20.09.2013 21:43

Réttar græjur, innrásarlið og tímatökur.

 Það skiptir engu hvort verið er að byggja hús, bauka í viðhaldi Þess eða gera við véladótið. Allt gengur betur ef réttu verkfærin eru við hendina.

 Ég fór og tók til í skógræktinni hjá nágrannanum í morgunsárið.



 Það tók mig 2 mínútur að raða upp Þessum léttu og meðfærilegu grindum frá Jötunn Vélum.



 Það tók Korku og Smala örfáar mínútur að ná kindunum saman og sýna Þeim hverjir væru búnir að taka yfir stjórnina.



 Svo var bara rölt á undan hópnum niður að kerrunni til að loka henni Þegar búið væri að lesta hana með innrásarliðinu.



 Já, Það tók síðan um 6 mínútur að koma Þessum 13 kindum í kerruna og ganga frá grindunum.


 Ætli Það hafi bara ekki farið mesti tíminn í tímatökurnar.  ;)

19.09.2013 07:53

Ekki alltaf jólin í bygginu.


  Það má segja að í byggúthaldinu Þetta sumarið eigi vel við málshátturinn að sjaldan sé ein báran stök.

 Sáningin var á seinni skipunum í blauta og kalda akrana og rigningarkaflinn sem stóð frá miðjum maí fram í júni var boðberi Þess sem koma skyldi.

 Mýrarakrarnir sem hafa verið gulls ígildi liðin Þurrkasumur, snerust nú í öndverðu sína enda byggjurtin Þekkt fyrir allt annað en Þolgæði í bleytunni.



 Og við hér á vesturslóð sem erum löngu hættir öllu bjartsýnistali um væntanlegar uppskerutölur vitum ekki hvort við eigum að hafa meiri áhyggjur af blautum ökrum eða byggi, sem mótmælir önugu tíðarfari með Því að ljúka ekki Þroskaferlinu, svo Það verði tækt í Þurrkunina.



 Akrarnir eru grænköflóttir yfir að líta og í norðanhvellinum brotnuðu stönglarnir á Því sem farið var að gulna en græni hlutinn sem enn bíður eftir sumri og sól stóð veðrið af sér. 

  Nú er góð frostnótt Það sem vantar til að koma ökrunum í vetrarhaminn.

 Þá er eftir að kanna flotið í Þreskigræjunni sem hefur nú marga fjöruna sopið síðustu 10 haustin.



 Stundum ótrúlegt hvað hún hefur náð að svamla um.



 En byggræktendur hafa líka marga fjöruna sopið og í svona árferði  er bara að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga.



Olsok akur 5 -.9- 2009 sem ekki var tilbúinn.

   Kannski næsta ár verði í líkindum við Þetta sem var Þó ekkert sérstakt.

06.09.2013 21:12

Afslættir, óÞurrkar og klikkaðir spádómar.

 
 Rétt eins og verkamaðurinn gengur inn í sig og mildast allur í kröfugerðum sínum í bágu atvinnuástandi, slær bóndinn endalaust af gæðakröfum heyfengsins í slæmu árferði.

 Glerharður ásetningur um hvanngræna velverkaða há í ágústbyrjun linaðist eftir Því sem leið á mánuðinn og snerist að lokum  í Það að koma hánni í plast og fjarlægja hana  af túnunum hvað sem Þurrkstigi og lystugleika liði.

 Kröfurnar um a.m.k. góðan Þriggja daga Þurrk voru að sjálfsögðu löngu eyddar af harða diskinum og ákveðið að stökkva á fyrstu Þurru dagana sem gefinn væri ádráttur um hjá veðurguðunum.

Þá átti svo eftir að meta hversu marga ha. væri óhætt að slá hjá eigendum rúlluvélarinnar til að allt kæmist í plast um Það er lyki.

 Í svona ástandi hefur svo enginn efni á Því að velta fyrir sér stöðunni sem kæmi upp ef blessaðri rúlluvélinni skyldi nú daprast flugið í lokatörninni.

 Í Þessum skrifuðu orðum eru svo síðustu rúllurnar væntanlega að plastast í kvöldhúminu.

Eftir tvo Þurra daga og slakan Þurrkdag, - með túnin alveg rennandi blaut.

 Háin úr sér sprottin og illa Þurr kemst væntanlega í stæðu um helgina, fyrir utan Þá sem enn er óslegin hér á vesturbakkanum og bíður næsta stórÞurrks, nú eða daga sem eru talsvert úrkomuminni en aðrir dagar.

 Þetta tíðarfar kemur  svo væntanlega mörgum bóndanum aftur niður á jörðina, eftir að hafa vanist Því undanfarin sumur að geta skellt sláttugræjunni aftaní Þegar sprettan var hæfileg  og slegið og Þurrkað eftir hentugleikum.
 
Sem betur fer er heyskapurinn fljóttekinn á Þessum síðustu og bestu tímum og Þurrkkaflar óÞurrkasumarsins í júlí dugðu allflestum til að ná góðum heyjum  í fyrri slættinum.

 Þrátt fyrir vírusinn sem var að ganga í velflestum rúlluvélum héraðssins.

 Ég held að rúlluvélagræjurnar séu reyndar að verða helsti flöskuhálsinn í heyskapnum.

Sérstaklega á sumrum Þegar sólin felur sig og himininn lekur .

Og ég sem var búinn að steingleyma Því hvað Það er ömurlegt að vera í heyskap í sept.

Stundum ákveðinn kostur að vera orðinn fljótur að gleyma.

 Eftir Þennan harmapistil er svo  rétt að upplýsa Það að aðalspámaðurinn minn telur fullvíst að Það séu a.m.k 7 ár í næsta rigningasumar.

 Ég kaupi Það að sjálfsögðu, enda hafa spádómar hans staðist hver á fætur öðrum.

Nema Þeir sem hafa klikkað.emoticon
Flettingar í dag: 793
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579486
Samtals gestir: 52638
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 11:31:18
clockhere