06.05.2008 02:35
Kolbrún Katla í orlofi.
Já litla manneskjan brá undir sig betri fætinum og ákvað að dvelja í nokkra daga hjá afa og ömmu á Ströndunum. Ekki er ólíklegt að hún njóti ásættanlegrar gestrisni þar og finni eitthvað þarflegt handa gestgjöfunum að dunda við.
Hún hefur alltaf haft gaman af góðri músík og er fyrir löngu búin að sýna sínum nánustu ýmsa góða takta í dansmenntinni. Nú hefur hún áttað sig á því að ekki gengur að vera ein að hringsnúast á gólfinu. Engu skiptir hvað hún er að rísla við, hvort sem það eru djúpvitrar bókmenntir eða "dótið" hennar, ef fjörugt lag hljómar í útvarpinu þá kallar hún óðara á afa og ef hann bregður ekki skjótt við,kemur hún hlaupandi eins hratt og litlu fæturnir geta borið hana og dregur afann með sér á gólfið. Ef amman er svo heppin að vera heima er hún sótt líka á á sömu yfirferðinni. Danssporin eru oftast ýmis afbrigði af steppdansi með ýktu látbragði eftir því hversu fjörugt lagið er og þegar afinn fer að mæðast, þýðir ekkert fyrir hann að steppa afturfyrir dömuna og láta síg hverfa inn í stofu þar sem er ágætis hvíldaraðstaða. Það er kallað aaafi með miklum ásökunartón og afinn sóttur miskunnarlaust. Helsta áhyggjuefni ömmunnar er að einhver heimilisvinurinn rekist inn án þess að banka og sjái gamla fólkið við þessa iðju ( hoppandi um eins og stagkálfar að vori) sem öllu eðlilegu fólki þætti trúlega nokkuð áhugaverð sjón. Helsta örþrifaráðið er því að vera snöggur að slökkva á útvarpinu áður en fréttatímunum lýkur því ekki er fólk látið komast upp með að slökkva á útvarpinu í miðjum danstíma. Já, ég er ekki frá því að afi og amma í Snartartungu muni verða orðin nokkuð góð í dansmenntinni í vikulokin, ef þau eru ekki farin að gleyma að kveikja á útvarpinu á morgnana.
Hún hefur alltaf haft gaman af góðri músík og er fyrir löngu búin að sýna sínum nánustu ýmsa góða takta í dansmenntinni. Nú hefur hún áttað sig á því að ekki gengur að vera ein að hringsnúast á gólfinu. Engu skiptir hvað hún er að rísla við, hvort sem það eru djúpvitrar bókmenntir eða "dótið" hennar, ef fjörugt lag hljómar í útvarpinu þá kallar hún óðara á afa og ef hann bregður ekki skjótt við,kemur hún hlaupandi eins hratt og litlu fæturnir geta borið hana og dregur afann með sér á gólfið. Ef amman er svo heppin að vera heima er hún sótt líka á á sömu yfirferðinni. Danssporin eru oftast ýmis afbrigði af steppdansi með ýktu látbragði eftir því hversu fjörugt lagið er og þegar afinn fer að mæðast, þýðir ekkert fyrir hann að steppa afturfyrir dömuna og láta síg hverfa inn í stofu þar sem er ágætis hvíldaraðstaða. Það er kallað aaafi með miklum ásökunartón og afinn sóttur miskunnarlaust. Helsta áhyggjuefni ömmunnar er að einhver heimilisvinurinn rekist inn án þess að banka og sjái gamla fólkið við þessa iðju ( hoppandi um eins og stagkálfar að vori) sem öllu eðlilegu fólki þætti trúlega nokkuð áhugaverð sjón. Helsta örþrifaráðið er því að vera snöggur að slökkva á útvarpinu áður en fréttatímunum lýkur því ekki er fólk látið komast upp með að slökkva á útvarpinu í miðjum danstíma. Já, ég er ekki frá því að afi og amma í Snartartungu muni verða orðin nokkuð góð í dansmenntinni í vikulokin, ef þau eru ekki farin að gleyma að kveikja á útvarpinu á morgnana.
Skrifað af svanur
05.05.2008 00:02
Rigningin er góð.
Það rigndi vel seinnipartinn í dag. Til að byrja með var þetta kalsarigning en svo hlýnaði og þetta var orðin ekta vorrigning áður en lauk,. Hér hefur ekki rignt í háa herrans tíð og allt orðið skrælþurrt. Nýræktirnar urðu hreinlega hvanngrænar fyrir augunum á manni og allt breyttist.. Meira að segja fuglarnir virtust breyta um tóntegund en ég hætti mér nú ekki útí að lýsa því nánar. Það var rokhvasst fyrripart dags svo ekki var hægt að sanda eins og til stóð. Í stað þess var farið í að dreifa taði og og taðhálmi úr haugum. Dreift var á tún sem plægð verð upp og sáð í rýgresi í sumar. Eftir kvöldmat var komið logn og þá var dreift nokkrum dreifurum af skeljasandi til að sjá hvernig Samsoninn virkaði. Það verður að segjast að þessi græja þeirra stórvina minna á Austurbakkanum er hrein snilld í skeljasandinn og taðið .Afköstin eru mögnuð og dreifingin á sandinum góð. Ef slá ætti túnin hefði ég viljað sjá fínni vinnslu á skítnum en þetta var gott í plæginguna. Atli náði að klára plæginguna í Dölunum svo nú hefst byggsáningin á morgun. Ekkert atvinnuleysi hrjáir því sveitavarginn þessa vordaga og stutt í stressið ef eitthvað fer úrskeiðis.
Skrifað af svanur
03.05.2008 23:34
Vorið er komið og!!
Þeir sem hafa alið aldur sinn hér á nesinu síðustu 50 árin eða svo, plús eitthvað, eru komnir með innbyggt mikið langlundargeð gagnvart veðurfari. Það verður samt að játast að þanþol undirritaðs var orðið ansi strekkt yfir norðaustanáttinni síðustu, guð má vita hvað marga daga. Nú er að bregða til betri tíðar og eins og ég spáði einhversstaðar er allt komið á fulla ferð. Þar sem allt síðastliðið haust var svona hálfgerð vætutíð eða þannig, náðist ekki að plægja akrana og eykur það álagið nú. Undanfarnir dagar hafa farið í að plægja og kalka/sanda á fullu og enn er verið að. Bændurnir hér í Eyjarhreppnum sáluga eru að sá í um hundrað ha. af byggi og síðan eru sumir með grænfóður til beitar eða sláttar til viðbótar. Hver er með sína akra þó uppskeran lendi svo í samkrulli um það er lýkur, nema félagið okkar, Yrkjar ehf. er með akra inn í Dölum. Þar verður plægt á morgun og síðan byrjað að sá þar, trúlega á mánudag .. Dalsmynni og Söðulsholt eru síðan með eitthvað óljóst samkrull í vinnunni og vélunum sem gengur fínt enda kæruleysið ríkjandi. Atli sem er aðal plægingarmeistarinn sér síðan um sáðvélina sem notuð er á svæðinu og fær að komast að því fullkeyptu í törninni sem framundan er.
Sauðburðurinn er svo að bresta á, því samstilltu sæðisærnar eru að byrja. Nýheimta gimbrin úr Stóra Langadalnum var síðan að bera og þó lambið væri stórt "Slapp það til" eins og Skagfirðingarnir segja, með guðs hjálp og konunnar minnar náttúrulega sem dugar nú kannski betur í fæðingahjálpinni en ?.
Sauðburðurinn er svo að bresta á, því samstilltu sæðisærnar eru að byrja. Nýheimta gimbrin úr Stóra Langadalnum var síðan að bera og þó lambið væri stórt "Slapp það til" eins og Skagfirðingarnir segja, með guðs hjálp og konunnar minnar náttúrulega sem dugar nú kannski betur í fæðingahjálpinni en ?.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334