mér á hvernig Þeir sneru við mér en meðan ég var að velta fyrir mér næsta leik stóðu Þessir tveir upp hinir rólegustu.
 Annar Þeirra sá stærri var hornbrotinn sem var ákveðinn galli í uppstoppun. Ég sem nautakjötsframleiðandi var hinsvegar ekkert á höttunum eftir stærsta tarfinum í hjörðinni vitandi Það að hár aldur hefur ekki góð áhrif á kjötgæðin.

 Það er svo alltaf sami léttirinn Þegar banaskot heppnast vel í veiðinni, hvort sem skotmarkið er lítið eða stórt.



 Hér er hópurinn fyrst að taka veður af okkur og virtust ekkert kippa sér upp við Það að vera orðin einu færra.



 Þau ákveða samt að yfirgefa svæðið í rólegheitum.



 Alli taldi að  hópurinn væri talsvert á annað hundraðið. Það sést svo  vel á myndunum  hvað dýrin falla vel inní landslagið.



 Hér er horft austuryfir Almenningsárvötnin og Þokan er að leggja undir sig Vopnafjörðinn og dalina innaf honum.
  
 

 Hér er svo Gædinn mættur með afrakstur tveggja daga veiðiferðar að vaðinu við Selána.
Mælifellið í baksýn í hitamistrinu.



 Sá gamli hæstánægður með tveggja daga fjallaskoðun og fyrsta og síðasta hreindýrstarfinn sinn.

 Og 5 daga sumarfríi lokið.

21.07.2013 09:57

Bændareiðin mikla.

Það skiptir engu hvernig veðurfræðingarnir láta í spánum, alltaf er gott veður í bændareiðinni.



 Nú var reiðin í boði nokkurra í austurhluta sveitarinnar
. Það var riðið frá Hótel Eldborg að Ytri Rauðamel.



Þaðan var gamla lestargatan tekin að Þverárrétt Þar sem áð var góða stund enda veitingar í boði reiðhaldara. Síðan var götunni haldið að Dalsmynni og Söðulsholti svona eins og hægt var með breyttri landnýtingu.


 Þrír fararstjóranna bera saman bækur sína á Ytri Rauðamel.



 Það voru um hundrað manns í hnakk og hér teygist vel úr hópnum vestur Dalsmynnishlíðina.

Svo var tekinn smá útúrkrókur niður með Núpánni

 Næsta stóra stoppið var í Hrútsholti og enn voru veitingar í boði.
 

 Þar var Brokkkórinn mættur og tók lagið af mikilli snilld. Kórfélagar bættu svo um betur eftir matinn um kvöldið.

 Nú var haldið að Rauðkollstöðum Þar sem var stutt járningarstopp Þó tímasetningarnar væru nú eitthvað að gefa sig.



 Þaðan var riðið niður að Núpárósum en Þar sem var háflóð leiddi bóndinn okkur svona fjallabaksleið að Núpánni. 
 
 Þá var orðið stutt í Hótelið Þar sem kvöldverðarslúttið beið okkar með ríkulegum veitingum.

Ekki slæmur dagur Þetta.

13.07.2013 22:45

Skipulagskaos og hundadagar í orðsins fyllstu merkingu.

Einhvernveginn hef ég skrönglast áfram gegnum lífið í fullkomnu skipulagsleysi.

Svona fyrir utan Þann ramma sem sem ég hef valið mér, nú eða lent í á leið minni gegnum tilveruna .
 Hann hefur séð til Þess að ég yrði að gera ákveðna hluti á ákveðnum tíma ef ég vildi komast af.

 Ja, - svona eins og að sleppa hrútunum í ærnar á tilsettum tíma o.sv.frv.

Mamma sagði nú alltaf að ég væri skorpumaður.

 Hún átti væntanlega við Það,  að Þegar búið var að safna upp verkefnum í hæfilegan eða óhæfilegan tíma, var rokið í að klára  málið með miklum krafti áður en næsta uppsöfnun hófst.

 Nú er sumarið eiginlega alveg að verða búið, Þó Það sé reyndar ekki komið almennilega enn.

 Og betri helmingurinn sem er náttúrulega fram úr hófi skipulagður kominn í 5 daga gönguferð á Hornströndum.

 Ég sit hinsvegar og er að skipuleggja restina af Þessu sumri sem kemur kannski aldrei?

Vandamálið er, að Þó Það brysti á í fyrramáli og héldist, ja allavega framá haustið yrði Það alltof stutt fyrir allt sem ég ætla að gera.



 Nú eru hundadagarnir byrjaðir í orðsins fyllstu merkingu fyrir mig.
Ég ætla ekkert að eyða dýrmætu netplássi í að fara yfir eitthvað af Þeim sannindum sem fylgja hundadögunum, enda illa gert að sannfæra stressaða bændur sem eiga mismikið óslegið með Því, að líklega rigni  a.m.k. til 29 ág.

 Ég reyni hinsvegar að sannfæra Þá sem ég Þekki og eru að fara á heimsmeistarmót hestamanna 1 -10 ág. að Það sé borðleggjandi Þurrkur um verslunarmannahelgina og næstu daga á eftir.
 Þessi mynd hér að ofan er glæný og sýnir veðrið næstu vikurnar ásamt hundaflotanum í Dalsmynni.

Rétt er að taka fram að ég á ekki nema 3 Þeirra, tvo fullorðna og hvolpinn .

Hinir eru ýmist í skammtíma eða langtímavistun.

 Gott dæmi um skipulagshæfileikana er að í stað Þess  að dúlla við að fulltemja hundana mína eins og sumarskipulagið hljóðaði uppá, verð ég  á fullu að vinna í annarra manna hundum.
Skipulagning Þeirrar vinnu klárast í kvöld.
Smásumarfrí með hreindýraívafi fer líka inná skipulagið.
Girðingarvinna, réttaraðstaða við fjárhús. hundagerðið og ýmislegt sem ekki er rétt að nefna, fer hinsvegar inná skorpuvinnukerfið, - til að byrja með.

En ég fór Þó langt með að spúla fjárhúsin í dag.

Já, segið Þið svo að ég geri aldrei neitt.

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581568
Samtals gestir: 52774
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 01:52:34
clockhere