11.10.2008 19:58

Fyrir góða skapið.

 Eitt af því sem gefur lífinu gildi  og viðheldur góða skapinu í öllu fárinu, sem er nú kannski ekki að hrella gamla kæruleysispúka eins og mig, er afastelpuskoffínið.

  Trampólínið hefur mikið gildi hjá litlu dömunni.





 Og svo á bossann.


  Já svartagallið á ekki heima á svona degi.emoticon 

Svo heimtust 3 lömb í dag.emoticon 



 

10.10.2008 19:06

Ísland í vondum málum.


   Ég ætla ekkert að tjá mig um brennuvargana, ekki heldur um þá sem réttu þeim eldspýturnar.
Ég ætla ekki heldur að skrifa neitt um þá sem áttu að sjá um reykskynjarakerfið og brunavarnirnar.



    En þetta var mikil veisla og bráðskemmtileg fyrir marga. Eldurinn logaði glatt.



                    Með miklum flugeldasýningum og margskonar hallói.

       En timburmennirnir eru alveg hrikalegir. Allir erlendir birgjar íslenskra innflutningsfyrirtækja kaupa sér gjarnan tryggingar hjá til þess gerðum tryggingarfyrirtækjum sem eiga að tryggja þeim greiðslu ef kaupandinn bregst. Þessir birgjar fá nú hver á fætur öðrum uppsagnir á þessum tryggingum hvað Ísland varðar. Þessar vikurnar eru  síðan íslenskir áburðasalar að ganga frá pöntunum fyrir vorið. Enginn erlendur seljandi tekur íslenskar bankaábyrgðir gildar.

   Það er talið að skuldaaukning á íbúa sé á milli 10 - 20. milljónir eftir því hvar gengið endar. Hvað eru margir í heimili hjá þér.

   Þetta snýr að heildinni m.a. . Best að velta sér ekkert upp úr því sem snýr beint að einstaklinunum.

    En eins og landsfeðurnir segja. Nú er bara að spýta í lófana og horfa glaðbeitt fram á veginn.

    Enda ekki allir vetur með vori??

  Þó ég hafi ekki mætt á Arnarhól í dag, finnst mér að Ingibjörg ætti nú að fara að svipast um eftir sendiherrastöðu fyrir hann Davíð.

  Ætli nokkuð sé laust í Rússlandi???emoticon

08.10.2008 19:11

Gömlurnar mínar. In memorium

 Hæg sunnanáttin lék um okkur Vask þar sem við þrömmuðum uppá og síðan inn Þórarinsmúlann.
Við héldum okkur norðan í múlanum því við vissum af nokkrum kindum sunnan í honum. Ég hafði séð  6 kindur þar í gær og okkur hafði sýnst neðan af dal að annað eins hafði bæst við um nóttina.
 Ég var að vonast til að þessar gömlu mínar væru kannski mættar, en þær hafa haft fyrir reglu að mæta á þetta svæði löngu eftir leitir , helst ekki fyrr en í snjóum.Hvaðan þær koma er mér hulin ráðgáta. Þetta var um 7 kinda hópur fyrir nokkru ( + lömb) en þess er gætt að endurnýja ekki þennan klúbb og þessar þrjár eftirlifandi, eru á síðasta árinu.  
 Það var gaman að fylgjast með Vask þegar hann tók lyktina af fénu þegar við gengum framhjá því án þess að sjá það. Það hafði verið í þrem  hópum og hann stoppaði,lifnaði allur við og leit síðan á mig . Þegar ég sagði Nei, og hélt áfram dofnaði yfir honum og áfram héldum við. Þegar Vaskur hafði staðsett síðasta hópinn hófst aðgerð 1, sem var að senda hundinn innfyrir innsta hópinn. Hann varð að halda fénu að hlíðinni/múlanum  því stutt var í næst gil og við þurftum líka að koma þessu öllu saman, í einn hóp.
 Það glaðnaði yfir mér þegar ég sá að þetta voru Dorrit og vinkonur, mættar óvanalega snemma í þetta sinn. Þarna voru að hittast kunningjar til margra ára( Vaskur og þær) og þessar fjallafálur runnu rólega af stað  rétta leið og hundurinn vann vinnuna sína án nokkurra afskifta, þar til ég þurfti að kalla hann inn, til að stýra hinum hópunum tveimur niður múlann saman við þennan. Það voru "aðkomukindur" en höfðu trúlega lesið nýlegt blogg hjá mér og var í mun að sverja af sér öll ættartengsl við ræktunarlínurnar sem þar var lýst. Þegar þær gömlu runnu eiginlega beina leið heim reyndu hinar þó ýmsar undankomuleiðir en allt innan eðlilegra marka.

 Vaskur leiðbeinir þeirri af Austurbakkanum niður Seljamúlann,steinhissa á meðfærileikanum.
   Hvítahlíðin og Svörtufjöll í baksýn.

               Þær gömlu renna niðurmeð ánni en hinar láta hafa aðeins meira fyrir sér .
               Það er svo óþarfi að taka fram að Núpudalurinn er flottasti dalur í heimi.

  
 Síðustu klúbbfélagarnir tóku smá pásu og og stilltu sér upp áður en hliðið yrði opnað og fjalllendið kvatt í síðasta sinn. Það er eins og afkvæmin séu að slá skjaldborg um þessar gömlu  heiðursær.
  
 Það var skemmtilegt að þessi síðasta heimkoma þeirra gekk svona snurðulaust fyrir sig og veðrið var meiriháttar. Og nú fækkar þeim óðum rollunum mínum sem ekki mæta heim til sín með eðlilegum hætti á haustin. 

 Ekki er ólíklegt að þeim dögum sem ég er að þvælast um fjöll, sem koma mér ekkert við, á eftir rollum sem koma mér alls ekkert við, muni snarfækka líka.emoticon 
 
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 581711
Samtals gestir: 52779
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 02:36:21
clockhere