25.05.2008 23:07
Smala, ferða eða keppnishestar??
Stígandi frá S. Skörðugili F. Prins M. Gríma ,bæði frá Syðra Skörðugili.
Það voru teknir tveir tímar í að taka út tilvonandi ferðahross í dag . Fjörureiðinni var hinsvegar sleppt sem betur fer, því eitt hrossið veiktist og það setur strik í móralinn í svona ferð. Ég byrjaði á honum Stíganda mínum sem hefur verið í sér meðferð hjá dótturinni. Þetta er enginn smalaklár staðhæfir dóttirin, hann er fínn fyrir mig í fjórgangskeppnir. Ég gef hinsvegar ekkert fyrir fjórgangskeppnir. Ég vil bara mína fjalla og ferðaklára sem komast svo með ásættanlegu móti um fjöruna á hátíðar og tyllidögum. Þeir verða að vera rúmir á tölti og brokki og ég vil alls ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að passa uppá písk í reiðtúrum. Það verður að viðurkennast að Stígandi hefur haft mjög gott af því að vera laus við mig í vetur. Dótturinni hefur tekist að létta taumhaldið og töltið er alltaf að rýmkast og hægatöltið er líka að koma. Það fór því ágætlega á með okkur félögunum, en ég sá það í hendi mér að þó taumhaldið væri fínt hjá okkur einum í heiminum yrði annað uppi á teningnum í samreið því Stígandi er með sömu genin og Auðun félagi minn, að vilja vera fyrstur í hópnum. Hann töltir hinsvega miklu , miklu betur og er meðfærilegri þrátt fyrir mikinn vilja, enda Auðun eins og hann er.
Síðan lagði ég á Dögg frá Kjarnholtum í fyrsta skipti. Hún kom skemmtilega á óvart og var umsvifalaust munstruð í túrinn. Allur gangur ,ágætur vilji og rúmt og einstaklega mjúkt brokk sem hægt væri að sitja allan daginn. Fimmti gangurinn sem ég ætla ekki að nefna til að æsa ekki upp tengdasoninn, mætti hinsvegar vera betur falinn eða yfirhöfuð ekki fyrir hendi.
Aðalhesturinn, Oturssonurinn Hyrjar frá Dalsmynni er hinsvegar útigenginn og ekki kominn á járn. Þó hann sé kominn á aldur stendur hann fyrir sínu og ég hef aldrei beðið um meira rými í brokki og tölti ,eða meiri vilja en hann hefur boðið upp á í gegnum tíðina.
Já þetta lítur bara ágætlega út með sleppitúrinn.
Skrifað af svanur
24.05.2008 22:02
Tvö eða þrjú??
Þessi gekk líka með þremur í fyrra. Samtals tæp 130 kg á fæti um haustið.
Hún er síkrafsandi, mér líst ekki á þetta sagði húsfreyjan með áhyggjutón í röddinni.
Hún stóð yfir nýborinni tvílembu þegar ég dróst út til að taka morgunvaktinia um 1/2 fjögurleitið frekar framlágur. Það getur samt ekki verið að hún komi með það þriðja, þessi eru svo stór, bætti hún við með vonarhreim í röddinni. Viltu ná þessari, ég þarf að skoða hana sagði hún svo og benti á eina með lamsóttina. Það ber rétt að en er stórt ,sagði hún svo að lokinni skoðun. Gæti verið einlembingur bætti hún við. Þessar bera svo trúlega í nótt og þessi er ekki ólíkleg sagði hún svo að lokum, spámannleg á svipinn og benti á viðkomandi áður en hún yfirgaf svæðið. Og þessi skoðaða átti bara eitt lamb. Það gekk á ýmsu áður en hún samþykkti að taka við þrílembing í sumarfóstur. Ekki dugði að setja lömbin í sameiginlegt bað sem virkar þó stundum. Það var ekki fyrr en næsta ær bar og náðist í alvöru legvatn sem samningar tókust. "Þessar" báru svo um nóttina og sú " líklega" í morgunsárið meðan verið var að afgreiða kýrnar.
Yngri bóndinn var svo í því að koma áburðinum á túnin en hinn markaði og kom út slatta af fé ásamt spákonunni. Hann fór síðan með tamningarolluhólfinu og gerði það alveg lúshelt, því 4 gemlingar og tvær geldær verða þar í sumar ( Stundum bænheyrður). Kannski verður Snilld litla orðin nothæf í haust?? Tvíburunum (Atla og Iðunni) sem áttu afmæli þ.21. var síðan haldin veisla samhliða einhverju sjónvarpsefni sem ég kann ekki að nefna en Halla Sif hafði bakað og eldað af miklum myndarskap daglangt. Þegar Júródæmið stóð sem hæst, laumaðist ég hinsvegar með ölið mitt í pottinn því nú átti sá gamli loksins að fá að sofa eitthvað af viti. Svo verður reynt að taka út hestakostinn á morgun því nú styttist í Sleppitúrinn. Það er svo boðið upp á fjörureið á fjögurfjörunni á morgun.
Það bendir sem sé ýmislegt til þess að sumarið sé að bresta á.
Skrifað af svanur
23.05.2008 21:27
Loksins eitthvað að gerast!!
Já nú er allt að komast í rétta gírinn í sveitinni. Rollurnar hrista úr sér lömbin hver í kapp við aðra og þó enginn hafi beðið um að 14 % þeirra yrðu þrílemdar er það staðan í dag. Já það þýddi ekkert að láta sig dreyma um kaffipásu eða smákríu eftir að mætt var á vaktina í nótt því milli þess sem tekið var á móti, var verið að braska með þrílembinga fram og til baka. Það verður skrautlegt þegar húsmóðirin fer að ættfæra þetta allt saman?? . Dóttirin sem var búin að yfirtaka stóran hluta af rollustússinu brá sér í bæinn að taka á móti einkunnunum sínum. Þar sem henni hlotnaðist í vöggugjöf góður slumpur af námshæfileikum foreldranna(af miklu að taka þar) voru þær vægast sagt frábærar og til hamingju með það Halla Sif.
Svo er búið að pakka saman jarðvinnsludótinu þetta vorið og mátti ekki seinna vera. Og í þessun skrifuðu orðum rennur rándýr áburðurinn í gegnum dreifarann á hvanngræn og kafloðin túnin og mun væntanlega gera það áfram næstu dagana. Veðráttan er búin að vera ólýsanlega fín í marga, marga daga og samkvæmt langtímaspánni lítur þetta allt vel út svo langt sem augað eygir. Var svo einhver að kvarta??
Ef ég fengi svo eins og einnar nætur svefn fljótlega væri lífið alfullkomið.
Svo er búið að pakka saman jarðvinnsludótinu þetta vorið og mátti ekki seinna vera. Og í þessun skrifuðu orðum rennur rándýr áburðurinn í gegnum dreifarann á hvanngræn og kafloðin túnin og mun væntanlega gera það áfram næstu dagana. Veðráttan er búin að vera ólýsanlega fín í marga, marga daga og samkvæmt langtímaspánni lítur þetta allt vel út svo langt sem augað eygir. Var svo einhver að kvarta??
Ef ég fengi svo eins og einnar nætur svefn fljótlega væri lífið alfullkomið.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334