02.08.2013 21:20

Á ferð um norðausturland.


 Það var dólað norður í Vaglaskóg seinnipart sunnudags.



  Númer 1-2 og 3  í Þessum ferðamáta er að halda sig sólarmegin í lífinu.

 Aðalstopp mánudagsins var á Svalbarði í Þistilfirði hjá fyrrverandi sveitunga.



Þar var m.a. Þessa áhyggjufulla móðir með 3 gæsaunga sem eru að gera henni uppeldið sífellt erfiðara. VelÞekkt vandamál hjá fleirum en henni.


Þarna er svo birnan til húsa með sína stuttu en merkilegu sögu.



Næstu Þremur nóttum var svo eytt á tjaldsvæðinu á Skjöldólfstöðum í Jökuldal



  Frábært að vera Þar og ef dalurinn var fullur af niðaÞoku að morgni, var bara keyrt uppúr henni í sólina.



 Það var rennt við í Laugarfellsskálanum sem er Þeim Fljótsdælingum til mikils sóma.



 Það hefur vafalaust " tekið í" að koma upp Þessari flottu aðstöðu Þarna, en Þeir hafa breitt bak fljótsdælingar.

 Þarna var tekinn 7 km gönguhringur til að kanna Þolið hjá bóndanum fyrir hreindýraharkið.



 Fossaleiðin varð fyrir valinu frekar en að skokka uppá Laugarfellið og hér er fossinn Faxi í Jökulsá á Dal. 



 Og Stuðlafoss í Laugará.



 Kirkjufoss í Jökulsá.



 Allstaðar á Þessari leið Þar sem lækjasitrur komu úr hlíðunum í árnar var Þessi sterki mýrarrauðalitur eða hvað sem Þetta er, áberandi.



 Og heimurinn er lítill Því ég rakst á Þennan unga jökuldæling ættaðan frá Setbergi við Hornafjörð. Hann er undan henni Loppu Tinnadóttir frá Dalsmynni.



 Svo var ég sérstaklega sendur til að berja Þennan 10 ára gamla tarf augum, svo ég vissi hvernig gripurinn liti út sem ég ætlaði mér að veiða áður en snúið yrði vestur á ný.

 

  Sá gripur fannst svo seint og um síðir norðaustur af Kistufellinu, t.h. á myndinni síðla dags sem Þessi mynd var tekin.

 Þá var hægt að drífa sig heim og klára fyrri sláttinn og nú er miðsvetrarheyið fyrir sauðféð og útigangsheyið komið í plast.

 Og Þá er bara að snúa sér að næsta máli á dagskrá.

28.07.2013 13:30

Á hreindýraveiðum.


 Við gædinn minn, Alli í Klausturseli lágum á melkasti á Hróaldsstaðarheiðinni og virtum fyrir okkur stóra hjörð hreindýra, Þar sem Þau lágu á snjóbreiðu í Þokkalegu riffilfæri.

 Hróaldsstaðarheiðin liggur uppaf eða norðuraf Selárdal í Vopnafirði.

   Það var ekki nóg með að ég hefði aldrei áður séð svona stóra hjörð í Þessari nálægð, heldur átti ég einhvern ótiltekinn tarf í hópnum.

 Daginn áður höfðum við varið deginum í að leita Jökulsdalsheiðina allt norður í Hofsárdal og austur fyrir Sandfellið. Síðla dags sáum við svo nokkurra dýr hóp norðanlega á Smjörvatnsheiðinni í um 3 - 4 km fjarlægð.
 Það var í sama mund og Þokubakkinn sem hafði haldið sig í Smjörfjöllunum var kominn á gott skrið suður á bóginn.

 Gædinn var ekki kunnugur svo norðanlega og staðan var metin blákalt Þannig, að Þokan myndi hellast yfir okkur u.Þ.b. sem við næðum til hópsins.
 
 Það var Því ákveðið að halda heim á leið og athuga frekar með 11 dýra hóp sem gæti haldið sig á Þeim slóðum sem farið yrði um á leiðinni.

En Það eru ekki alltaf jólin í veiðinni.

 Ég hafði fengið úthlutað tarfi á svæði 1 sem liggur norðan Jökuldals trúlega allt til Jökulsár á fjöllum ef út í Það væri farið.

  Um kvöldið var síðan ákveðið að fara daginn eftir á svæðið norðan Selárdals í Vopnafirði en Þar var talið að trúlega væru a.m.k. 3 hópar í kringum Mælifellið og Kistufellið.


                                                   Kistufellið , Syðri Hágangur t.h.

 Eftir daglanga árangurslausa leit vorum við á heimleið Þegar við duttum niður á hópinn á fönn milli holta, fyrir algjöra tilviljun.

 Þetta var blandaður hópur, tarfar, kýr og kálfar lágu í tiltölulega Þéttum hóp og einungis nokkrir kálfar uppistandandi.

 Mér féllust eiginlega hendur  við að virða Þvöguna fyrir mér gegnum byssusjónaukann og ekki mjög freistandi að skjóta eitthvað tiltekið dýr í liggjandi hópnum.

 Alli var hinsvegar fljótur að lesa hópinn og sagði mér að taka annan eða Þriðja tarf frá hægri, alltaf dálítið hægrisinnaður hann Aðalsteinn.

  Ekki leist mér á hvernig Þeir sneru við mér en meðan ég var að velta fyrir mér næsta leik stóðu Þessir tveir upp hinir rólegustu.
 Annar Þeirra sá stærri var hornbrotinn sem var ákveðinn galli í uppstoppun. Ég sem nautakjötsframleiðandi var hinsvegar ekkert á höttunum eftir stærsta tarfinum í hjörðinni vitandi Það að hár aldur hefur ekki góð áhrif á kjötgæðin.

 Það er svo alltaf sami léttirinn Þegar banaskot heppnast vel í veiðinni, hvort sem skotmarkið er lítið eða stórt.



 Hér er hópurinn fyrst að taka veður af okkur og virtust ekkert kippa sér upp við Það að vera orðin einu færra.



 Þau ákveða samt að yfirgefa svæðið í rólegheitum.



 Alli taldi að  hópurinn væri talsvert á annað hundraðið. Það sést svo  vel á myndunum  hvað dýrin falla vel inní landslagið.



 Hér er horft austuryfir Almenningsárvötnin og Þokan er að leggja undir sig Vopnafjörðinn og dalina innaf honum.
  
 

 Hér er svo Gædinn mættur með afrakstur tveggja daga veiðiferðar að vaðinu við Selána.
Mælifellið í baksýn í hitamistrinu.



 Sá gamli hæstánægður með tveggja daga fjallaskoðun og fyrsta og síðasta hreindýrstarfinn sinn.

 Og 5 daga sumarfríi lokið.

21.07.2013 09:57

Bændareiðin mikla.

Það skiptir engu hvernig veðurfræðingarnir láta í spánum, alltaf er gott veður í bændareiðinni.



 Nú var reiðin í boði nokkurra í austurhluta sveitarinnar
. Það var riðið frá Hótel Eldborg að Ytri Rauðamel.



Þaðan var gamla lestargatan tekin að Þverárrétt Þar sem áð var góða stund enda veitingar í boði reiðhaldara. Síðan var götunni haldið að Dalsmynni og Söðulsholti svona eins og hægt var með breyttri landnýtingu.


 Þrír fararstjóranna bera saman bækur sína á Ytri Rauðamel.



 Það voru um hundrað manns í hnakk og hér teygist vel úr hópnum vestur Dalsmynnishlíðina.

Svo var tekinn smá útúrkrókur niður með Núpánni

 Næsta stóra stoppið var í Hrútsholti og enn voru veitingar í boði.
 

 Þar var Brokkkórinn mættur og tók lagið af mikilli snilld. Kórfélagar bættu svo um betur eftir matinn um kvöldið.

 Nú var haldið að Rauðkollstöðum Þar sem var stutt járningarstopp Þó tímasetningarnar væru nú eitthvað að gefa sig.



 Þaðan var riðið niður að Núpárósum en Þar sem var háflóð leiddi bóndinn okkur svona fjallabaksleið að Núpánni. 
 
 Þá var orðið stutt í Hótelið Þar sem kvöldverðarslúttið beið okkar með ríkulegum veitingum.

Ekki slæmur dagur Þetta.
Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 718
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 579302
Samtals gestir: 52633
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 09:20:30
clockhere