Færslur: 2019 Nóvember

30.11.2019 20:00

Að detta út,- eða þannig.

 Það fór margt um hugann laugardaginn 31 ág, sl. liggjandi inná  Lansanum í Fossvogi . 

    Málfarið illskiljanlegt , hægri hliðin orðin svo til stjórnlaus/lömuð  og orðinn ófær um að  kingja vökva og mat eðlilega. 
   Einkennin höfðu komið hægt og rólega daginn áður . Óstöðugleiki og þvoglumælgi minntu helst á þegar var tekið á því á þorrablótunum fyrir margt löngu.
     Þegar stefndi í algjört óefni var ég studdur útí bíl og rennt suður á heilsugæslu. Þar var ég bankaður aðeins og spurður nokkurra spurninga,- svo var það forgangsakstur í bæinn.
  
     Mér skildist að hvort sem um heilablæðingu eða blóðtappa væri að ræða skipti tíminn öllu máli. Allt framyfir 4 klst. frá áfallinu minnkaði batalíkurnar.  
     Þeim sem hefur sjaldan orðið misdægurt um æfina verður þetta talsvert áfall.

Hinum líka.
   
     Kippt útúr daglega amstrinu með látum og vissi reyndar ekkert um framhaldið og batalíkurnar. 

     Greiningin var blóðtappi í vinstra heilahveli með ofangreindum afleiðingum. 
    
    Hér er verk að vinna sagði læknir no 2 á stofuganginum á sunnudeginum og lét líklega með að ég ætti að ná þessu öllu til baka.
 
  Eftir að hafa vorkennt mér fyrsta sólarhringinn fór ég að velta fyrir mér framhaldinu.
    Ákvað einfaldlega að fara á fullt í að ná öllu sem tapast hefði, til baka( plan eitt) 

Plan tvö var ekki útfært í bili. 

   Göngugrind gekk bara vel, þó hægri fóturinn drægist nú bara með í fyrstu.Sjúkraþjálfarinn minn fullvissaði mig um að þetta kæmi allt til baka en það tæki tíma,- sumt mjög langan. 
 
  Markmiðin sem stefnt var á,  var að verða óhaltur, og langtímamarkmiðið að komast á hestbak aftur. (Fannst það að vísu dálítið fjarlægt þarna.)
 
 Endurhæfingin gekk ótrúlega vel.

     Ég beit það svo í mig að komast heim næstu helgi eftir áfallið. Það vakti nú ekki mikla hrifningu hjá þjálfara og læknateymi.

     Þegar ég skipti á göngugrind og hækju á miðvikudegi og bjó til mjög trúverðuga ástæðu fyrir því að komast heim, þá var það samþykkt með semingi.

    Ég hafði lofað því nokkrum sinnum á dag að detta ekki, og marglofaði því fyrir helgarorlofið.emoticon
   Þetta var erfitt en samt ómetanlega mikils virði fyrir mig (held égemoticon  Það var t.d. gríðarstór áfangi að ná að smyrja fyrstu brauðsneiðina . 

  Þó verkið væri mjög illa unnið og vinstri hendin notuð til að borða hana.

 Hundarnir hinsvegar þekktu mig varla.

   Skildu ekkert í nýja málinu  mínu og það kom í ljós að allt flaut var horfið og ekki náðist einu sinni hljóð úr smalaflautunniemoticon.  
   Eftir helgina ákvað ég að sleppa hækjunni alveg og sjúkraþjálfarinn féllst að það þó hún væri á nálum  með það fyrst. 

   Var ekki mjög skriðdrjúgur fyrstu dagana en þetta kom hratt. 
   
  Mér hafði verið lofað því að ég færi ekki af spítalanum fyrr en ég kæmist á Grensás en það var allt fullt þar. 

  Meira um það næst( kannski).emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 337
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581800
Samtals gestir: 52781
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 03:19:13
clockhere