14.05.2013 04:31

Svo sem maðurinn sáir................

 Vorkoman hefur verið á rólegri nótunum og allt er asalaust enn í málaflokknum.

Þó okkur Nesbúum finnist ekki á okkur bætandi í Þeim efnum, Þjáumst við samt með kollekum okkar sem bíða Þess að fá kalin túnin undan snjóalögum, með fjárhús sem eru að yfirfyllast af nýbornu fé.

 Nú sér hinsvegar loksins fyrir endann á byggsáningu hér á bæ.
Það er um hálfum mán. seinna en í fyrra Þegar vorið var akkúrat í hina áttina.


                                                                                                                             Úr myndasafni.

 Það er Því ljóst að nú verða engin met slegin í uppskerumagni eða gæðum Þó enn geti Þetta sloppið fyrir horn, ef í hönd fer árgæska til hausts a.m.k.

 Þetta er annað vorið í byggsögu búsins sem eingöngu er notað sáðbygg úr sveitinni.


 Það fóru um 20 sýni í gegnum spírunarpróf hjá mér Þvi krafan er að spírun sé vel yfir 90 % til að  bygginu sé gefinn kostur á öðru lífi. Þrjú sýnanna hér fyrir ofan, lágu á bilinu 95 - 100 % spírun.

Nú er  allsendis óvíst að sáðbygg náist næsta haust.



 Þetta er græjan sem sér um sáninguna. Tæting, áburður og fræ allt í sömu ferðinni.

Nú var svo prófað plógherfi á hluta akranna í stað plægingar. Það er tvisvar til Þrisvar sinnum afkastameira en plógurnn með samsvarandi olíusparnaði og verður spennandi að sjá hvort uppskerumunur verður á plægðum og herfuðum ökrum í haust.

 Hér var skorinn niður hektarafjöldinn í byggræktuninni á síðustu metrunum. Byggræktun á Það nefnilega sameigilegt með sauðfjárræktinni að menn verða stundum að setjast niður með afar jákvæðu hugarfari og lausir við alla smámunasemi á slæmu árunum, Þegar hagnaðurinn er reiknaður..

Hér er enn klaki í jörð og kuldaleg  langtímaspáin fær mann ekki til að sleppa sér í bjartsýniskasti um bygggróða Þetta árið.

En vona Það besta og reikna " rétt" , Þá  sleppur Þetta samt örugglega taplaust eins og " öll " hin árin. 

Og næsta ár verður svo náttúrulega frábært.


12.05.2013 05:19

Sauðburðarvakt á sunnudagsmorgni.

Það er blankalogn.

  Skvaldrið í fuglum himinsins er stanslaust á leiðinni í fjárhúsið og hafa Þrestirnir ótvírætt vinninginn í athyglissýkinni.

 Hrossagaukarnir leika greinilega listir sínar í 3 áttum Þessar mínútur sem gangan tekur.
 Það garga endur í affallskurði hitaveitunnar og landnámshanar tengdadótturinnar eru farnir að blanda sér í málið Þó klukkan sé ekki orðin fjögur.

Eina sem vantaði var tófugagg í fjarska en Það hefur bara ekki heyrst í vetur, hvorki í pottferðum vetrarkvöldanna eða á sauðburðarröltinu.

Sem er óneitanlega áhyggjuefni fyrir grenjaskyttuna.

 Og Hafursfellið stendur á haus í tjörninni en Það er alltaf jafn skemmtileg sjón svona í sólaruppkomunni.



 Á austurhimninum gerir sólin kröftugar tilraunir til að brjótast gegnum skýin og tókst Það reyndar áður en lauk.



 Það er alltaf dálítið sérstök tilfinning að koma í fjárhús árla dags í miðjum sauðburði.
Ég  gekk  gegnum gömlu fjóshlöðuna sem er öll hólfuð niður í misstórar stíur sem eru orðnar nokkuð setnar af ástríkum lambsmæðrum.



  Þrátt fyrir um 60 kindur með um 120 lömb heyrðist ekkert nema notalegt jórturhljóðið í ánum sem lágu svo til allar ásamt lömbunum.

Langflestar virtu bóndann ekki viðlits og engar stóðu upp í virðingarskyni, enda orðnar vanar stöðugri umgengni  vakthafandi fjárbænda og virðingin trúlega takmörkuð.

 Sama sagan var í fjárhúsinu , allt var í ró og Þær sem komnar voru að burði sýndu gamla bóndanum Þá tillitsemi að halda í sér lömbunum framyfir morgunmjaltirnar.



  Sá gamli var Þeim sérstaklega Þakklátur í Þetta sinn Því hann hafði verið ræstur út á aukavakt um hálf eitt, til að skutlast með eina í fæðingarhjálp í Hólminn.

 Í gegnum tíðina er slík ferð árlegur viðburður en sjaldnast nema ein að vori.
svo nú er Það mál afgreitt. 7-9-13.

 En miðnæturlúr bóndans styttist um rúma tvo tíma vegna Þessa. 

Nú er hitastigið að nálgast ásættanlega tölu og túnin að taka rétta litinn og Þó veðurfræðingarnir séu enn, farnir að hafa uppi stöðugar hótanir um kólnandi veður í langtímaspánni tökum hvorki ég né fuglakórinn hið minnsta mark á Því.

Nú er vorið nefnilega komið.

Já, Það verður svo bara mishlýtt eins og venjulega.

04.05.2013 09:24

Afspyrnudöpur fjárveiting og fæðingardeildin.

 Þegar ákveðið  var að fjárfesta í almennilegri aðstöðu fyrir féð var markið sett á að taka Það alla leið með eins mikilli vinnuhagræðingu og Þægilegheitum og hægt væri innan Þröngra kostnaðarmarka.

 Gamla fjóshlaðan sem hefur hýst 75 kindur undanfarin ár átti m.a.að nýtast í sauðburðinn.

Þetta rými sem er um 9 X 12 m. átti að reyna að nýta sem best með vinnuhagræðingu og fjölda í huga.

 Það var lagt upp með að koma upp 20 einstaklingsstíum og a.m.k. tveim rúmgóðum hópstíum með góðu lambavari. Þar til viðbótar eru fyrir tvær 9.m. krær í hinum enda hlöðunnar
 
 Og útlagður kostnaður mátti vera max, 20 - 25.000 kr

Sem betur fer leynast vinir litla mannsins víða, og Þessi brettabunki ásamt ýmsu timburdrasli sem enn var nothæft eftir brambolt síðasta árs dugði í innréttingarnar.



Þetta efni nýttist vel í milligrindurnar, allar stoðir og ýmislegt föndur.



 Allt var Þetta hugsað Þannig að fljótlegt og auðvelt yrði að taka allt niður og fyrirferðin yrði í lágmarki í geymslunni.
 Milligrindurnar eru í staðlaðri stærð. Þær eru festar með 3 skrúfum og hleðsluborvélin verður eina tólið sem Þarf við niðurrifið og uppsetninguna.


 Eina sem ekki var fjarlægt fyrir aðgerðina var jatan með veggnum til hægri.Þegar milligrindurnar í Þeirri röð verða losaðar er grindin t.h. í ganginum ein eining.
 Ekki var lagt í sjálfbrynningu í stíunum af tæknilegum örðugleikum vegna væntanlegs niðurrifs, heldur komið upp vatnsíláti á hverjar tvær stíur. Það er haft við ganginn til að auðvelda áfyllingu og losna við heymengun.

 Reynslan af Því er sú að umtalsverð hætta er á að tæknilegu vandamálin verði ekki leyst frekar.



 Jatan er í tveim einingum á lengdina. Breidd og lengd eininganna ákvarðaðist af stærð  krossviðarplötunnar. Jötubotninn 62 cm. eða 1/2 plötubr. og lengdin á jötunni samtals 9.76 m. eða 4 x 1/2 plata.
 Jötubotninn er á grind úr fjölum 1x6 . Stoðirnar skrúfast síðan í jötuna og er gert ráð fyrir að Þær verði losaðar frá við niðurrifið. 

 Það setti verkinu ákveðnar skorður að Þurfa að rífa allt niður að sauðburði loknum. Sérstaklega vegna brynningar og aðgengis/dyrum að stíunum. Stíuhæðin var Því í lágmarki til að auðvelda umganginn.


                        Stoðirnar skrúfaðr frá og jötubotninn stendur eftir.

 Hérna megin verða svo tvær hópstíur með góðu lambavari sem auðvelt verður að fylgjast með.



 Það er rúmlega meters hæðarmunur milli fjárhúss og gömlu hlöðunnar.
Það var talverður léttir að komast að Því að ærnar elta lömbin umyrðalaust upp rampinn enda aldar upp við allskonar gangarag.


 Kolla hin ánægðasta með Þrílembingana sína. Ekki er ólíklegt að einn Þeirra verði hrútsefni í gemlingahópinn næsta vetur.

 Kostnaðaráætlunin stóðst svo prýðilega. Aðeins voru keyptar 3 krossviðarplötur og síðan skrúfur og naglar.

Já, Það er svo áætlaðir innan við tveir tímar fyrir tvo, að taka Þetta niður og koma fyrir í sauðburðarlok.

Nú er svo bara að láta sig hlakka til Þess.
Flettingar í dag: 665
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579358
Samtals gestir: 52634
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 10:04:13
clockhere