04.06.2012 20:45
Vaskur. - Talstöðvar og tæknileg vandamál.
Það var verið að leita Rauðamelsfjallið.
Þetta var seinna haustið sem Vaskur var með talstöð sem aukabúnað og þar sem ég var einnig í sambandi við 2 félaga mína þurfti ég að skipta um rás eftir því hverjum skyldi tuða í.
Þarna að vísu í öðru tilefni en talstöð í hálsbandinu var notuð með góðum árangri í tvö fyrstu haustin.
Við vorum efstir í vesturfjallinu og þar sem var vanmannað sem endranær var langt á milli okkar þriggja sem vorum samhliða þarna niður. Ég var sá eini sem sá oftast yfir svæðið og sagði því félögunum til eftir þörfum, enda sáu þeir ekki alltaf hvorn annan.
Efst fyrir ofan mig endaði hlíðin á löngum kafla í mikilli grjóturð og þó urðin væri víðast ekki fær nema fuglinum fljúgandi voru þó á einstaka stað einhverjir krákustigar sem féð sótti í til að sleppa úr leitinni.
Þetta er nú yngri mynd með aðra og öðruvísi hunda en grjóturðin er sú sama.
Ég þurfti að vera 1-200 m.neðan brúnarinnar svo ég sæi félagana en Vaskur var oftast talsvert ofar og framar en þarna lagði ég mikla áherslu á að ná fénu beint niður hlíðina í veg fyrir félagana því leitarsvæðið átti eftir að breikka verulega og verða vandleitaðra.
Þarna kem ég fram á hæðarbrún og sé um 10 kinda hóp talsvert framar og ofar .
Það er stoppað og ákveðið að senda Vask umsvifalaust upp og framfyrir þær áður en komi styggð að þeim.
Talstöðin tekin upp og skipunin-"hægri, hægri upp"- gefin, lágri ákveðinni röddu.
Ekkert gerist, Vaskur stoppaður eins og ég bíðandi eftir að e.h. gerist.
Skipunin er endurtekin enn ákveðnar en ljóst að hundurinn er dottinn út.
Ég leit á talstöðina og krossbölvaði þegar ég sá að smalarásin var inni, skipti yfir og endurtók skipunina. Nú var kominn smá stresstónn í röddina enda tók Vaskur mikið viðbragð, hækkaði sig upp að urðinni og sá kindurnar stuttu seinna.
Hann þurfti ekki frekari fyrirmæli, gaf aðeins í og fylgdi urðinni þar til hann var kominn framfyrir kindurna sem urðu hans ekki varar fyrr en þá.
Ég stillti hann af og lét hann fylgja hópnum .þannig að þær lentu innan við gil sem þær fylgdu síðan þar til þær komu að götu yfir það og þar með komnar í leitina hjá næsta manni.
Nú fór ég að huga að félögum mínum.
Þeir höfðu greinilega meðtekið hægri skipunina fljótt og vel því báðir höfðu tekið 90° beygju upp hlíðina og höfðu sitthvað að segja við mig þegar ég var búinn að skipta yfir á þá aftur.
Þetta var seinna haustið sem Vaskur var með talstöð sem aukabúnað og þar sem ég var einnig í sambandi við 2 félaga mína þurfti ég að skipta um rás eftir því hverjum skyldi tuða í.
Þarna að vísu í öðru tilefni en talstöð í hálsbandinu var notuð með góðum árangri í tvö fyrstu haustin.
Við vorum efstir í vesturfjallinu og þar sem var vanmannað sem endranær var langt á milli okkar þriggja sem vorum samhliða þarna niður. Ég var sá eini sem sá oftast yfir svæðið og sagði því félögunum til eftir þörfum, enda sáu þeir ekki alltaf hvorn annan.
Efst fyrir ofan mig endaði hlíðin á löngum kafla í mikilli grjóturð og þó urðin væri víðast ekki fær nema fuglinum fljúgandi voru þó á einstaka stað einhverjir krákustigar sem féð sótti í til að sleppa úr leitinni.
Þetta er nú yngri mynd með aðra og öðruvísi hunda en grjóturðin er sú sama.
Ég þurfti að vera 1-200 m.neðan brúnarinnar svo ég sæi félagana en Vaskur var oftast talsvert ofar og framar en þarna lagði ég mikla áherslu á að ná fénu beint niður hlíðina í veg fyrir félagana því leitarsvæðið átti eftir að breikka verulega og verða vandleitaðra.
Þarna kem ég fram á hæðarbrún og sé um 10 kinda hóp talsvert framar og ofar .
Það er stoppað og ákveðið að senda Vask umsvifalaust upp og framfyrir þær áður en komi styggð að þeim.
Talstöðin tekin upp og skipunin-"hægri, hægri upp"- gefin, lágri ákveðinni röddu.
Ekkert gerist, Vaskur stoppaður eins og ég bíðandi eftir að e.h. gerist.
Skipunin er endurtekin enn ákveðnar en ljóst að hundurinn er dottinn út.
Ég leit á talstöðina og krossbölvaði þegar ég sá að smalarásin var inni, skipti yfir og endurtók skipunina. Nú var kominn smá stresstónn í röddina enda tók Vaskur mikið viðbragð, hækkaði sig upp að urðinni og sá kindurnar stuttu seinna.
Hann þurfti ekki frekari fyrirmæli, gaf aðeins í og fylgdi urðinni þar til hann var kominn framfyrir kindurna sem urðu hans ekki varar fyrr en þá.
Ég stillti hann af og lét hann fylgja hópnum .þannig að þær lentu innan við gil sem þær fylgdu síðan þar til þær komu að götu yfir það og þar með komnar í leitina hjá næsta manni.
Nú fór ég að huga að félögum mínum.
Þeir höfðu greinilega meðtekið hægri skipunina fljótt og vel því báðir höfðu tekið 90° beygju upp hlíðina og höfðu sitthvað að segja við mig þegar ég var búinn að skipta yfir á þá aftur.
Skrifað af svanur
01.06.2012 08:25
Sólin skín, refastofninn í lágmarki og hriktir í hestamennskunni.
Suma dagana er logn. Aðra daga er mismunandi mikill hraði á því.
En sólin skín- og skín. Samkvæmt langtímaspá mun svo verða enn um sinn.
Túnin sem eru slegin síðast eftir að hafa sprottið hæfileg úr sér, til að henta fyrir útigang og sauðfé um miðjan veturinn, fengu áburðinn sinn í gær. Það var ekki lagt í að bera á fyrir miklu rigninguna um hvítasunnuna. Ef þurrkurinn helst eitthvað frameftir júní eiga menn eflaust eftir að sjá eftir því.
Önnur tún eru á fleygiferð þrátt fyrir þurrkinn og stefnir í slátt með fyrra móti ef kuldarnir frá í fyrra verða ekki vaktir upp.
Lömbin blása út og ærnar blása nú reyndar líka þegar hitinn er kominn úr öllu hófi, logndagana.
Þær eru farnar að liggja við hliðið og vilja fara að komast á fjöll.
Ég hef mikinn skilning á því en held að vanti aðeins á gróðurinn en prófsteinninn er nú alltaf sá að sleppa hóp og hóp og vita hvort þær koma til baka niður í hlíðina eftiur nokkra daga.
Þessi kvöldin er tekinn rúntur um svæðið og athugað hvað sést af lágfótu.
Bæði til að átta sig á hvar sé von á grenjum og fækka gelddýrunum aðeins.
Það hefur fækkað um 3 síðustu kvöldin og eitthvað til enn. Samt er rólegra yfir tófuslóðunum nú en oft áður.
Atli og Pína unnu fyrsta minkagrenið í gærkveldi frá því að minkaveiðiátaki lauk á Snæfellsnesi . Það var á útjaðri þess svæðis og nú er að vita hvernig gengur að lágmarka fjölgun á því svæði innan sveitarfélagsins.
Það er ekkert farið að huga að járningum enn og ýmsar blikur á lofti með það þetta sumarið.
Það er gamalkunnugt vandamál að þegar áhugamálin eru of mörg og tengjast svo vinnunni í þokkabót þá hriktir einhversstaðar í.
En sólin skín- og skín. Samkvæmt langtímaspá mun svo verða enn um sinn.
Túnin sem eru slegin síðast eftir að hafa sprottið hæfileg úr sér, til að henta fyrir útigang og sauðfé um miðjan veturinn, fengu áburðinn sinn í gær. Það var ekki lagt í að bera á fyrir miklu rigninguna um hvítasunnuna. Ef þurrkurinn helst eitthvað frameftir júní eiga menn eflaust eftir að sjá eftir því.
Önnur tún eru á fleygiferð þrátt fyrir þurrkinn og stefnir í slátt með fyrra móti ef kuldarnir frá í fyrra verða ekki vaktir upp.
Lömbin blása út og ærnar blása nú reyndar líka þegar hitinn er kominn úr öllu hófi, logndagana.
Þær eru farnar að liggja við hliðið og vilja fara að komast á fjöll.
Ég hef mikinn skilning á því en held að vanti aðeins á gróðurinn en prófsteinninn er nú alltaf sá að sleppa hóp og hóp og vita hvort þær koma til baka niður í hlíðina eftiur nokkra daga.
Þessi kvöldin er tekinn rúntur um svæðið og athugað hvað sést af lágfótu.
Bæði til að átta sig á hvar sé von á grenjum og fækka gelddýrunum aðeins.
Það hefur fækkað um 3 síðustu kvöldin og eitthvað til enn. Samt er rólegra yfir tófuslóðunum nú en oft áður.
Atli og Pína unnu fyrsta minkagrenið í gærkveldi frá því að minkaveiðiátaki lauk á Snæfellsnesi . Það var á útjaðri þess svæðis og nú er að vita hvernig gengur að lágmarka fjölgun á því svæði innan sveitarfélagsins.
Það er ekkert farið að huga að járningum enn og ýmsar blikur á lofti með það þetta sumarið.
Það er gamalkunnugt vandamál að þegar áhugamálin eru of mörg og tengjast svo vinnunni í þokkabót þá hriktir einhversstaðar í.
Skrifað af svanur
27.05.2012 08:05
V.V.V.sýkin,hvítasunnuhvellur og sauðburðarlok.
Það hefur trúlega verið uppúr 1965 sem vetrarrúningur á fénu fór að ryðja sér til rúms.
Áður var oftast smalað til rúnings seinnipart júní á þessu svæði hér enda fé komið um öll fjöll á þeim tíma.
Vetrarrúningurinn var tekinn bratt að hætti íslendinga og var oft verið að alrýja fé frameftir aprílmánuði. Þá var fóðrun , aðbúnaður og heybirgðir með öðrum hætti en nú og oft voru ærnar ansi strípaðar þegar kom að því að setja þær út með lömbunum.
Það var þá sem VVV veikin átti til að stinga sér niður ef gerði slæm rigningar eða kuldaáhlaup.
V.V.V. útleggst sem " vanhöld vegna vetrarrúnings."
Ég minnist þess eftir eitt hvitasunnuáhlaupið, sat einn sveitunginn uppi með nokkra tugi heimalinga.
Margir aðlöguðu sig svo veðráttunni eins og gerst hefur gegnum aldirna og skildu eftir hluta reyfisins á kindinni (a.m.k. því eldra) sem skipti svo sköpum þegar illa voraði.
Stórrigningin sem gekk yfir síðasta sólarhring hefði gengið nærri einhverri ánni á þessum tíma þó nú slyppi þetta trúlega víðast fyrir horn.
Þessar báru sig nokkuð vel í gærmorgun og þær best settu ullarlega héldu sér við beitina eins og ekkert væri að veðrinu.
Það var skýlt sér á bakvið það sem nærtækast var enda féð mislífsreynt í að finna á sér veður og verjast því.
Þessi gamla og útsjónarsama ær var bara í fínum málum með lömbin sín.
Nú er brostin á sól og hiti og ekki annað að sjá í kortunum.
Vegna veðurspár hefur ekkert verið sett út hér í nokkra daga svo nú verður tekið til hendinni í dag og morgun og allt sett út sem hæft er í það.
Tvær ær eru óbornar, önnur á tal síðast í júní, hin á nokkra daga eftir.
Og ég sem er orðinn svefnléttur með aldrinum og dugar oftast 5- 6 tíma svefn er búinn að sofa a.m.k. 12 klst. síðasta sólarhringinn.
Gæti hugsanlega átt aðeins meira inni hjá Óla Lokbrá eftir síðasta mánuðinn
Áður var oftast smalað til rúnings seinnipart júní á þessu svæði hér enda fé komið um öll fjöll á þeim tíma.
Vetrarrúningurinn var tekinn bratt að hætti íslendinga og var oft verið að alrýja fé frameftir aprílmánuði. Þá var fóðrun , aðbúnaður og heybirgðir með öðrum hætti en nú og oft voru ærnar ansi strípaðar þegar kom að því að setja þær út með lömbunum.
Það var þá sem VVV veikin átti til að stinga sér niður ef gerði slæm rigningar eða kuldaáhlaup.
V.V.V. útleggst sem " vanhöld vegna vetrarrúnings."
Ég minnist þess eftir eitt hvitasunnuáhlaupið, sat einn sveitunginn uppi með nokkra tugi heimalinga.
Margir aðlöguðu sig svo veðráttunni eins og gerst hefur gegnum aldirna og skildu eftir hluta reyfisins á kindinni (a.m.k. því eldra) sem skipti svo sköpum þegar illa voraði.
Stórrigningin sem gekk yfir síðasta sólarhring hefði gengið nærri einhverri ánni á þessum tíma þó nú slyppi þetta trúlega víðast fyrir horn.
Þessar báru sig nokkuð vel í gærmorgun og þær best settu ullarlega héldu sér við beitina eins og ekkert væri að veðrinu.
Það var skýlt sér á bakvið það sem nærtækast var enda féð mislífsreynt í að finna á sér veður og verjast því.
Þessi gamla og útsjónarsama ær var bara í fínum málum með lömbin sín.
Nú er brostin á sól og hiti og ekki annað að sjá í kortunum.
Vegna veðurspár hefur ekkert verið sett út hér í nokkra daga svo nú verður tekið til hendinni í dag og morgun og allt sett út sem hæft er í það.
Tvær ær eru óbornar, önnur á tal síðast í júní, hin á nokkra daga eftir.
Og ég sem er orðinn svefnléttur með aldrinum og dugar oftast 5- 6 tíma svefn er búinn að sofa a.m.k. 12 klst. síðasta sólarhringinn.
Gæti hugsanlega átt aðeins meira inni hjá Óla Lokbrá eftir síðasta mánuðinn
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334